Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Pawel Bartosek, borgarfulltrúi fyrir Viðreisn. vÍSIR/ANTON Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. Helgin var nýtt til hvíldar og til þess að undirbúa sig frekar fyrir viðræðurnar. „Ég get sagt að laugardagurinn var fyrsti laugardagurinn í margar vikur sem ég hef eitthvað getað hugað að persónulegum málum og það var alveg kærkomið að geta sinnt því. En síðan er maður bara að undirbúa sig fyrir næstu skref í viðræðunum með því að lesa sér til, til að kynna sér hlutina og láta sér detta nokkra hluti í hug. En við höfum ekki verið að funda með hinum flokkunum um helgina,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Hann segist ekki ætla að láta neitt uppi um það hver samningsmarkmið Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum séu.Sjá einnig: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Útlit er fyrir að í Kópavogi muni Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn hefja meirihlutaviðræður. Skoðanamunur hefur verið uppi meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem oddvitinn og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson hafði lýst því yfir að honum hugnaðist áframhaldandi samstarf við Theodóru Þorsteinsdóttur, sem var bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og var oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Þrír aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar ekki samstarf við Theodóru. Á Akranesi hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komist að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta á Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. Helgin var nýtt til hvíldar og til þess að undirbúa sig frekar fyrir viðræðurnar. „Ég get sagt að laugardagurinn var fyrsti laugardagurinn í margar vikur sem ég hef eitthvað getað hugað að persónulegum málum og það var alveg kærkomið að geta sinnt því. En síðan er maður bara að undirbúa sig fyrir næstu skref í viðræðunum með því að lesa sér til, til að kynna sér hlutina og láta sér detta nokkra hluti í hug. En við höfum ekki verið að funda með hinum flokkunum um helgina,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Hann segist ekki ætla að láta neitt uppi um það hver samningsmarkmið Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum séu.Sjá einnig: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Útlit er fyrir að í Kópavogi muni Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn hefja meirihlutaviðræður. Skoðanamunur hefur verið uppi meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem oddvitinn og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson hafði lýst því yfir að honum hugnaðist áframhaldandi samstarf við Theodóru Þorsteinsdóttur, sem var bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og var oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Þrír aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar ekki samstarf við Theodóru. Á Akranesi hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komist að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta á Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13