Óendurgoldin ást Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2018 07:00 Þegar sólin loksins skín lifnar allt við. Líka mannsandinn. Sólin á stóran stað í hjartanu enda gætum við ekki án hennar verið. Og við á norðurhveli jarðar höfum upplifað ýmsa kvilla í sólarleysinu. Sólarleysi var t.d. algeng ástæða beinkramar áður en við fórum að gefa börnunum okkar D-vítamín, eða sólskins-vítamín eins og Theobald Palm kallaði það þegar hann uppgötvaði þessi tengsl. Fólk forðaðist sólina hér áður fyrr því það var talið fínt að vera sem hvítastur. Sagt er að Coco Chanel hafi fundið upp sólböðin þegar hún mætti sólbrún til Cannes eftir siglingu á Miðjarðarhafinu árið 1923. Sólböðin slógu rækilega í gegn og náðu svo mikilli útbreiðslu að um síðustu aldamót sagði helmingur Breta að megintilgangur sólarlandaferða væri að koma heim sólbrúnn. En eins mikið og hægt er að elska sólina þá er ástarsambandið ekki gagnkvæmt. Á meðan húðin baðar sig í heitum sólargeislum eru þeir í fullri vinnu við að láta húðina eldast hraðar. Húðin verður slöpp, fær línur, æðaslit, bletti (m.a. krabbamein) og ójafna áferð. Það sem við teljum stundum eðlilega öldrun er oft á tíðum einfaldlega afrakstur sólbaða. Prófaðu að bera saman húðina sem sól skín sjaldan á (t.d. handarkrika) og oft (t.d. handarbak). Þá sérðu hversu mikið sólin hefur látið húðina eldast. En ekki viljum við kúldrast í skugganum þegar sólin lætur loksins sjá sig. Ef við berum á okkur sólarvörn í styrkleika 30 SPF þá minnka líkurnar á húðkrabbameini og húðin eldist ekki eins hratt. Sólgleraugu eru einnig góð fjárfesting því sólin getur m.a. valdið skýi á auga. Með slíkum vörnum getum við haldið áfram þessu einhliða ástarsambandi og notið sólarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar sólin loksins skín lifnar allt við. Líka mannsandinn. Sólin á stóran stað í hjartanu enda gætum við ekki án hennar verið. Og við á norðurhveli jarðar höfum upplifað ýmsa kvilla í sólarleysinu. Sólarleysi var t.d. algeng ástæða beinkramar áður en við fórum að gefa börnunum okkar D-vítamín, eða sólskins-vítamín eins og Theobald Palm kallaði það þegar hann uppgötvaði þessi tengsl. Fólk forðaðist sólina hér áður fyrr því það var talið fínt að vera sem hvítastur. Sagt er að Coco Chanel hafi fundið upp sólböðin þegar hún mætti sólbrún til Cannes eftir siglingu á Miðjarðarhafinu árið 1923. Sólböðin slógu rækilega í gegn og náðu svo mikilli útbreiðslu að um síðustu aldamót sagði helmingur Breta að megintilgangur sólarlandaferða væri að koma heim sólbrúnn. En eins mikið og hægt er að elska sólina þá er ástarsambandið ekki gagnkvæmt. Á meðan húðin baðar sig í heitum sólargeislum eru þeir í fullri vinnu við að láta húðina eldast hraðar. Húðin verður slöpp, fær línur, æðaslit, bletti (m.a. krabbamein) og ójafna áferð. Það sem við teljum stundum eðlilega öldrun er oft á tíðum einfaldlega afrakstur sólbaða. Prófaðu að bera saman húðina sem sól skín sjaldan á (t.d. handarkrika) og oft (t.d. handarbak). Þá sérðu hversu mikið sólin hefur látið húðina eldast. En ekki viljum við kúldrast í skugganum þegar sólin lætur loksins sjá sig. Ef við berum á okkur sólarvörn í styrkleika 30 SPF þá minnka líkurnar á húðkrabbameini og húðin eldist ekki eins hratt. Sólgleraugu eru einnig góð fjárfesting því sólin getur m.a. valdið skýi á auga. Með slíkum vörnum getum við haldið áfram þessu einhliða ástarsambandi og notið sólarinnar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun