Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 12:19 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AP Íbúar Suður-Kóreu eru í senn vongóðir og fullir efasemda um fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. Yfirvöld Suður-Kóreu freista þess nú að byrja fund leiðtoganna í Singapúr á því að binda formlega enda á Kóreustríðið með friðarsamkomulagi. Samið var um vopnahlé árið 1953 en friðarsamkomulag var aldrei gert og því hafa Norður- og Suður-Kóreu tæknilega verið í stríði í tæp 70 ár. Í Suður-Kóreu hefur fólk þó séð yfirvöld Norður-Kóreu gagna að baki orða sinna áður og óttast að slíkt hið sama gæti gerst nú. Blaðamenn AP ræddu við íbúa um fund Trump og Kim.Þar lýsti fólk blendnum tilfinningum fyrir fundinn. Einn viðmælandi sagði Suður-Kóreumenn í rauninni ekki vita hvað Kim vildi fá út úr fundinum en vonaðist hann til þess að Norður-Kórea mundi láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Annar sló á svipaða strengi og sagði andrúmsloftið á Kóreuskaganum mun betra en það var í fyrra þegar Norður-Kórea skaut hverri eldflauginni á loft á fætur annarri og hótaði stríði. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Suður-Kóreu sagði í gær að viðræður um formlegt friðarsamkomulag væru þegar hafnar. Embættismenn frá Bandaríkjunum, og Kóreuríkjunum báðum væru að ræða leiðir til að binda enda á stríðið.Hann sagði þó að þær viðræður ættu sér stað samhliða viðræðum um kjarnorkuvopn Norður-Kóreu og önnur öryggisatriði. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Íbúar Suður-Kóreu eru í senn vongóðir og fullir efasemda um fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. Yfirvöld Suður-Kóreu freista þess nú að byrja fund leiðtoganna í Singapúr á því að binda formlega enda á Kóreustríðið með friðarsamkomulagi. Samið var um vopnahlé árið 1953 en friðarsamkomulag var aldrei gert og því hafa Norður- og Suður-Kóreu tæknilega verið í stríði í tæp 70 ár. Í Suður-Kóreu hefur fólk þó séð yfirvöld Norður-Kóreu gagna að baki orða sinna áður og óttast að slíkt hið sama gæti gerst nú. Blaðamenn AP ræddu við íbúa um fund Trump og Kim.Þar lýsti fólk blendnum tilfinningum fyrir fundinn. Einn viðmælandi sagði Suður-Kóreumenn í rauninni ekki vita hvað Kim vildi fá út úr fundinum en vonaðist hann til þess að Norður-Kórea mundi láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Annar sló á svipaða strengi og sagði andrúmsloftið á Kóreuskaganum mun betra en það var í fyrra þegar Norður-Kórea skaut hverri eldflauginni á loft á fætur annarri og hótaði stríði. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Suður-Kóreu sagði í gær að viðræður um formlegt friðarsamkomulag væru þegar hafnar. Embættismenn frá Bandaríkjunum, og Kóreuríkjunum báðum væru að ræða leiðir til að binda enda á stríðið.Hann sagði þó að þær viðræður ættu sér stað samhliða viðræðum um kjarnorkuvopn Norður-Kóreu og önnur öryggisatriði.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira