Reuters greinir frá að kanslarinn hafi lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta að draga til baka stuðning sinn við sameiginlega yfirlýsingu G7 ríkjanna í gær.
Trump tilkynnti ákvörðun sína á Twitter eftir að hann hafði yfirgefið fundinn í Kanada fyrr en áætlað var. Merkel sagði að niðurstaða fundarins væri ekki endalok sambands Bandaríkjanna og Evrópu en ljóst væri að Evrópa gæti ekki treyst lengur á bandamenn sína í vestri.
Aðspurð hvort hún óttaðist aðgerðir Bandaríkjanna í ljósi ákvörðunarinnar, þá sérstaklega um tolla á innflutning evrópskra bifreiða sagði Merkel að reynt yrði að afstýra því en ef til þess kæmi vonaðist hún eftir samstilltum viðbrögðum evrópuþjóða.
Vongóð um endurinngöngu Rússa í G7
G7 eru samtök 7 ríkja sem eru með stærstu hagkerfi heims, frá 1994 til 2014 hétu samtökin G8 en eftir innlimun Rússlands á Krímskaganum hefur Rússum verið haldið utan samtakanna.Spurð um stöðu Rússlands, sagði Merkel að hún sæi fyrir endurgöngu Rússlands í samtökin en áður þyrfti miklar framfarir að eiga sér varðandi frið í Úkraínu.
Merkel viðurkenndi einnig að hluti gagnrýni Trump Bandaríkjaforseta ætti rétt á sér. Ekki væri nógu miklu af fjármunum Þýskalands veitt í varnarmál NATO.