Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 08:26 Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegt samráð þeirra við framboð Donalds Trump. Vísir/EPA Saksóknarar á vegum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fullyrða að tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum séu enn í gangi. Þeir hafa krafist þess að gögn í máli gegn fyrirtækjum og einstaklingum sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar verði haldið leyndum. Kröfuna settu saksóknararnir fram í máli gegn fyrirtækinu Concord Management and Consulting. Það var ákært ásamt þrettán rússneskum einstaklingum og tveimur öðrum fyrirtækjum í febrúar og sakað um að vera hluti af rússneskri áróðursherferð á netinu sem átti að hafa áhrif á bandaríska kjósendur. Saksóknararnir telja að ef sönnunargögn í málinu yrðu birt opinberlega eða þeim deilt án leyfis þá myndi það aðstoða leyniþjónustur annarra ríkja, sérstaklega Rússlands, í frekari aðgerðum þeirra gegn Bandaríkjunum og einnig einstaklinga og fyrirtæki sem yfirvöld telja að reyni enn að hafa afskipti, að því er segir í frétt Washington Post. Þingkosningar verða haldnar í Bandaríkjunum í nóvember.Jevgení Prígosjín er náinn bandamaður Pútín Rússlandsforseta.Vísir/EPAÓvinir gætu lagað sig að aðferðum rannsakenda Sérstaklega vísuðu saksóknararnir til þess að lögmenn Concord gætu afhent Jevgeníj Viktoróvitsj Prígosjín, stofnanda fyrirtækisins, gögn sem þeir eiga rétt á fyrir málsvörnina. Prígosjín hefur verið nefndur „kokkur Pútíns“ vegna náinna tengsla hans við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann er ákærður í málinu og bandarísk stjórnvöld hafa beitt hann refsiaðgerðum. Gögn málsins lýsa því meðal annars hvaða heimildarmenn, aðferðir og tækni var notuð til að afhjúpa tilraunir Rússa til afskipta af forsetakosningunum, að sögn saksóknaranna. Komist gögnin á flakk gætu andstæðingar Bandaríkjanna nýtt sér þau til að aðlaga sig. Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti árið 2016. Pútín sjálfur hafi gefið skipun um aðgerðirnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Saksóknarar á vegum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fullyrða að tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum séu enn í gangi. Þeir hafa krafist þess að gögn í máli gegn fyrirtækjum og einstaklingum sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar verði haldið leyndum. Kröfuna settu saksóknararnir fram í máli gegn fyrirtækinu Concord Management and Consulting. Það var ákært ásamt þrettán rússneskum einstaklingum og tveimur öðrum fyrirtækjum í febrúar og sakað um að vera hluti af rússneskri áróðursherferð á netinu sem átti að hafa áhrif á bandaríska kjósendur. Saksóknararnir telja að ef sönnunargögn í málinu yrðu birt opinberlega eða þeim deilt án leyfis þá myndi það aðstoða leyniþjónustur annarra ríkja, sérstaklega Rússlands, í frekari aðgerðum þeirra gegn Bandaríkjunum og einnig einstaklinga og fyrirtæki sem yfirvöld telja að reyni enn að hafa afskipti, að því er segir í frétt Washington Post. Þingkosningar verða haldnar í Bandaríkjunum í nóvember.Jevgení Prígosjín er náinn bandamaður Pútín Rússlandsforseta.Vísir/EPAÓvinir gætu lagað sig að aðferðum rannsakenda Sérstaklega vísuðu saksóknararnir til þess að lögmenn Concord gætu afhent Jevgeníj Viktoróvitsj Prígosjín, stofnanda fyrirtækisins, gögn sem þeir eiga rétt á fyrir málsvörnina. Prígosjín hefur verið nefndur „kokkur Pútíns“ vegna náinna tengsla hans við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann er ákærður í málinu og bandarísk stjórnvöld hafa beitt hann refsiaðgerðum. Gögn málsins lýsa því meðal annars hvaða heimildarmenn, aðferðir og tækni var notuð til að afhjúpa tilraunir Rússa til afskipta af forsetakosningunum, að sögn saksóknaranna. Komist gögnin á flakk gætu andstæðingar Bandaríkjanna nýtt sér þau til að aðlaga sig. Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti árið 2016. Pútín sjálfur hafi gefið skipun um aðgerðirnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28