Þrautagangan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. júní 2018 10:00 Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur málamiðlun milli flokkanna nær eingöngu falist í því að Vinstri græn gefa eftir. Við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn fylgir Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa, sennilega af gömlum vana, allavega er eins og menn þar á bæ kunni ekki annað. Fyrir vikið gleymist jafnvel að Framsóknarflokkurinn er hluti af þessari ríkisstjórn. Hann er svo passífur að það er eins og hann sé ekki á svæðinu. Á sama tíma sést á Vinstri grænum að þau eru farin að þjást verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu. Útspilið um lækkun veiðigjalda, sem hyglar stórum fyrirtækjum í sjávarútvegi, gat ekki annað en valdið ógleði innan raða Vinstri grænna. Það hlýtur að hafa aukið mjög á þessa vanlíðan að einn þingmanna flokksins er formaður atvinnuveganefndar en meirihluti hennar lagði frumvarpið fram. Vinstri græn reyndu að réttlæta stuðning sinn við frumvarpið með hjali um umhyggju sína fyrir minni fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá umhyggju hefði þurft að sýna í annars konar aðgerðum en þeim að leggja fram og styðja frumvarp þar sem tíu stærstu útgerðirnar áttu að fá um helming lækkunarinnar. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera sérlega næm á þjáningar Vinstri grænna og þótt þessir tveir flokkar séu á ýmsan hátt velviljaðir þeim sem eiga bágt vilja þeir fremur auka vanlíðan Vinstri grænna en draga úr henni. Allavega hömuðust þessir flokkar á Vinstri grænum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í vikunni, enda ekki vanþörf á að veita tiltal flokki sem hefur frá stjórnarmyndun tölt á eftir Sjálfstæðisflokknum, vansæll og niðurlútur. Það er hörmungarsjón. Vinstri græn er flokkur sem allt frá stofnun hefur hamrað á mikilvægi þess að jafna kjörin, rétta hag þeirra sem minnst eiga og skapa þannig réttlátara samfélag. Það er sannarlega komin upp óvænt staða þegar flokkurinn leggst á árar með Sjálfstæðisflokknum í því að greiða götu útgerðarauðvaldsins. Ólíklegt er að þjóðin sé sammála því að sá samfélagshópur þurfi á alveg sérstökum stuðningi að halda. Forsvarsmenn stórútgerðarinnar hafa verið iðnir við það síðustu ár að greiða sér ríflegan arð. Þeir sem slíkt gera líða ekki skort, samt þagnar grátkór útgerðarinnar svo að segja aldrei, heldur barmar sér stöðugt. Ætíð getur hann svo leitað huggunar og skjóls í náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins og mætt þar djúpum og innilegum skilningi og ekta blíðu. Hin harða gagnrýni sem Vinstri græn hafa orðið að þola vegna þjónkunar sinnar við útgerðarauðvaldið og Sjálfstæðisflokkinn hefur orðið til þess að nú er flokkurinn að hrökklast frá málinu og er með því að reyna að bjarga heiðri sínum. Kjósendur bíða svo spenntir eftir því hvernig flokkurinn muni bregðast við þegar sjávarútvegsráðherra leggur í fyllingu tímans fram nýtt frumvarp um veiðigjöld þar sem stórútgerðinni verður vafalítið hyglað. Flest bendir til að þrautaganga Vinstri grænna í þessu ríkisstjórnarsamstarfi sé hafin. Rík ástæða er til að ætla að hún muni enda með ósköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur málamiðlun milli flokkanna nær eingöngu falist í því að Vinstri græn gefa eftir. Við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn fylgir Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa, sennilega af gömlum vana, allavega er eins og menn þar á bæ kunni ekki annað. Fyrir vikið gleymist jafnvel að Framsóknarflokkurinn er hluti af þessari ríkisstjórn. Hann er svo passífur að það er eins og hann sé ekki á svæðinu. Á sama tíma sést á Vinstri grænum að þau eru farin að þjást verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu. Útspilið um lækkun veiðigjalda, sem hyglar stórum fyrirtækjum í sjávarútvegi, gat ekki annað en valdið ógleði innan raða Vinstri grænna. Það hlýtur að hafa aukið mjög á þessa vanlíðan að einn þingmanna flokksins er formaður atvinnuveganefndar en meirihluti hennar lagði frumvarpið fram. Vinstri græn reyndu að réttlæta stuðning sinn við frumvarpið með hjali um umhyggju sína fyrir minni fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá umhyggju hefði þurft að sýna í annars konar aðgerðum en þeim að leggja fram og styðja frumvarp þar sem tíu stærstu útgerðirnar áttu að fá um helming lækkunarinnar. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera sérlega næm á þjáningar Vinstri grænna og þótt þessir tveir flokkar séu á ýmsan hátt velviljaðir þeim sem eiga bágt vilja þeir fremur auka vanlíðan Vinstri grænna en draga úr henni. Allavega hömuðust þessir flokkar á Vinstri grænum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í vikunni, enda ekki vanþörf á að veita tiltal flokki sem hefur frá stjórnarmyndun tölt á eftir Sjálfstæðisflokknum, vansæll og niðurlútur. Það er hörmungarsjón. Vinstri græn er flokkur sem allt frá stofnun hefur hamrað á mikilvægi þess að jafna kjörin, rétta hag þeirra sem minnst eiga og skapa þannig réttlátara samfélag. Það er sannarlega komin upp óvænt staða þegar flokkurinn leggst á árar með Sjálfstæðisflokknum í því að greiða götu útgerðarauðvaldsins. Ólíklegt er að þjóðin sé sammála því að sá samfélagshópur þurfi á alveg sérstökum stuðningi að halda. Forsvarsmenn stórútgerðarinnar hafa verið iðnir við það síðustu ár að greiða sér ríflegan arð. Þeir sem slíkt gera líða ekki skort, samt þagnar grátkór útgerðarinnar svo að segja aldrei, heldur barmar sér stöðugt. Ætíð getur hann svo leitað huggunar og skjóls í náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins og mætt þar djúpum og innilegum skilningi og ekta blíðu. Hin harða gagnrýni sem Vinstri græn hafa orðið að þola vegna þjónkunar sinnar við útgerðarauðvaldið og Sjálfstæðisflokkinn hefur orðið til þess að nú er flokkurinn að hrökklast frá málinu og er með því að reyna að bjarga heiðri sínum. Kjósendur bíða svo spenntir eftir því hvernig flokkurinn muni bregðast við þegar sjávarútvegsráðherra leggur í fyllingu tímans fram nýtt frumvarp um veiðigjöld þar sem stórútgerðinni verður vafalítið hyglað. Flest bendir til að þrautaganga Vinstri grænna í þessu ríkisstjórnarsamstarfi sé hafin. Rík ástæða er til að ætla að hún muni enda með ósköpum.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun