Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 08:26 Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegt samráð þeirra við framboð Donalds Trump. Vísir/EPA Saksóknarar á vegum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fullyrða að tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum séu enn í gangi. Þeir hafa krafist þess að gögn í máli gegn fyrirtækjum og einstaklingum sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar verði haldið leyndum. Kröfuna settu saksóknararnir fram í máli gegn fyrirtækinu Concord Management and Consulting. Það var ákært ásamt þrettán rússneskum einstaklingum og tveimur öðrum fyrirtækjum í febrúar og sakað um að vera hluti af rússneskri áróðursherferð á netinu sem átti að hafa áhrif á bandaríska kjósendur. Saksóknararnir telja að ef sönnunargögn í málinu yrðu birt opinberlega eða þeim deilt án leyfis þá myndi það aðstoða leyniþjónustur annarra ríkja, sérstaklega Rússlands, í frekari aðgerðum þeirra gegn Bandaríkjunum og einnig einstaklinga og fyrirtæki sem yfirvöld telja að reyni enn að hafa afskipti, að því er segir í frétt Washington Post. Þingkosningar verða haldnar í Bandaríkjunum í nóvember.Jevgení Prígosjín er náinn bandamaður Pútín Rússlandsforseta.Vísir/EPAÓvinir gætu lagað sig að aðferðum rannsakenda Sérstaklega vísuðu saksóknararnir til þess að lögmenn Concord gætu afhent Jevgeníj Viktoróvitsj Prígosjín, stofnanda fyrirtækisins, gögn sem þeir eiga rétt á fyrir málsvörnina. Prígosjín hefur verið nefndur „kokkur Pútíns“ vegna náinna tengsla hans við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann er ákærður í málinu og bandarísk stjórnvöld hafa beitt hann refsiaðgerðum. Gögn málsins lýsa því meðal annars hvaða heimildarmenn, aðferðir og tækni var notuð til að afhjúpa tilraunir Rússa til afskipta af forsetakosningunum, að sögn saksóknaranna. Komist gögnin á flakk gætu andstæðingar Bandaríkjanna nýtt sér þau til að aðlaga sig. Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti árið 2016. Pútín sjálfur hafi gefið skipun um aðgerðirnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Saksóknarar á vegum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fullyrða að tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum séu enn í gangi. Þeir hafa krafist þess að gögn í máli gegn fyrirtækjum og einstaklingum sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar verði haldið leyndum. Kröfuna settu saksóknararnir fram í máli gegn fyrirtækinu Concord Management and Consulting. Það var ákært ásamt þrettán rússneskum einstaklingum og tveimur öðrum fyrirtækjum í febrúar og sakað um að vera hluti af rússneskri áróðursherferð á netinu sem átti að hafa áhrif á bandaríska kjósendur. Saksóknararnir telja að ef sönnunargögn í málinu yrðu birt opinberlega eða þeim deilt án leyfis þá myndi það aðstoða leyniþjónustur annarra ríkja, sérstaklega Rússlands, í frekari aðgerðum þeirra gegn Bandaríkjunum og einnig einstaklinga og fyrirtæki sem yfirvöld telja að reyni enn að hafa afskipti, að því er segir í frétt Washington Post. Þingkosningar verða haldnar í Bandaríkjunum í nóvember.Jevgení Prígosjín er náinn bandamaður Pútín Rússlandsforseta.Vísir/EPAÓvinir gætu lagað sig að aðferðum rannsakenda Sérstaklega vísuðu saksóknararnir til þess að lögmenn Concord gætu afhent Jevgeníj Viktoróvitsj Prígosjín, stofnanda fyrirtækisins, gögn sem þeir eiga rétt á fyrir málsvörnina. Prígosjín hefur verið nefndur „kokkur Pútíns“ vegna náinna tengsla hans við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann er ákærður í málinu og bandarísk stjórnvöld hafa beitt hann refsiaðgerðum. Gögn málsins lýsa því meðal annars hvaða heimildarmenn, aðferðir og tækni var notuð til að afhjúpa tilraunir Rússa til afskipta af forsetakosningunum, að sögn saksóknaranna. Komist gögnin á flakk gætu andstæðingar Bandaríkjanna nýtt sér þau til að aðlaga sig. Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti árið 2016. Pútín sjálfur hafi gefið skipun um aðgerðirnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28