Dýrari leikskólar eru engin lausn Líf Magneudóttir skrifar 21. maí 2018 07:00 Foreldrar í Reykjavík þurfa að bíða í að minnsta kosti ár frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá boð um að byrja í leikskóla. Á sama tíma sjást merki um aukna streitu meðal ungra barna og ungmenna. Það á ekki að vera streituvaldandi að vera barn. Við getum ekki látið það viðgagnast. Við viljum að foreldrar fái lengra fæðingarorlof og hafi ekki áhyggjur af því hvað taki við að því loknu. Næg eru viðfangsefnin þegar fjölskyldur verða til og þær stækka og þá á flókið kerfi ekki að vera eitt af áhyggjuefnum þeirra. Því þurfum við að stórefla leikskólana til að geta opnað ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar og þar sem leikskólinn er fyrsta menntastigið viljum við líka að hann verði endurgjaldslaus. Leikskólagjöld eru fjárhagslegur baggi á barnafjölskyldur. Á yfirstandandi kjörtímabili tókum við mikilvægt skref í að létta undir með foreldrum ungra barna og við þurfum að halda því áfram.Hvernig brúum við bilið? Við viljum stofna ungbarnadeildir í borgarreknum leikskólum í öllum hverfum og með því að styðja við fagaðila á þessum sviðum getum við mótað skýra stefnu og brúað umönnunarbilið. Við viljum sterkari leikskóla. Einungis þriðjungur starfsfólks er fagmenntaður. Ég hef lagt ríka áherslu á það að kjör fjölmennra kvennastétta sem annast börnin okkar, fagmenntaðs og ófagmenntaðs starfsfólks leikskólanna, verði að bæta. Starfsfólk hefur mikinn metnað fyrir að halda uppi faglegu starfi en til að það sé mögulegt þarf að styrkja leikskólana, minnka álag og styrkja ófagmenntað fólk til að mennta sig sem leikskólakennarar. Sumir flokkar hafa lagt það til að lausnin sé að hækka leikskólagjöldin. Því er ég algerlega ósammála. Öll börn eiga að komast að á fyrsta flokks borgarrekinn leikskóla óháð efnahag foreldra þeirra.Við verðum að gera betur! Við Vinstri græn höfum sett leikskólamálin á oddinn í öllum kosningum. Þessar kosningar eru engin undantekning. Forgangsröðun okkar er skýr. Börn og menntun barna er ávallt í forgangi. Við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu fjölskyldur barna og bæta kjör starfsfólks á leikskólum. Berum virðingu fyrir þeirri góðu vinnu sem starfsfólk leikskóla innir af hendi og sýnum að við kunnum að meta hana. Því þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert mikilvægara en að búa börnum öruggt og gott umhverfi í Reykjavík. Með ykkar stuðningi við Vinstri græn 26. maí verður málefnum leikskólanna gert hærra undir höfði. Við ætlum að styrkja og bæta þjónustuna og kjör starfsfólks og við ætlum að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra eigi sterkan málsvara í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.Líf Magnuedóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórrnarkosningunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar í Reykjavík þurfa að bíða í að minnsta kosti ár frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá boð um að byrja í leikskóla. Á sama tíma sjást merki um aukna streitu meðal ungra barna og ungmenna. Það á ekki að vera streituvaldandi að vera barn. Við getum ekki látið það viðgagnast. Við viljum að foreldrar fái lengra fæðingarorlof og hafi ekki áhyggjur af því hvað taki við að því loknu. Næg eru viðfangsefnin þegar fjölskyldur verða til og þær stækka og þá á flókið kerfi ekki að vera eitt af áhyggjuefnum þeirra. Því þurfum við að stórefla leikskólana til að geta opnað ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar og þar sem leikskólinn er fyrsta menntastigið viljum við líka að hann verði endurgjaldslaus. Leikskólagjöld eru fjárhagslegur baggi á barnafjölskyldur. Á yfirstandandi kjörtímabili tókum við mikilvægt skref í að létta undir með foreldrum ungra barna og við þurfum að halda því áfram.Hvernig brúum við bilið? Við viljum stofna ungbarnadeildir í borgarreknum leikskólum í öllum hverfum og með því að styðja við fagaðila á þessum sviðum getum við mótað skýra stefnu og brúað umönnunarbilið. Við viljum sterkari leikskóla. Einungis þriðjungur starfsfólks er fagmenntaður. Ég hef lagt ríka áherslu á það að kjör fjölmennra kvennastétta sem annast börnin okkar, fagmenntaðs og ófagmenntaðs starfsfólks leikskólanna, verði að bæta. Starfsfólk hefur mikinn metnað fyrir að halda uppi faglegu starfi en til að það sé mögulegt þarf að styrkja leikskólana, minnka álag og styrkja ófagmenntað fólk til að mennta sig sem leikskólakennarar. Sumir flokkar hafa lagt það til að lausnin sé að hækka leikskólagjöldin. Því er ég algerlega ósammála. Öll börn eiga að komast að á fyrsta flokks borgarrekinn leikskóla óháð efnahag foreldra þeirra.Við verðum að gera betur! Við Vinstri græn höfum sett leikskólamálin á oddinn í öllum kosningum. Þessar kosningar eru engin undantekning. Forgangsröðun okkar er skýr. Börn og menntun barna er ávallt í forgangi. Við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu fjölskyldur barna og bæta kjör starfsfólks á leikskólum. Berum virðingu fyrir þeirri góðu vinnu sem starfsfólk leikskóla innir af hendi og sýnum að við kunnum að meta hana. Því þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert mikilvægara en að búa börnum öruggt og gott umhverfi í Reykjavík. Með ykkar stuðningi við Vinstri græn 26. maí verður málefnum leikskólanna gert hærra undir höfði. Við ætlum að styrkja og bæta þjónustuna og kjör starfsfólks og við ætlum að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra eigi sterkan málsvara í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.Líf Magnuedóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórrnarkosningunum
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun