Látinn taka poka sinn rétt fyrir vígsluathöfn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Vigga gamla er óvænt miðpunktur deilna í Mýrdalnum. Mynd/Jón Ólafsson „Við hjónin verðum ekki viðstödd athöfnina að Skeiðflöt, þótt við séum á svæðinu. Það svíður sárt, en nærveru minnar er ekki óskað,“ segir séra Skírnir Garðarsson, sem verið hefur verið starfandi sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag verður nýr legsteinn á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu, afhjúpaður í Skeiðflatarkirkjugarði næsta laugardag. Brottfluttar konur úr héraðinu söfnuðu fyrir steininum á leiðið sem var ómerkt. Vigga gamla lést árið 1957.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.Séra Skírnir, sem er héraðsprestur á Suðurlandi, hefur verið afleysingaprestur í Mýrdal fyrir séra Harald M. Kristjánsson og átti að vera til 1. september. Það verður engu að síður Haraldur sem þjónar sem prestur við athöfnina á Skeiðflöt á laugardaginn. Aðspurður segir séra Skírnir þessa tilhögun vera að sér forspurðum og kveðst hafa gert athugasemd til prófasts. Hann hafi hins vegar fengið þau svör fyrir hádegi í gær að Haraldur hafi ákveðið að hætta í fríinu og að samningur við hann varðandi þjónustu í sumar verði afturkallaður. „Ég hef þjónað kallinu í allan vetur í fjarvistum hans, og ég vissi ekki annað en það væri frágengið að ég þjónaði áfram í sumar, enda hafði Haraldur margítrekað þá afstöðu sína til málsins,“ segir séra Skírnir. Héraðspresturinn tekur fram að hann hafi ekki átt í útistöðum við nokkurn mann eystra og átt farsæl samskipti við Vigdísar-nefndina, sóknarnefndir, séra Harald og annað kirkjufólk á svæðinu. „Ég lagði á mig töluverða vinnu í vetur til að útvega mynd af leiði Viggu heitinnar og ég hef hvatt fólk með ráðum og dáð til að koma legsteini upp á leiði hennar. Nú er ekki óskað eftir nærveru minni,“ segir Skírnir sem kveðst fagna því að Vigga gamla skuli nú loks fá bautastein – þótt málið valdi usla meðal kirkjufólksins. „Vigga var afkomandi eldklerksins, séra Jóns Steingrímssonar. Það var aldrei lognmolla kringum þann ágæta mann,“ segir séra Skírnir. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Við hjónin verðum ekki viðstödd athöfnina að Skeiðflöt, þótt við séum á svæðinu. Það svíður sárt, en nærveru minnar er ekki óskað,“ segir séra Skírnir Garðarsson, sem verið hefur verið starfandi sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag verður nýr legsteinn á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu, afhjúpaður í Skeiðflatarkirkjugarði næsta laugardag. Brottfluttar konur úr héraðinu söfnuðu fyrir steininum á leiðið sem var ómerkt. Vigga gamla lést árið 1957.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.Séra Skírnir, sem er héraðsprestur á Suðurlandi, hefur verið afleysingaprestur í Mýrdal fyrir séra Harald M. Kristjánsson og átti að vera til 1. september. Það verður engu að síður Haraldur sem þjónar sem prestur við athöfnina á Skeiðflöt á laugardaginn. Aðspurður segir séra Skírnir þessa tilhögun vera að sér forspurðum og kveðst hafa gert athugasemd til prófasts. Hann hafi hins vegar fengið þau svör fyrir hádegi í gær að Haraldur hafi ákveðið að hætta í fríinu og að samningur við hann varðandi þjónustu í sumar verði afturkallaður. „Ég hef þjónað kallinu í allan vetur í fjarvistum hans, og ég vissi ekki annað en það væri frágengið að ég þjónaði áfram í sumar, enda hafði Haraldur margítrekað þá afstöðu sína til málsins,“ segir séra Skírnir. Héraðspresturinn tekur fram að hann hafi ekki átt í útistöðum við nokkurn mann eystra og átt farsæl samskipti við Vigdísar-nefndina, sóknarnefndir, séra Harald og annað kirkjufólk á svæðinu. „Ég lagði á mig töluverða vinnu í vetur til að útvega mynd af leiði Viggu heitinnar og ég hef hvatt fólk með ráðum og dáð til að koma legsteini upp á leiði hennar. Nú er ekki óskað eftir nærveru minni,“ segir Skírnir sem kveðst fagna því að Vigga gamla skuli nú loks fá bautastein – þótt málið valdi usla meðal kirkjufólksins. „Vigga var afkomandi eldklerksins, séra Jóns Steingrímssonar. Það var aldrei lognmolla kringum þann ágæta mann,“ segir séra Skírnir.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00
Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00