Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2018 21:00 Donald Trump mun ræða við þingmenn Repúblikana um nýtt frumvarp sem myndi slaka á stefnu stjórnar hans. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta kom fram í máli forsetans á viðskiptaráðstefnu fyrr í dag þar sem hann sagði nauðsynlegt að skilja börn frá foreldrum sínum sem hafi verið fangelsuð fyrir að hafa ólöglega farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Fjölmargir hafa fordæmt stefnu forsetans á síðustu dögum. Þannig lýsti utanríkisráðherra Mexíkó, Luis Videgaray Caso, því yfir í dag að stefna Bandaríkjastjórnar væri í senn grimmdarleg og ómannúðleg. Fyrirhugaður er fundur Trump og þingmanna Repúblikana þar sem ræða á frumvarp sem myndi slaka á núgildandi stefnu stjórnarinnar. „Ég vil ekki að börn séu tekin frá foreldrum sínum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó nauðsynlegt að fjarlægja börnin þegar foreldrar, sem hafi komið inn í landið með ólöglegum hætti, eru sóttir til saka. Forsetinn sagðist vilja binda enda á „krísunni við landamærin“ með því að veita landamæravörðum heimild til að „taka til fanga og fjarlægja“ heilu fjölskyldurnar sem hafi komið ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna. Talsmaður bandarískra yfirvalda segir að 2.342 börn hafi verið tekin frá 2.206 foreldrum á tímabilinu 5. maí til 9. júní. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions, hafnaði í gærkvöldi fullyrðingum um að stöðvar þar sem börnum er haldið frá foreldrum sínum og Bandaríkjastjórn starfræki, líkist einangrunarbúðum nasista. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta kom fram í máli forsetans á viðskiptaráðstefnu fyrr í dag þar sem hann sagði nauðsynlegt að skilja börn frá foreldrum sínum sem hafi verið fangelsuð fyrir að hafa ólöglega farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Fjölmargir hafa fordæmt stefnu forsetans á síðustu dögum. Þannig lýsti utanríkisráðherra Mexíkó, Luis Videgaray Caso, því yfir í dag að stefna Bandaríkjastjórnar væri í senn grimmdarleg og ómannúðleg. Fyrirhugaður er fundur Trump og þingmanna Repúblikana þar sem ræða á frumvarp sem myndi slaka á núgildandi stefnu stjórnarinnar. „Ég vil ekki að börn séu tekin frá foreldrum sínum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó nauðsynlegt að fjarlægja börnin þegar foreldrar, sem hafi komið inn í landið með ólöglegum hætti, eru sóttir til saka. Forsetinn sagðist vilja binda enda á „krísunni við landamærin“ með því að veita landamæravörðum heimild til að „taka til fanga og fjarlægja“ heilu fjölskyldurnar sem hafi komið ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna. Talsmaður bandarískra yfirvalda segir að 2.342 börn hafi verið tekin frá 2.206 foreldrum á tímabilinu 5. maí til 9. júní. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions, hafnaði í gærkvöldi fullyrðingum um að stöðvar þar sem börnum er haldið frá foreldrum sínum og Bandaríkjastjórn starfræki, líkist einangrunarbúðum nasista.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04
Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00