Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 09:51 Sádar verja miklu hærra hlutfalli þjóðarframleiðslu til hernaðar en nokkurt annað ríki heims. Meira að segja Ísraelsmenn komast ekki í hálfkvist við Sáda í þeim efnum. Vísir/Getty Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. Í samtali við franska dagblaðið Le Monde segist Salman hafa djúpar áhyggjur af fyrirhugaðri sölu S-400 loftvarnarkerfisins til Katara. Sádar hafa ásamt bandamönnum sínum í Egyptalandi, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum haldið Katar í herkví í tæpt ár. Þeir saka stjórnvöld í Katar um að ganga erinda Írana og styðja hryðjuverkastarfsemi. Það verður að teljast nokkuð grátbroslegt miðað við það gríðarstóra hlutverk sem Sádar hafa sjálfir leikið í nútímasögu hryðjuverka. Í raun snýst deilan um átök tveggja valdablokka við Persaflóann og ótta Sáda við að Íran styrki stöðu sína á þeirra kostnað. Það endurspeglast í kröfum Sáda og bandamanna. Þeir hóta að halda Katar í herkví um komandi framtíð nema ríkisstjórn Katars leggi niður gervihnattasjónvarpsstöðina Al Jazeera og loki tyrkneskri herstöð. Sádar líta á Al Jazeera sem hættulega áróðursvél gegn konungsveldinu og tyrknesku herstöðina sem ögrun við vaxandi hervald þeirra við Persaflóa. Ef litið er á hernaðarútgjöld Sádí-Arabíu verður myndin enn skýrari. Sádar hafa stóraukið hernaðarútgjöld sín síðustu ár og heija nú umfangsmikið stríð í Jemen auk þess að hafa íhlutast umtalsvert í borgarastríðinu í Sýrlandi. Það er liður í áætlun þeirra um að verða óumdeilt pólitískt og hernaðarlegt stórveldi Persaflóans og Miðausturlanda almennt. Á kostnað Írans. Sádar flytja nú inn meira magn hergagna en nokkurt annað ríki heims. Enn meira sláandi er sú staðreynd að eftir mikla hernaðaruppbyggingu síðustu ára er Sádí-Arabía það ríki sem eyðir langstærstu hlutfalli þjóðarframleiðslu sinnar í hernað. Meira en tíu prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sáda, sem er umtalsverð þökk sé gjöfulum olíulindum, rennur beint til hernaðarútgjalda. Ísrael, sem er í öðru sæti á heimslistanum en tróndi lengi á toppnum, ver helmingi minna hlutfalli eða rétt rúmum fimm prósentum vergrar þjóðarframleiðslu til að viðhalda hernaðarmætti sínum sem er einn sá mesti í heimi. Fjárfestingar Sáda á sviði hernaðar eru því til þess fallnar að breyta valdajafnvægi Miðausturlanda til lengri tíma og vekja ótta Írana, Katara og annarra fjandmanna Sáda um að þeim sé alvara með hótunum sínum um beinan hernað í Persaflóa. Barein Katar Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. Í samtali við franska dagblaðið Le Monde segist Salman hafa djúpar áhyggjur af fyrirhugaðri sölu S-400 loftvarnarkerfisins til Katara. Sádar hafa ásamt bandamönnum sínum í Egyptalandi, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum haldið Katar í herkví í tæpt ár. Þeir saka stjórnvöld í Katar um að ganga erinda Írana og styðja hryðjuverkastarfsemi. Það verður að teljast nokkuð grátbroslegt miðað við það gríðarstóra hlutverk sem Sádar hafa sjálfir leikið í nútímasögu hryðjuverka. Í raun snýst deilan um átök tveggja valdablokka við Persaflóann og ótta Sáda við að Íran styrki stöðu sína á þeirra kostnað. Það endurspeglast í kröfum Sáda og bandamanna. Þeir hóta að halda Katar í herkví um komandi framtíð nema ríkisstjórn Katars leggi niður gervihnattasjónvarpsstöðina Al Jazeera og loki tyrkneskri herstöð. Sádar líta á Al Jazeera sem hættulega áróðursvél gegn konungsveldinu og tyrknesku herstöðina sem ögrun við vaxandi hervald þeirra við Persaflóa. Ef litið er á hernaðarútgjöld Sádí-Arabíu verður myndin enn skýrari. Sádar hafa stóraukið hernaðarútgjöld sín síðustu ár og heija nú umfangsmikið stríð í Jemen auk þess að hafa íhlutast umtalsvert í borgarastríðinu í Sýrlandi. Það er liður í áætlun þeirra um að verða óumdeilt pólitískt og hernaðarlegt stórveldi Persaflóans og Miðausturlanda almennt. Á kostnað Írans. Sádar flytja nú inn meira magn hergagna en nokkurt annað ríki heims. Enn meira sláandi er sú staðreynd að eftir mikla hernaðaruppbyggingu síðustu ára er Sádí-Arabía það ríki sem eyðir langstærstu hlutfalli þjóðarframleiðslu sinnar í hernað. Meira en tíu prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sáda, sem er umtalsverð þökk sé gjöfulum olíulindum, rennur beint til hernaðarútgjalda. Ísrael, sem er í öðru sæti á heimslistanum en tróndi lengi á toppnum, ver helmingi minna hlutfalli eða rétt rúmum fimm prósentum vergrar þjóðarframleiðslu til að viðhalda hernaðarmætti sínum sem er einn sá mesti í heimi. Fjárfestingar Sáda á sviði hernaðar eru því til þess fallnar að breyta valdajafnvægi Miðausturlanda til lengri tíma og vekja ótta Írana, Katara og annarra fjandmanna Sáda um að þeim sé alvara með hótunum sínum um beinan hernað í Persaflóa.
Barein Katar Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19
Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00
Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03