Menntastefna Íslands til ársins 2030 Lilja Alfreðsdóttir skrifar 12. júní 2018 07:00 Menntakerfi gegna lykilhlutverki í samkeppnishæfni þjóða. Ísland er þar engin undantekning. Ég legg mikla áherslu á að menntakerfið okkar sé sem best í stakk búið til takast á við áskoranir framtíðar. Í því ljósi hef ég hrint af stað undirbúningsvinnu við gerð menntastefnu Íslands til ársins 2030. Til að bæta lífskjör enn frekar og auka útflutningstekjur landsins þarf að huga sérstaklega að verðmætasköpun byggðri á hugviti og verkþekkingu. Því er nauðsynlegt að efla menntakerfið. Menntakerfið þarf að skapa sterkan þekkingargrunn, vera sveigjanlegt og geta aðlagað sig tækniþróun á hverjum tíma. Að auki þarf það að veita menntun fyrir alla og þar með mæta mismunandi þörfum einstaklingsins. Skilgreind námsmarkmið þurfa að fylgja hverju hæfniþrepi menntunar og mælikvarðar til þess að meta árangurinn. Við viljum að íslenskt menntakerfi verði í fremstu röð þeirra landa sem við berum okkur saman við. Nú þegar eru ýmis verkefni í gangi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem tengjast þessari stefnumörkun. Unnið er að því að bæta umgjörð kennarastarfsins og auka nýliðun kennara. Einnig er verið að efla verk-, iðn- og starfsnám ásamt því að styrkja fullorðinsfræðslu. Verið er að styrkja umgjörð barna með annað móðurmál en íslensku. Fyrirhuguð er skýrari stefnumótun fyrir útgáfu námsgagna og endurskoðun námsmats. Það sem af er kjörtímabili hafa þegar verið stigin mikilvæg skref til þess að efla menntakerfið. Til að mynda hafa fjárframlög verið aukin verulega til bæði framhaldsskóla- og háskólastigsins, framfærslugrunnur námslána var hækkaður og vinna nýrrar verkefnastjórnar um endurskoðun á námslánakerfinu hefur gengið vel. Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Gerð nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 verður heildstæð nálgun á eflingu menntakerfisins og mótuð í samvinnu við lykilaðila. Ég er sannfærð um að sú vinna muni skila sér í öflugra samfélagi og betri lífskjörum fyrir þjóðina.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Menntakerfi gegna lykilhlutverki í samkeppnishæfni þjóða. Ísland er þar engin undantekning. Ég legg mikla áherslu á að menntakerfið okkar sé sem best í stakk búið til takast á við áskoranir framtíðar. Í því ljósi hef ég hrint af stað undirbúningsvinnu við gerð menntastefnu Íslands til ársins 2030. Til að bæta lífskjör enn frekar og auka útflutningstekjur landsins þarf að huga sérstaklega að verðmætasköpun byggðri á hugviti og verkþekkingu. Því er nauðsynlegt að efla menntakerfið. Menntakerfið þarf að skapa sterkan þekkingargrunn, vera sveigjanlegt og geta aðlagað sig tækniþróun á hverjum tíma. Að auki þarf það að veita menntun fyrir alla og þar með mæta mismunandi þörfum einstaklingsins. Skilgreind námsmarkmið þurfa að fylgja hverju hæfniþrepi menntunar og mælikvarðar til þess að meta árangurinn. Við viljum að íslenskt menntakerfi verði í fremstu röð þeirra landa sem við berum okkur saman við. Nú þegar eru ýmis verkefni í gangi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem tengjast þessari stefnumörkun. Unnið er að því að bæta umgjörð kennarastarfsins og auka nýliðun kennara. Einnig er verið að efla verk-, iðn- og starfsnám ásamt því að styrkja fullorðinsfræðslu. Verið er að styrkja umgjörð barna með annað móðurmál en íslensku. Fyrirhuguð er skýrari stefnumótun fyrir útgáfu námsgagna og endurskoðun námsmats. Það sem af er kjörtímabili hafa þegar verið stigin mikilvæg skref til þess að efla menntakerfið. Til að mynda hafa fjárframlög verið aukin verulega til bæði framhaldsskóla- og háskólastigsins, framfærslugrunnur námslána var hækkaður og vinna nýrrar verkefnastjórnar um endurskoðun á námslánakerfinu hefur gengið vel. Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Gerð nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 verður heildstæð nálgun á eflingu menntakerfisins og mótuð í samvinnu við lykilaðila. Ég er sannfærð um að sú vinna muni skila sér í öflugra samfélagi og betri lífskjörum fyrir þjóðina.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar