„Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2018 22:26 Strákarnir okkar fyrir framan vél Icelandair rétt fyrir brottför frá Keflavík í morgun. Vísir/Vilhelm Martin Hermannsson, landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta og húmoristi, fylgist vel með ferðalagi karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM. Martin er sjállur afar liðtækur knattspyrnumaður og aldrei að vita hve langt hann hefði náð hefði hann valið fótboltann fram yfir körfuboltann. Strákarnir héldu frá Keflavík í dag, klæddir í sitt fínasta púss. Um er að ræða sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum og var þeim vel fagnað í Leifsstöð við brottför. Var smellt í klassíska mynd við flugvélina en þar gripu bindishnútar nokkurra leikmanna auga Martins. „Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp,“ segir Martin á Twitter og „taggar“ föður sinn, Hermann Hauksson. Hermann, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og sérfræðingur í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, starfar í Boss búðinni. Hann leggur mikið upp úr því að vera vel til fara og má sannarlega kalla tískulöggu. Þegar þetta er skrifað hefur Hermann ekki svarað kalli sonar síns en tístið hefur vakið mikla athygli og virðast margir hafa húmor fyrir því. Meðal annars Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, sem deilir tístinu. Þó ekki FH-ingurinn Rósmundur Magnússon. Hann tekur gríni Martins ekkert sérstaklega vel og spyr hvort bindishnútar strákanna í körfuboltalandsliðinu hafi verið í lagi þegar liðið fór á EM í Finnlandi. Okkar menn í körfunni töpuðu leikjum sínum fimm.Tístið hjá Martin má sjá hér að neðan. Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp. @HemmiHaukspic.twitter.com/g8CDgwzP7k — Martin Hermannsson (@hermannsson15) June 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Martin Hermannsson, landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta og húmoristi, fylgist vel með ferðalagi karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM. Martin er sjállur afar liðtækur knattspyrnumaður og aldrei að vita hve langt hann hefði náð hefði hann valið fótboltann fram yfir körfuboltann. Strákarnir héldu frá Keflavík í dag, klæddir í sitt fínasta púss. Um er að ræða sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum og var þeim vel fagnað í Leifsstöð við brottför. Var smellt í klassíska mynd við flugvélina en þar gripu bindishnútar nokkurra leikmanna auga Martins. „Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp,“ segir Martin á Twitter og „taggar“ föður sinn, Hermann Hauksson. Hermann, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og sérfræðingur í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, starfar í Boss búðinni. Hann leggur mikið upp úr því að vera vel til fara og má sannarlega kalla tískulöggu. Þegar þetta er skrifað hefur Hermann ekki svarað kalli sonar síns en tístið hefur vakið mikla athygli og virðast margir hafa húmor fyrir því. Meðal annars Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, sem deilir tístinu. Þó ekki FH-ingurinn Rósmundur Magnússon. Hann tekur gríni Martins ekkert sérstaklega vel og spyr hvort bindishnútar strákanna í körfuboltalandsliðinu hafi verið í lagi þegar liðið fór á EM í Finnlandi. Okkar menn í körfunni töpuðu leikjum sínum fimm.Tístið hjá Martin má sjá hér að neðan. Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp. @HemmiHaukspic.twitter.com/g8CDgwzP7k — Martin Hermannsson (@hermannsson15) June 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira