Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Pawel Bartosek, borgarfulltrúi fyrir Viðreisn. vÍSIR/ANTON Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. Helgin var nýtt til hvíldar og til þess að undirbúa sig frekar fyrir viðræðurnar. „Ég get sagt að laugardagurinn var fyrsti laugardagurinn í margar vikur sem ég hef eitthvað getað hugað að persónulegum málum og það var alveg kærkomið að geta sinnt því. En síðan er maður bara að undirbúa sig fyrir næstu skref í viðræðunum með því að lesa sér til, til að kynna sér hlutina og láta sér detta nokkra hluti í hug. En við höfum ekki verið að funda með hinum flokkunum um helgina,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Hann segist ekki ætla að láta neitt uppi um það hver samningsmarkmið Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum séu.Sjá einnig: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Útlit er fyrir að í Kópavogi muni Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn hefja meirihlutaviðræður. Skoðanamunur hefur verið uppi meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem oddvitinn og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson hafði lýst því yfir að honum hugnaðist áframhaldandi samstarf við Theodóru Þorsteinsdóttur, sem var bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og var oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Þrír aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar ekki samstarf við Theodóru. Á Akranesi hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komist að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta á Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. Helgin var nýtt til hvíldar og til þess að undirbúa sig frekar fyrir viðræðurnar. „Ég get sagt að laugardagurinn var fyrsti laugardagurinn í margar vikur sem ég hef eitthvað getað hugað að persónulegum málum og það var alveg kærkomið að geta sinnt því. En síðan er maður bara að undirbúa sig fyrir næstu skref í viðræðunum með því að lesa sér til, til að kynna sér hlutina og láta sér detta nokkra hluti í hug. En við höfum ekki verið að funda með hinum flokkunum um helgina,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Hann segist ekki ætla að láta neitt uppi um það hver samningsmarkmið Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum séu.Sjá einnig: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Útlit er fyrir að í Kópavogi muni Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn hefja meirihlutaviðræður. Skoðanamunur hefur verið uppi meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem oddvitinn og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson hafði lýst því yfir að honum hugnaðist áframhaldandi samstarf við Theodóru Þorsteinsdóttur, sem var bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og var oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Þrír aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar ekki samstarf við Theodóru. Á Akranesi hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komist að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta á Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13