Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2018 11:46 Donald Trump við komuna til Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu. Gefur hann í skyn að fundur hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi strax skilað árangri og að Kim ætli að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sérfræðingar og bandamenn forsetans eru þó ekki jafn borubrattir og segja mikið verk fyrir höndum. það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. Viðleitni Trump til friðar hefur verið hyllt víða en bandarískir þingmenn vilja þó fá að vita hvað Trump og Kim ræddu um áður en þeir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu. Þar kom ekkert fram um áður yfirlýst markmið Bandaríkjanna um að vilja fullkomna og staðfesta afkjarnavopnun Norður-Kóreu. Í yfirlýsingunni kom nánast ekkert fram annað en að Norður-Kórea ætlaði sér að standa við afkjarnavopnun alls Kóreuskagans. Það er loforð sem Norður-Kórea hefur oft gefið út áður, án þess að standa við það. Þar að auki sneri yfirlýsingin ekkert að mögulegum friðarsáttmála á milli Norður-Kóreu annars vegar, og Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hins vegar, sem enn eiga tæknilega séð í stríði. Þá hefur Trump verið gagnrýndur af þingmönnum beggja flokka Bandaríkjanna fyrir að samþykkja að hætta heræfingum með Suður-Kóreu. Trump hefur varið þá ákvörðun sína með því að segja Bandaríkin spara verulega fjármuni með því að hætta æfingunum.Sjá einnig: Ummæli Trump um æfingar og brottflutning komu hernum og bandamönnum á óvartRíkismiðlar Norður-Kóreu fjalla um fund Kim og Trump sem upphafið á nýju sambandi ríkjanna og hafa myndir af þeim tveimur verið birtar víða. Því hefur einnig verið haldið fram að Trump hafi lofað Kim því að fella niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir í áföngum, samhliða áframhaldandi viðræðum ríkjanna. Það er þvert á fyrri yfirlýsingar Trump og ríkisstjórnar hans.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa miðlar Norður-Kóreu einnig rætt um afkjarnavopnun Kóreuskagans og að hún muni eiga sér stað þegar ríkisstjórn landsins telji það við hæfi og samhliða því að Bandaríkin láti af ógnandi hegðun sinni í garð Norður-Kóreu.Fyrir fundinn höfðu Bandaríkin gefið út að ekki yrði látið af þvingunum og refsiaðgerðum.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/APÞingmenn Repúblikanaflokksins hafa hrósað Trump fyrir fundinn en segja erfitt verk óunnið. Þá hafa þeir kallað eftir frekari upplýsingum um viðræðurnar og hvað Trump og Kim ræddu sín á milli. Bob Corker, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar, hefur kallað eftir því að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mæti á fund nefndarinnar og segi þeim frá fundinum og hvað hafi verið rætt þar. Þar á meðal hvort Trump og Kim hafi rætt veru hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. „Enn sem komið er, tel ég okkur ekki vita nóg til að gagnrýna niðurstöðuna eða fagna henni,“ sagði Corker í samtali við Washington Post. Frekari upplýsingar munu koma í ljós þegar Pompeo fundar næst með embættismönnum Norður-Kóreu. Hið hefðbundna skref er að Norður-Kórea staðfesti að þeir eigi kjarnorkuvopn og hve mörg, staðfesti hve mikið af auðguðu úrani þeir eiga og ýmislegt fleira. Afkjarnavopnun Norður-Kóreu gæti tekið mörg ár.Just landed - a long trip, but everybody can now feel much safer than the day I took office. There is no longer a Nuclear Threat from North Korea. Meeting with Kim Jong Un was an interesting and very positive experience. North Korea has great potential for the future!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018 Before taking office people were assuming that we were going to War with North Korea. President Obama said that North Korea was our biggest and most dangerous problem. No longer - sleep well tonight!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018 We save a fortune by not doing war games, as long as we are negotiating in good faith - which both sides are!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018 Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00 Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu. Gefur hann í skyn að fundur hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi strax skilað árangri og að Kim ætli að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sérfræðingar og bandamenn forsetans eru þó ekki jafn borubrattir og segja mikið verk fyrir höndum. það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. Viðleitni Trump til friðar hefur verið hyllt víða en bandarískir þingmenn vilja þó fá að vita hvað Trump og Kim ræddu um áður en þeir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu. Þar kom ekkert fram um áður yfirlýst markmið Bandaríkjanna um að vilja fullkomna og staðfesta afkjarnavopnun Norður-Kóreu. Í yfirlýsingunni kom nánast ekkert fram annað en að Norður-Kórea ætlaði sér að standa við afkjarnavopnun alls Kóreuskagans. Það er loforð sem Norður-Kórea hefur oft gefið út áður, án þess að standa við það. Þar að auki sneri yfirlýsingin ekkert að mögulegum friðarsáttmála á milli Norður-Kóreu annars vegar, og Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hins vegar, sem enn eiga tæknilega séð í stríði. Þá hefur Trump verið gagnrýndur af þingmönnum beggja flokka Bandaríkjanna fyrir að samþykkja að hætta heræfingum með Suður-Kóreu. Trump hefur varið þá ákvörðun sína með því að segja Bandaríkin spara verulega fjármuni með því að hætta æfingunum.Sjá einnig: Ummæli Trump um æfingar og brottflutning komu hernum og bandamönnum á óvartRíkismiðlar Norður-Kóreu fjalla um fund Kim og Trump sem upphafið á nýju sambandi ríkjanna og hafa myndir af þeim tveimur verið birtar víða. Því hefur einnig verið haldið fram að Trump hafi lofað Kim því að fella niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir í áföngum, samhliða áframhaldandi viðræðum ríkjanna. Það er þvert á fyrri yfirlýsingar Trump og ríkisstjórnar hans.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa miðlar Norður-Kóreu einnig rætt um afkjarnavopnun Kóreuskagans og að hún muni eiga sér stað þegar ríkisstjórn landsins telji það við hæfi og samhliða því að Bandaríkin láti af ógnandi hegðun sinni í garð Norður-Kóreu.Fyrir fundinn höfðu Bandaríkin gefið út að ekki yrði látið af þvingunum og refsiaðgerðum.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/APÞingmenn Repúblikanaflokksins hafa hrósað Trump fyrir fundinn en segja erfitt verk óunnið. Þá hafa þeir kallað eftir frekari upplýsingum um viðræðurnar og hvað Trump og Kim ræddu sín á milli. Bob Corker, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar, hefur kallað eftir því að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mæti á fund nefndarinnar og segi þeim frá fundinum og hvað hafi verið rætt þar. Þar á meðal hvort Trump og Kim hafi rætt veru hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. „Enn sem komið er, tel ég okkur ekki vita nóg til að gagnrýna niðurstöðuna eða fagna henni,“ sagði Corker í samtali við Washington Post. Frekari upplýsingar munu koma í ljós þegar Pompeo fundar næst með embættismönnum Norður-Kóreu. Hið hefðbundna skref er að Norður-Kórea staðfesti að þeir eigi kjarnorkuvopn og hve mörg, staðfesti hve mikið af auðguðu úrani þeir eiga og ýmislegt fleira. Afkjarnavopnun Norður-Kóreu gæti tekið mörg ár.Just landed - a long trip, but everybody can now feel much safer than the day I took office. There is no longer a Nuclear Threat from North Korea. Meeting with Kim Jong Un was an interesting and very positive experience. North Korea has great potential for the future!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018 Before taking office people were assuming that we were going to War with North Korea. President Obama said that North Korea was our biggest and most dangerous problem. No longer - sleep well tonight!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018 We save a fortune by not doing war games, as long as we are negotiating in good faith - which both sides are!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00 Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00
Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45