Vegfarendur skutu vopnaðan mann til bana Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 09:04 Frá veitingahúsinu í Oklahoma. Vísir/AP Lögreglan í Oklahoma hefur lofað tvo menn sem skutu árásarmann til bana á fimmtudaginn. Hinn 28 ára gamli Alexander Tilghman er sagður hafa skotið að gestum veitingastaðar í Oklahoma-borg en tveir menn, sem þekktu ekki hvorn annan, náðu í skotvopn í bíla sína og skutu Tilghman til bana, sem þá hafði skotið þrjá einstaklinga. Að Tilghman undanskildum lét enginn lífið í atvikinu. Þeir Juan Carlos Nazario og Bryan Wittle eru sagðir hafa brugðist rétt við og hefur þeim verið hrósað fyrir að koma mögulega í veg fyrir fjölda dauðsfalla. Lögreglustjórinn Bo Mathews segir að Tilghman virðist hafa valið veitingastaðinn af handahófi og hann hafi ekki þekkt neinn þar. Þá hafi hann skotið inn um dyr veitingastaðarins og hann hafi ekki komist þar inn. Mathews segir að líklega hefði farið mun verr ef Tilghman hefði farið þar inn. Um hundrað manns voru inn í veitingahúsinu. FOX 25 News segir Tilghman hafa reglulega birt myndbönd á Youtube þar sem hann kvartaði yfir árásum djöfla. Hann hafi kvartað undan andsetnum íkorna og jafnvel ísskáp. Í síðasta myndbandi sínu, sem birt var fyrir nokkrum vikum, sagðist Tilghman vera undir harðri árás djöfla og hann þyrfti nauðsynlega á raunverulegu fólki að halda. Hann bað fólk um að setja sig í samband við hann. Tilghman virðist hafa talið flesta, ef ekki alla, í kringum sig vera andsetin klón og að hann væri einn af fáum raunverulegum manneskjum í heiminum. Lögreglan hafði einungis einu sinni haft afskipti af honum og var það árið 2003 þegar móðir hans sagði hann hafa kýlt sig nokkrum sinnnum vegna deilna um ryksugu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir.BBC bendir á að stærstu samtök byssueigenda Bandaríkjanna, National Rifle Association, hafi hyllt þeim Nazario og Wittle. Samtökin segja atvikið vera „enn eitt dæmið“ um hvernig besta leiðin til að stöðva vondan mann með byssu sé „góður maður með byssu“. Tilghman var þó með réttindi öryggisvarðar og hafði leyfi til að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Lögreglan í Oklahoma hefur lofað tvo menn sem skutu árásarmann til bana á fimmtudaginn. Hinn 28 ára gamli Alexander Tilghman er sagður hafa skotið að gestum veitingastaðar í Oklahoma-borg en tveir menn, sem þekktu ekki hvorn annan, náðu í skotvopn í bíla sína og skutu Tilghman til bana, sem þá hafði skotið þrjá einstaklinga. Að Tilghman undanskildum lét enginn lífið í atvikinu. Þeir Juan Carlos Nazario og Bryan Wittle eru sagðir hafa brugðist rétt við og hefur þeim verið hrósað fyrir að koma mögulega í veg fyrir fjölda dauðsfalla. Lögreglustjórinn Bo Mathews segir að Tilghman virðist hafa valið veitingastaðinn af handahófi og hann hafi ekki þekkt neinn þar. Þá hafi hann skotið inn um dyr veitingastaðarins og hann hafi ekki komist þar inn. Mathews segir að líklega hefði farið mun verr ef Tilghman hefði farið þar inn. Um hundrað manns voru inn í veitingahúsinu. FOX 25 News segir Tilghman hafa reglulega birt myndbönd á Youtube þar sem hann kvartaði yfir árásum djöfla. Hann hafi kvartað undan andsetnum íkorna og jafnvel ísskáp. Í síðasta myndbandi sínu, sem birt var fyrir nokkrum vikum, sagðist Tilghman vera undir harðri árás djöfla og hann þyrfti nauðsynlega á raunverulegu fólki að halda. Hann bað fólk um að setja sig í samband við hann. Tilghman virðist hafa talið flesta, ef ekki alla, í kringum sig vera andsetin klón og að hann væri einn af fáum raunverulegum manneskjum í heiminum. Lögreglan hafði einungis einu sinni haft afskipti af honum og var það árið 2003 þegar móðir hans sagði hann hafa kýlt sig nokkrum sinnnum vegna deilna um ryksugu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir.BBC bendir á að stærstu samtök byssueigenda Bandaríkjanna, National Rifle Association, hafi hyllt þeim Nazario og Wittle. Samtökin segja atvikið vera „enn eitt dæmið“ um hvernig besta leiðin til að stöðva vondan mann með byssu sé „góður maður með byssu“. Tilghman var þó með réttindi öryggisvarðar og hafði leyfi til að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira