Getur pillan valdið depurð? Elín Albertsdóttir skrifar 15. júní 2018 06:00 Táningsstúlkur sem taka inn hormónagetnaðarvörn gætu fundið fyrir depurð eða öðrum geðröskunum samkvæmt nýrri sænskri rannsókn. Vísindamenn hafa hingað til ekki getað staðhæft að hormónatengd getnaðarvarnarlyf geti valdið geðröskunum en þessi sænska rannsókn er mjög víðtæk. Skoðaðar voru lyfjaskrár, læknaskýrslur, gagnagrunnur um sjúkratryggingar og vinnumarkaðsrannsóknir um 800 þúsund kvenna á aldrinum 12-30 ára.Kvarta undan depurð Sofia Zettermark, sem er vísindamaður við háskólann í Lundi, var meðal rannsakenda. Hún segir að stúlkur á unglingsaldri sem nota p-pilluna eða önnur hormónatengd getnaðarvarnarlyf þurfi frekar svefn- eða þunglyndislyf en þær sem taka ekki inn slík lyf. Hjá yngstu stúlkunum voru greinileg tengsl á milli notkunar hormónatengdra getnaðarvarna og notkunar lyfja fyrir ýmsa andlega sjúkdóma á borð við hræðslu, óróa, kvíða, svefnvandamál og þunglyndi. Á aldrinum 12-14 ára voru 4% stúlkna sem notuðu hormónatengd getnaðarvarnalyf. 1% í þessum aldursflokki notaði geðlyf án þess að vera á getnaðarvörn. Rannsókn sem gerð var í Noregi árið 2016 sýndi talsverða aukningu unglingsstúlkna sem þurfa á þunglyndislyfjum að halda og hefur sú tala hækkað mikið undanfarin tíu ár. Margar ungar konur hafa kvartað yfir því við lækna að þær finni fyrir þunglyndi eða depurð ef þær taka inn p-pilluna. Minni áhætta með aldrinum Meðal kvenna sem hafa náð 20 ára aldri fundu vísindamenn ekki eins sterk tengsl. Í þessum hópi notuðu 3,7% kvennanna þunglyndislyf og sá fjöldi var ekki allur á hormónagetnaðarvörnum. Rannsóknin sýndi jafnframt að ólíkar tegundir getnaðarvarna með hormónum höfðu mismunandi áhrif. P-pillan var ekki endilega verst. Aðrir kostir eins og hormónalykkja og hormónahringur komu jafnvel verr út. Sænska könnunin er ekki ósvipuð stórri rannsókn sem gerð var í Danmörku árið 2016. Læknar vilja ekki staðfesta að hormónagetnaðarvarnalyf geti haft þessi áhrif á unglingsstúlkur en vilja frekari rannsóknir. „Það er ekki hægt að hunsa þessa niðurstöðu,“ segir Steinar Madsen læknir, sem starfar hjá Lyfjastofnuninni í Noregi, í samtali við norska vefmiðilinn forskning.no. „Táningsstúlkur sem nota getnaðarvörn gætu mögulega verið í föstu ástarsambandi sem getur verið flókið og skapað vandamál. Það er erfitt að kortleggja mun á milli hópa eftir skrám. Annars er getnaðarvarnanotkun mjög lítil meðal unglingsstúlkna. Sumar nota p-pilluna eingöngu vegna slæmra tíðaverkja. Ef ungar stúlkur þurfa jafnframt á lyfjum að halda vegna ADHD, svefntruflana eða depurðar þá er það betri kostur en að þær yrðu barnshafandi. Gaman væri að skoða sérstaklega konur sem nota koparlykkju sem er ekki með hormón. Hins vegar væri það erfitt því koparlykkjur eru ekki skráðar í lyfseðilsskrá í Noregi. Við vitum að þúsundir kvenna nota hormónagetnaðarvörn án þess að finna nokkuð fyrir því.“ Niðurstöður teknar með varúð Zettermark, sem einnig er læknir við Kiruna sjúkrahúsið, segir að rannsóknin sé ekki gerð til að hræða ungar konur frá því að nota hormónagetnaðarvörn. Það geta alltaf verið einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að sumar konur þoli eitthvað sem aðrar gera ekki. Niðurstöðurnar verða túlkaðar með varúð en gott væri að rannsaka málið frekar.Tilvísun: S. Zettermark mf: Hormonal contraception increases the risk of psychotropic drug use in adolescent girls but not in adults: A pharmacoepidemiological study on 800 000 Swedish women. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Vísindamenn hafa hingað til ekki getað staðhæft að hormónatengd getnaðarvarnarlyf geti valdið geðröskunum en þessi sænska rannsókn er mjög víðtæk. Skoðaðar voru lyfjaskrár, læknaskýrslur, gagnagrunnur um sjúkratryggingar og vinnumarkaðsrannsóknir um 800 þúsund kvenna á aldrinum 12-30 ára.Kvarta undan depurð Sofia Zettermark, sem er vísindamaður við háskólann í Lundi, var meðal rannsakenda. Hún segir að stúlkur á unglingsaldri sem nota p-pilluna eða önnur hormónatengd getnaðarvarnarlyf þurfi frekar svefn- eða þunglyndislyf en þær sem taka ekki inn slík lyf. Hjá yngstu stúlkunum voru greinileg tengsl á milli notkunar hormónatengdra getnaðarvarna og notkunar lyfja fyrir ýmsa andlega sjúkdóma á borð við hræðslu, óróa, kvíða, svefnvandamál og þunglyndi. Á aldrinum 12-14 ára voru 4% stúlkna sem notuðu hormónatengd getnaðarvarnalyf. 1% í þessum aldursflokki notaði geðlyf án þess að vera á getnaðarvörn. Rannsókn sem gerð var í Noregi árið 2016 sýndi talsverða aukningu unglingsstúlkna sem þurfa á þunglyndislyfjum að halda og hefur sú tala hækkað mikið undanfarin tíu ár. Margar ungar konur hafa kvartað yfir því við lækna að þær finni fyrir þunglyndi eða depurð ef þær taka inn p-pilluna. Minni áhætta með aldrinum Meðal kvenna sem hafa náð 20 ára aldri fundu vísindamenn ekki eins sterk tengsl. Í þessum hópi notuðu 3,7% kvennanna þunglyndislyf og sá fjöldi var ekki allur á hormónagetnaðarvörnum. Rannsóknin sýndi jafnframt að ólíkar tegundir getnaðarvarna með hormónum höfðu mismunandi áhrif. P-pillan var ekki endilega verst. Aðrir kostir eins og hormónalykkja og hormónahringur komu jafnvel verr út. Sænska könnunin er ekki ósvipuð stórri rannsókn sem gerð var í Danmörku árið 2016. Læknar vilja ekki staðfesta að hormónagetnaðarvarnalyf geti haft þessi áhrif á unglingsstúlkur en vilja frekari rannsóknir. „Það er ekki hægt að hunsa þessa niðurstöðu,“ segir Steinar Madsen læknir, sem starfar hjá Lyfjastofnuninni í Noregi, í samtali við norska vefmiðilinn forskning.no. „Táningsstúlkur sem nota getnaðarvörn gætu mögulega verið í föstu ástarsambandi sem getur verið flókið og skapað vandamál. Það er erfitt að kortleggja mun á milli hópa eftir skrám. Annars er getnaðarvarnanotkun mjög lítil meðal unglingsstúlkna. Sumar nota p-pilluna eingöngu vegna slæmra tíðaverkja. Ef ungar stúlkur þurfa jafnframt á lyfjum að halda vegna ADHD, svefntruflana eða depurðar þá er það betri kostur en að þær yrðu barnshafandi. Gaman væri að skoða sérstaklega konur sem nota koparlykkju sem er ekki með hormón. Hins vegar væri það erfitt því koparlykkjur eru ekki skráðar í lyfseðilsskrá í Noregi. Við vitum að þúsundir kvenna nota hormónagetnaðarvörn án þess að finna nokkuð fyrir því.“ Niðurstöður teknar með varúð Zettermark, sem einnig er læknir við Kiruna sjúkrahúsið, segir að rannsóknin sé ekki gerð til að hræða ungar konur frá því að nota hormónagetnaðarvörn. Það geta alltaf verið einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að sumar konur þoli eitthvað sem aðrar gera ekki. Niðurstöðurnar verða túlkaðar með varúð en gott væri að rannsaka málið frekar.Tilvísun: S. Zettermark mf: Hormonal contraception increases the risk of psychotropic drug use in adolescent girls but not in adults: A pharmacoepidemiological study on 800 000 Swedish women.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent