Eyðileggja skjöl um Gúlagið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 09:30 Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi fyrirskipuðu árið 2014 að eyðileggja skyldi skjöl sem tengdust sovéska Gúlaginu. Þetta kemur fram í bréfi sem Róman Rómanov, framkvæmdastjóri Gúlagsafnsins í Moskvu, sendi Vladímír Pútín forseta og Míkhaíl Fedotov, formanni mannréttindaráðs Rússlands. Lettnesk-rússneski miðillinn Medusa fjallaði um málið í gær og sagði að Sovétríkin hefðu geymt skjöl um skráningu fanga sem létu lífið í Gúlaginu en skjölunum hafi verið fargað ef fangar lifðu vistina af. Þeir fangar sem lifðu vistina af fengu svo sérstakt skírteini um vistina og meðal annars þau skírteini eru rússnesk yfirvöld nú sögð eyðileggja. Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Þá verði erfiðara fyrir Rússa að komast að því hvað varð um ættingja sína sem sendir voru í Gúlagið. Alexander Makejev, sem sér um skjalsafn Gúlagsafnsins, sagði við Interfax í gær að hann hefði uppgötvað hina leynilegu skipun og komst einnig að því að nú þegar hefði slíkum skjölum verið eytt í Magadan-héraði, þar sem einar stærstu fangabúðir Sovétríkjanna voru. Fedotov sagði í viðtali við Kommersant að hann myndi rannsaka málið sérstaklega. „Þetta er grundvallaratriði. Við erum að tala um sögufölsun. Þegar skjölin eru til staðar er nær ómögulegt að falsa þau en þegar engin skjöl eru til staðar er hægt að segja hvað sem maður vill,“ sagði Fedotov. Vladímír Sjírínovskí, formaður þjóðernishyggjuflokksins Frjálslyndra demókrata, gagnrýndi aðgerðirnar í gær og sagði að upplýsingar sem þessar ætti að opinbera, þeim ætti ekki að eyða. Rússar ættu að vita sannleikann um fortíð ríkisins. – þea Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi fyrirskipuðu árið 2014 að eyðileggja skyldi skjöl sem tengdust sovéska Gúlaginu. Þetta kemur fram í bréfi sem Róman Rómanov, framkvæmdastjóri Gúlagsafnsins í Moskvu, sendi Vladímír Pútín forseta og Míkhaíl Fedotov, formanni mannréttindaráðs Rússlands. Lettnesk-rússneski miðillinn Medusa fjallaði um málið í gær og sagði að Sovétríkin hefðu geymt skjöl um skráningu fanga sem létu lífið í Gúlaginu en skjölunum hafi verið fargað ef fangar lifðu vistina af. Þeir fangar sem lifðu vistina af fengu svo sérstakt skírteini um vistina og meðal annars þau skírteini eru rússnesk yfirvöld nú sögð eyðileggja. Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Þá verði erfiðara fyrir Rússa að komast að því hvað varð um ættingja sína sem sendir voru í Gúlagið. Alexander Makejev, sem sér um skjalsafn Gúlagsafnsins, sagði við Interfax í gær að hann hefði uppgötvað hina leynilegu skipun og komst einnig að því að nú þegar hefði slíkum skjölum verið eytt í Magadan-héraði, þar sem einar stærstu fangabúðir Sovétríkjanna voru. Fedotov sagði í viðtali við Kommersant að hann myndi rannsaka málið sérstaklega. „Þetta er grundvallaratriði. Við erum að tala um sögufölsun. Þegar skjölin eru til staðar er nær ómögulegt að falsa þau en þegar engin skjöl eru til staðar er hægt að segja hvað sem maður vill,“ sagði Fedotov. Vladímír Sjírínovskí, formaður þjóðernishyggjuflokksins Frjálslyndra demókrata, gagnrýndi aðgerðirnar í gær og sagði að upplýsingar sem þessar ætti að opinbera, þeim ætti ekki að eyða. Rússar ættu að vita sannleikann um fortíð ríkisins. – þea
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira