Trump segist ekki þurfa mikinn undirbúning fyrir fundinn með Kim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2018 23:30 Shinzo Abe og Donald Trump héldu sameiginlegan blaðamannafund fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki þurfa mikinn undirbúning í aðdraganda leiðtogafundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Ráðgjafar Trump eru sagðir hafa áhyggjur undirbúningi hans yrir fundinn. „Ég held að ég sé mjög vel undirbúinn en ég held að ég þurfi ekki mikinn undirbúning,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, í dag. „Þetta snýst um viðhorf. Að maður sé tilbúinn til þess að láta hluti gerast.“ Nú styttist óðum í fund leiðtoganna tveggja en fundurinn verður haldinn 12. júní næstkomandi. Hafa ráðgjafar Trump reynt að undirbúa hann vel fyrir fundinn.Í frétt CNN segir að þeir hafi útbúið kynningarefni fyrir hann svo hann geti kynnt sér kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu og mat njósnastofnanna Bandaríkjanna á Kim Jong-un. Allt svo að Trump verði sem best undirbúinn fyrir fundinn.Sagður telja sig þekkja Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta í Asíu Segir einnig í frétt CNN að ráðgjafar hans hafi hins vegar áhyggjur af því að Trump sé ekki að meðtaka kynningarefnið og ætli sér að mæta á fundinn án þess að vera nógu vel undirbúinn, að þeirra matiTrump bætti þó við á blaðamannafundinum að hann hafi verið að undirbúa sig undir fundinn í lengri tíma, án þess þó að tiltaka í hverju sá undirbúningur hafi falist.Í frétt CNN er Trump sagður hafa hreykt sér af því við nána samstarfsmenn sína að hann búi yfir miklum skilning á Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta hans í Asíu. Þá hefur Trump lengi haldið því fram að hann sé einstakur samningamaður.Hvort það skilar sér í góðum samningi fyrir Bandaríkin, Norður-Kóreu eða heimsbyggðina verður að koma í ljós en ljóst er að fundurinn verður sögulegur, hvernig sem fer, eftir áratuga löng stirð samskipti milli ríkjanna tveggja. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19 Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki þurfa mikinn undirbúning í aðdraganda leiðtogafundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Ráðgjafar Trump eru sagðir hafa áhyggjur undirbúningi hans yrir fundinn. „Ég held að ég sé mjög vel undirbúinn en ég held að ég þurfi ekki mikinn undirbúning,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, í dag. „Þetta snýst um viðhorf. Að maður sé tilbúinn til þess að láta hluti gerast.“ Nú styttist óðum í fund leiðtoganna tveggja en fundurinn verður haldinn 12. júní næstkomandi. Hafa ráðgjafar Trump reynt að undirbúa hann vel fyrir fundinn.Í frétt CNN segir að þeir hafi útbúið kynningarefni fyrir hann svo hann geti kynnt sér kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu og mat njósnastofnanna Bandaríkjanna á Kim Jong-un. Allt svo að Trump verði sem best undirbúinn fyrir fundinn.Sagður telja sig þekkja Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta í Asíu Segir einnig í frétt CNN að ráðgjafar hans hafi hins vegar áhyggjur af því að Trump sé ekki að meðtaka kynningarefnið og ætli sér að mæta á fundinn án þess að vera nógu vel undirbúinn, að þeirra matiTrump bætti þó við á blaðamannafundinum að hann hafi verið að undirbúa sig undir fundinn í lengri tíma, án þess þó að tiltaka í hverju sá undirbúningur hafi falist.Í frétt CNN er Trump sagður hafa hreykt sér af því við nána samstarfsmenn sína að hann búi yfir miklum skilning á Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta hans í Asíu. Þá hefur Trump lengi haldið því fram að hann sé einstakur samningamaður.Hvort það skilar sér í góðum samningi fyrir Bandaríkin, Norður-Kóreu eða heimsbyggðina verður að koma í ljós en ljóst er að fundurinn verður sögulegur, hvernig sem fer, eftir áratuga löng stirð samskipti milli ríkjanna tveggja.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19 Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira
Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02
Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19
Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49