Íslandsstofa tafði fyrir sátt um þinglok Sveinn Arnarsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir í pontu Alþingis á síðustu dögum þingsins. Vísir/VIlhelm Einungis vantaði herslumuninn að flokkarnir á Alþingi næðu samkomulagi um þingmál og þar með um þinglok, þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Fundir formanna og þingflokksformanna hafa verið æði margir þessa vikuna þar sem reynt hefur verið að ná sáttum um þinglok. Gærdagurinn fór allur í samningaviðræður milli formanna á meðan óbreyttir þingmenn ræddu sín á milli um ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar. Frumvarp um breytt rekstrarform Íslandsstofu og ný lög um dómstól um endurupptöku dómsmála hafa vafist hvað mest fyrir flokkunum í samningaviðræðunum. Frumvarpið um Íslandsstofu hefur til að mynda verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni. Frumvarpið hefur í för með sér að Íslandsstofa verði færð í sjálfseignarstofnun sem fimm stýra. Þrír frá Samtökum atvinnulífsins og tveir frá hinu opinbera. Markaðar tekjur stofnunarinnar yrðu um 1,2 milljarðar króna árlega og stofan undanskilin upplýsingalögum, sem mælist ekki vel fyrir hjá stjórnarandstöðunni. Að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem blaðið ræddi við hafði samvinna minnihlutans verið með ágætum í þessari samningalotu við stjórnarliða um þinglok. Stjórnarandstaðan hafi mætti til samninga sem einn maður. Að þeirra mati hafi stjórnarliðar hins vegar ekki verið samstíga um hvaða mál meirihlutinn legði áherslu á í sínum kröfum við minnihlutann. Það hafi tafið verkefnið nokkuð. Unnið hefur verið að samningum um önnur mál sem út af stóðu og gekk það vel í gær. Fundi verður framhaldið á Alþingi í dag. Þingmenn þurfa nokkra daga til að ljúka þingi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Einungis vantaði herslumuninn að flokkarnir á Alþingi næðu samkomulagi um þingmál og þar með um þinglok, þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Fundir formanna og þingflokksformanna hafa verið æði margir þessa vikuna þar sem reynt hefur verið að ná sáttum um þinglok. Gærdagurinn fór allur í samningaviðræður milli formanna á meðan óbreyttir þingmenn ræddu sín á milli um ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar. Frumvarp um breytt rekstrarform Íslandsstofu og ný lög um dómstól um endurupptöku dómsmála hafa vafist hvað mest fyrir flokkunum í samningaviðræðunum. Frumvarpið um Íslandsstofu hefur til að mynda verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni. Frumvarpið hefur í för með sér að Íslandsstofa verði færð í sjálfseignarstofnun sem fimm stýra. Þrír frá Samtökum atvinnulífsins og tveir frá hinu opinbera. Markaðar tekjur stofnunarinnar yrðu um 1,2 milljarðar króna árlega og stofan undanskilin upplýsingalögum, sem mælist ekki vel fyrir hjá stjórnarandstöðunni. Að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem blaðið ræddi við hafði samvinna minnihlutans verið með ágætum í þessari samningalotu við stjórnarliða um þinglok. Stjórnarandstaðan hafi mætti til samninga sem einn maður. Að þeirra mati hafi stjórnarliðar hins vegar ekki verið samstíga um hvaða mál meirihlutinn legði áherslu á í sínum kröfum við minnihlutann. Það hafi tafið verkefnið nokkuð. Unnið hefur verið að samningum um önnur mál sem út af stóðu og gekk það vel í gær. Fundi verður framhaldið á Alþingi í dag. Þingmenn þurfa nokkra daga til að ljúka þingi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00
Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00
Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00