Kjallari einkamálanna Bjarni Karlsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Við erum að lifa merkilegt breytingaskeið þegar mál sem áður þóttu blygðunarefni eru dregin fram í almannarýmið. M.a. stafar þetta af því að við skiljum betur nú en áður hvernig allt er innbyrðis tengt og háð. Lífsmáti annarra hefur áhrif á mig og kemur mér við. Ofurlaun eru ekkert einkamál, ofbeldi á heimili eða vinnustað er heldur ekki einkamál, sóðaskapur eins bitnar á öllum og ef einhver sem er að þjást af alvarlegum sjúkdómi vill segja sögu sína opinberlega þá er það líka alveg viðeigandi. Skilin milli opinbers og einka eru orðin að félags-pólitísku samkomulagi og það er heilbrigt. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur vakið athygli á enn einu óafgreiddu ranglætismálinu sem ekki verður undan vikist að taka til skoðunar í gegnum taugakerfi þjóðarinnar og varðar hinn svonefnda Ungmennadómstól sem fjallaði um samskipti íslenskra kvenna við hernámsliðið í seinni heimsstyrjöldinni. Vitundarvakningin snýst um að losna við grjótið úr vösunum og móta sanngjarnari leikreglur í einkalífi jafnt sem opinberu lífi. Það er hins vegar stór galli hvað þau sem hlaupið hafa á sig eða drýgt glæpi eiga lítinn séns. Þegar við hættum meðvirkninni og byrjuðum að rífa múrinn milli einkarýmisins og opinbera rýmisins er eins og við höfum skilið eftir lítið hólf í kjallara einkamálanna þar sem allar hugmyndir um endurreisn fólks og fyrirgefningu misgjörða eru kyrfilega bannaðar. Fátt er nú álitið meiri dónaskapur en að boða fyrirgefningu synda. Vandinn er sá að samfélag sem tekur ekki mark á iðrun og yfirbót, hæðist að krafti fyrirgefningarinnar og rænir hinn seka möguleikanum á að rísa á fætur, mun aldrei losna við skömmina úr sálinni því það kann bara að lýsa henni en ekki að lækna hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Við erum að lifa merkilegt breytingaskeið þegar mál sem áður þóttu blygðunarefni eru dregin fram í almannarýmið. M.a. stafar þetta af því að við skiljum betur nú en áður hvernig allt er innbyrðis tengt og háð. Lífsmáti annarra hefur áhrif á mig og kemur mér við. Ofurlaun eru ekkert einkamál, ofbeldi á heimili eða vinnustað er heldur ekki einkamál, sóðaskapur eins bitnar á öllum og ef einhver sem er að þjást af alvarlegum sjúkdómi vill segja sögu sína opinberlega þá er það líka alveg viðeigandi. Skilin milli opinbers og einka eru orðin að félags-pólitísku samkomulagi og það er heilbrigt. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur vakið athygli á enn einu óafgreiddu ranglætismálinu sem ekki verður undan vikist að taka til skoðunar í gegnum taugakerfi þjóðarinnar og varðar hinn svonefnda Ungmennadómstól sem fjallaði um samskipti íslenskra kvenna við hernámsliðið í seinni heimsstyrjöldinni. Vitundarvakningin snýst um að losna við grjótið úr vösunum og móta sanngjarnari leikreglur í einkalífi jafnt sem opinberu lífi. Það er hins vegar stór galli hvað þau sem hlaupið hafa á sig eða drýgt glæpi eiga lítinn séns. Þegar við hættum meðvirkninni og byrjuðum að rífa múrinn milli einkarýmisins og opinbera rýmisins er eins og við höfum skilið eftir lítið hólf í kjallara einkamálanna þar sem allar hugmyndir um endurreisn fólks og fyrirgefningu misgjörða eru kyrfilega bannaðar. Fátt er nú álitið meiri dónaskapur en að boða fyrirgefningu synda. Vandinn er sá að samfélag sem tekur ekki mark á iðrun og yfirbót, hæðist að krafti fyrirgefningarinnar og rænir hinn seka möguleikanum á að rísa á fætur, mun aldrei losna við skömmina úr sálinni því það kann bara að lýsa henni en ekki að lækna hana.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar