Kjallari einkamálanna Bjarni Karlsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Við erum að lifa merkilegt breytingaskeið þegar mál sem áður þóttu blygðunarefni eru dregin fram í almannarýmið. M.a. stafar þetta af því að við skiljum betur nú en áður hvernig allt er innbyrðis tengt og háð. Lífsmáti annarra hefur áhrif á mig og kemur mér við. Ofurlaun eru ekkert einkamál, ofbeldi á heimili eða vinnustað er heldur ekki einkamál, sóðaskapur eins bitnar á öllum og ef einhver sem er að þjást af alvarlegum sjúkdómi vill segja sögu sína opinberlega þá er það líka alveg viðeigandi. Skilin milli opinbers og einka eru orðin að félags-pólitísku samkomulagi og það er heilbrigt. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur vakið athygli á enn einu óafgreiddu ranglætismálinu sem ekki verður undan vikist að taka til skoðunar í gegnum taugakerfi þjóðarinnar og varðar hinn svonefnda Ungmennadómstól sem fjallaði um samskipti íslenskra kvenna við hernámsliðið í seinni heimsstyrjöldinni. Vitundarvakningin snýst um að losna við grjótið úr vösunum og móta sanngjarnari leikreglur í einkalífi jafnt sem opinberu lífi. Það er hins vegar stór galli hvað þau sem hlaupið hafa á sig eða drýgt glæpi eiga lítinn séns. Þegar við hættum meðvirkninni og byrjuðum að rífa múrinn milli einkarýmisins og opinbera rýmisins er eins og við höfum skilið eftir lítið hólf í kjallara einkamálanna þar sem allar hugmyndir um endurreisn fólks og fyrirgefningu misgjörða eru kyrfilega bannaðar. Fátt er nú álitið meiri dónaskapur en að boða fyrirgefningu synda. Vandinn er sá að samfélag sem tekur ekki mark á iðrun og yfirbót, hæðist að krafti fyrirgefningarinnar og rænir hinn seka möguleikanum á að rísa á fætur, mun aldrei losna við skömmina úr sálinni því það kann bara að lýsa henni en ekki að lækna hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við erum að lifa merkilegt breytingaskeið þegar mál sem áður þóttu blygðunarefni eru dregin fram í almannarýmið. M.a. stafar þetta af því að við skiljum betur nú en áður hvernig allt er innbyrðis tengt og háð. Lífsmáti annarra hefur áhrif á mig og kemur mér við. Ofurlaun eru ekkert einkamál, ofbeldi á heimili eða vinnustað er heldur ekki einkamál, sóðaskapur eins bitnar á öllum og ef einhver sem er að þjást af alvarlegum sjúkdómi vill segja sögu sína opinberlega þá er það líka alveg viðeigandi. Skilin milli opinbers og einka eru orðin að félags-pólitísku samkomulagi og það er heilbrigt. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur vakið athygli á enn einu óafgreiddu ranglætismálinu sem ekki verður undan vikist að taka til skoðunar í gegnum taugakerfi þjóðarinnar og varðar hinn svonefnda Ungmennadómstól sem fjallaði um samskipti íslenskra kvenna við hernámsliðið í seinni heimsstyrjöldinni. Vitundarvakningin snýst um að losna við grjótið úr vösunum og móta sanngjarnari leikreglur í einkalífi jafnt sem opinberu lífi. Það er hins vegar stór galli hvað þau sem hlaupið hafa á sig eða drýgt glæpi eiga lítinn séns. Þegar við hættum meðvirkninni og byrjuðum að rífa múrinn milli einkarýmisins og opinbera rýmisins er eins og við höfum skilið eftir lítið hólf í kjallara einkamálanna þar sem allar hugmyndir um endurreisn fólks og fyrirgefningu misgjörða eru kyrfilega bannaðar. Fátt er nú álitið meiri dónaskapur en að boða fyrirgefningu synda. Vandinn er sá að samfélag sem tekur ekki mark á iðrun og yfirbót, hæðist að krafti fyrirgefningarinnar og rænir hinn seka möguleikanum á að rísa á fætur, mun aldrei losna við skömmina úr sálinni því það kann bara að lýsa henni en ekki að lækna hana.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun