Eyðileggja skjöl um Gúlagið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 09:30 Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi fyrirskipuðu árið 2014 að eyðileggja skyldi skjöl sem tengdust sovéska Gúlaginu. Þetta kemur fram í bréfi sem Róman Rómanov, framkvæmdastjóri Gúlagsafnsins í Moskvu, sendi Vladímír Pútín forseta og Míkhaíl Fedotov, formanni mannréttindaráðs Rússlands. Lettnesk-rússneski miðillinn Medusa fjallaði um málið í gær og sagði að Sovétríkin hefðu geymt skjöl um skráningu fanga sem létu lífið í Gúlaginu en skjölunum hafi verið fargað ef fangar lifðu vistina af. Þeir fangar sem lifðu vistina af fengu svo sérstakt skírteini um vistina og meðal annars þau skírteini eru rússnesk yfirvöld nú sögð eyðileggja. Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Þá verði erfiðara fyrir Rússa að komast að því hvað varð um ættingja sína sem sendir voru í Gúlagið. Alexander Makejev, sem sér um skjalsafn Gúlagsafnsins, sagði við Interfax í gær að hann hefði uppgötvað hina leynilegu skipun og komst einnig að því að nú þegar hefði slíkum skjölum verið eytt í Magadan-héraði, þar sem einar stærstu fangabúðir Sovétríkjanna voru. Fedotov sagði í viðtali við Kommersant að hann myndi rannsaka málið sérstaklega. „Þetta er grundvallaratriði. Við erum að tala um sögufölsun. Þegar skjölin eru til staðar er nær ómögulegt að falsa þau en þegar engin skjöl eru til staðar er hægt að segja hvað sem maður vill,“ sagði Fedotov. Vladímír Sjírínovskí, formaður þjóðernishyggjuflokksins Frjálslyndra demókrata, gagnrýndi aðgerðirnar í gær og sagði að upplýsingar sem þessar ætti að opinbera, þeim ætti ekki að eyða. Rússar ættu að vita sannleikann um fortíð ríkisins. – þea Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi fyrirskipuðu árið 2014 að eyðileggja skyldi skjöl sem tengdust sovéska Gúlaginu. Þetta kemur fram í bréfi sem Róman Rómanov, framkvæmdastjóri Gúlagsafnsins í Moskvu, sendi Vladímír Pútín forseta og Míkhaíl Fedotov, formanni mannréttindaráðs Rússlands. Lettnesk-rússneski miðillinn Medusa fjallaði um málið í gær og sagði að Sovétríkin hefðu geymt skjöl um skráningu fanga sem létu lífið í Gúlaginu en skjölunum hafi verið fargað ef fangar lifðu vistina af. Þeir fangar sem lifðu vistina af fengu svo sérstakt skírteini um vistina og meðal annars þau skírteini eru rússnesk yfirvöld nú sögð eyðileggja. Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Þá verði erfiðara fyrir Rússa að komast að því hvað varð um ættingja sína sem sendir voru í Gúlagið. Alexander Makejev, sem sér um skjalsafn Gúlagsafnsins, sagði við Interfax í gær að hann hefði uppgötvað hina leynilegu skipun og komst einnig að því að nú þegar hefði slíkum skjölum verið eytt í Magadan-héraði, þar sem einar stærstu fangabúðir Sovétríkjanna voru. Fedotov sagði í viðtali við Kommersant að hann myndi rannsaka málið sérstaklega. „Þetta er grundvallaratriði. Við erum að tala um sögufölsun. Þegar skjölin eru til staðar er nær ómögulegt að falsa þau en þegar engin skjöl eru til staðar er hægt að segja hvað sem maður vill,“ sagði Fedotov. Vladímír Sjírínovskí, formaður þjóðernishyggjuflokksins Frjálslyndra demókrata, gagnrýndi aðgerðirnar í gær og sagði að upplýsingar sem þessar ætti að opinbera, þeim ætti ekki að eyða. Rússar ættu að vita sannleikann um fortíð ríkisins. – þea
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira