Stendur ríkisstjórnin við stóru orðin? Sólveig María Árnadóttir skrifar 2. júní 2018 17:38 Kennaraskortur hér á landi hefur verið mikið í umræðunni og fækkun kennaranema á milli ára hefur verið áhyggjuefni. Til eru heilu bunkarnir af einhverjum aðgerðaráætlunum og greiningum, svo alvarlega hefur verið horft á vandann. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talað fyrir mikilvægi þess að gera kennaranámið eftirsóknarvert. Það er því afar ánægjuleg staðreynd að þegar þetta er skrifað, er ljóst að nærri tvöföldun er í umsóknum um kennaranám við Háskólann á Akureyri auk þess sem umsóknir við háskólann hafa aldrei verið fleiri. Ég hef fylgst með þróun umsókna síðustu vikurnar og hélt satt best að segja að um lélegt grín væri að ræða í upphafi, tölurnar gætu ekki verið réttar. Eftir að hafa verið sannfærð um að svo væri ekki, fylltist ég stolti og viðurkenni að aukin aðsókn kemur mér ekki á óvart. Staðreyndin er sú að við erum að gera mjög vel. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám og gætum þess að allir okkar nemendur hafi jafnt aðgengi að námi, hvort sem að próftökustaður þeirra sé í HA eða á Ísafirði. Háskólinn úti á landi, sem einhverjir höfðu litla sem enga trú á í upphafi, þjónustar nefnilega allt landið og skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að eflingu byggða, greiðu og jöfnu aðgengi að námi. Háskólinn er persónulegur, sem gerir það að verkum að lagt er upp úr því að þjónusta, styðja og mæta þörfum hvers og eins. Hvað varðar kennaranámið er ljóst að við þurfum ekki að klóra okkur í hausinn enn eina ferðina og velta því fyrir okkur hvernig við gerum kennaranámið eftirsóknarvert og aukum nýliðun. Tækifærið er komið og felst meðal annars í því að taka almennilega á móti öllum þeim sem hyggjast hefja nám við kennaradeild HA í haust. Mín upplifun af kennaradeildinni er sú að rík áhersla er lögð á það að tryggja gæði náms og kennslu. Námið er fjölbreytt og krefjandi. Það er skemmtilegt og tekur virkilega á stórum þáttum sem skipta mál. Þá er stuðningur kennara við nemendur til fyrirmyndar og er mikilvægur þáttur sem þarf að tryggja. Nú er kominn tími til þess að standa við stóru orðin. Ríkisstjórnin boðaði til stórsóknar í menntamálum og nú er tækifærið til þess að sýna það í verki. Það hefur þrengt verulega að háskólanum síðustu ár og nú er ljóst að þar þarf að vera breyting á. Það þarf að hækka það fjármagn sem gert er ráð fyrir að fari til Háskólans á Akureyri í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Háskólinn á Akureyri þjónustar nemendur út um allt land og er gríðarlega mikilvæg stofnun þegar kemur að byggðarþróun og eflingu samfélaga. Von mín er sú að ríkisstjórnin sjái hér tækifæri til þess að efla aðgengi að háskólanámi á landinu öllu svo að ekki þurfi að grípa til almennra aðgangstakmarkana í nám við Háskólann á Akureyri og draga þannig úr jöfnu aðgengi að námi.Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Sjá meira
Kennaraskortur hér á landi hefur verið mikið í umræðunni og fækkun kennaranema á milli ára hefur verið áhyggjuefni. Til eru heilu bunkarnir af einhverjum aðgerðaráætlunum og greiningum, svo alvarlega hefur verið horft á vandann. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talað fyrir mikilvægi þess að gera kennaranámið eftirsóknarvert. Það er því afar ánægjuleg staðreynd að þegar þetta er skrifað, er ljóst að nærri tvöföldun er í umsóknum um kennaranám við Háskólann á Akureyri auk þess sem umsóknir við háskólann hafa aldrei verið fleiri. Ég hef fylgst með þróun umsókna síðustu vikurnar og hélt satt best að segja að um lélegt grín væri að ræða í upphafi, tölurnar gætu ekki verið réttar. Eftir að hafa verið sannfærð um að svo væri ekki, fylltist ég stolti og viðurkenni að aukin aðsókn kemur mér ekki á óvart. Staðreyndin er sú að við erum að gera mjög vel. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám og gætum þess að allir okkar nemendur hafi jafnt aðgengi að námi, hvort sem að próftökustaður þeirra sé í HA eða á Ísafirði. Háskólinn úti á landi, sem einhverjir höfðu litla sem enga trú á í upphafi, þjónustar nefnilega allt landið og skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að eflingu byggða, greiðu og jöfnu aðgengi að námi. Háskólinn er persónulegur, sem gerir það að verkum að lagt er upp úr því að þjónusta, styðja og mæta þörfum hvers og eins. Hvað varðar kennaranámið er ljóst að við þurfum ekki að klóra okkur í hausinn enn eina ferðina og velta því fyrir okkur hvernig við gerum kennaranámið eftirsóknarvert og aukum nýliðun. Tækifærið er komið og felst meðal annars í því að taka almennilega á móti öllum þeim sem hyggjast hefja nám við kennaradeild HA í haust. Mín upplifun af kennaradeildinni er sú að rík áhersla er lögð á það að tryggja gæði náms og kennslu. Námið er fjölbreytt og krefjandi. Það er skemmtilegt og tekur virkilega á stórum þáttum sem skipta mál. Þá er stuðningur kennara við nemendur til fyrirmyndar og er mikilvægur þáttur sem þarf að tryggja. Nú er kominn tími til þess að standa við stóru orðin. Ríkisstjórnin boðaði til stórsóknar í menntamálum og nú er tækifærið til þess að sýna það í verki. Það hefur þrengt verulega að háskólanum síðustu ár og nú er ljóst að þar þarf að vera breyting á. Það þarf að hækka það fjármagn sem gert er ráð fyrir að fari til Háskólans á Akureyri í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Háskólinn á Akureyri þjónustar nemendur út um allt land og er gríðarlega mikilvæg stofnun þegar kemur að byggðarþróun og eflingu samfélaga. Von mín er sú að ríkisstjórnin sjái hér tækifæri til þess að efla aðgengi að háskólanámi á landinu öllu svo að ekki þurfi að grípa til almennra aðgangstakmarkana í nám við Háskólann á Akureyri og draga þannig úr jöfnu aðgengi að námi.Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun