„Marcus þurfti hjálp, ekki dauða“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 13:37 Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Vísir/AP Lögreglan í Richmond í Bandaríkjunum birti í gær myndband af því þegar lögregluþjónn skaut nakinn og óvopnaðan mann til bana. Atvikið átti sér stað þann 14. maí eftir að hinn 24 ára gamli Marcus Peters hafði hlaupið nakinn um hraðbraut og veist að lögregluþjóninum sem skaut hann. Alfred Duham, lögreglustjóri, sagði að ákvörðun hefði verið tekin að birta myndbandið vegna rangfærslna um atvikið. Bað hann íbúa um tíma til að klára rannsókn á málinu. Á myndbandinu má sjá hvernig Peters veittist að lögregluþjóninum og hótaði að drepa hann. Lögregluþjónninn beitti rafbyssu gegn Peters sem virtist ekki virka. Þegar Peters réðst að honum í annað sinn skaut lögregluþjónninn hann tvisvar sinnum. Peters starfaði sem kennari og átti ekki við geðræn vandamál að stríða. Fjölskylda Peters segir myndbandið sýna að hann hafi þurft á hjálp að halda. Ekki dauða.Fór til að hitta samstarfsmann Peters mun hafa komið við á hóteli fyrr um daginn þar sem hann starfaði sem öryggisvörður um helgar. Samkvæmt frétt CBS 6 hafði hann sagt kærustu sinni að hann þyrfti að ræða við samstarfsmann þar.Á öryggismyndavélum sést að hann mætti klæddur á hótelið en yfirgaf það nakinn og fór hann upp í bíl sinn og keyrði á brott. Þá var búið að hringja á lögregluna. Lögregluþjónninn Michael Nyantakyi var á leið á vettvang þegar hann sá Peters keyra á annan bíl og flýja. Þegar myndbandið hefst var Nyantakyi að nálgast bíl Peters og sagði hann í talstöð sína að Peters virðist vera í ójafnvægi. Þá stökk Peters úr bíl sínum og hljóp út á hraðbraut. Þar varð hann fyrir bíl og velti hann sér fram og til baka á veginum. Að endingu stóð hann upp og nálgaðist Nyantakyi. „Leggðu frá þér rafbyssuna eða ég drep þig,“ sagði hann. Lögregluþjónninn skaut úr rafbyssunni en skotið virkaði ekki sem skyldi. Stutt átök þeirra enduðu með því að Nyantakyi skaut Peters tvisvar sinnum. Þegar aðrir lögregluþjónar komu á vettvang sagði Nyantakyi að líklega væri þörf á frekari valdbeitingu. Peters dó á sjúkrahúsi skömmu síðar. Eins og áður segir stendur rannsókn enn yfir og felur hún meðal annars í sér krufningu og efnarannsókn. Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Ekkert sé vitað hvað hafi gengið á hótelinu.Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Lögreglan í Richmond í Bandaríkjunum birti í gær myndband af því þegar lögregluþjónn skaut nakinn og óvopnaðan mann til bana. Atvikið átti sér stað þann 14. maí eftir að hinn 24 ára gamli Marcus Peters hafði hlaupið nakinn um hraðbraut og veist að lögregluþjóninum sem skaut hann. Alfred Duham, lögreglustjóri, sagði að ákvörðun hefði verið tekin að birta myndbandið vegna rangfærslna um atvikið. Bað hann íbúa um tíma til að klára rannsókn á málinu. Á myndbandinu má sjá hvernig Peters veittist að lögregluþjóninum og hótaði að drepa hann. Lögregluþjónninn beitti rafbyssu gegn Peters sem virtist ekki virka. Þegar Peters réðst að honum í annað sinn skaut lögregluþjónninn hann tvisvar sinnum. Peters starfaði sem kennari og átti ekki við geðræn vandamál að stríða. Fjölskylda Peters segir myndbandið sýna að hann hafi þurft á hjálp að halda. Ekki dauða.Fór til að hitta samstarfsmann Peters mun hafa komið við á hóteli fyrr um daginn þar sem hann starfaði sem öryggisvörður um helgar. Samkvæmt frétt CBS 6 hafði hann sagt kærustu sinni að hann þyrfti að ræða við samstarfsmann þar.Á öryggismyndavélum sést að hann mætti klæddur á hótelið en yfirgaf það nakinn og fór hann upp í bíl sinn og keyrði á brott. Þá var búið að hringja á lögregluna. Lögregluþjónninn Michael Nyantakyi var á leið á vettvang þegar hann sá Peters keyra á annan bíl og flýja. Þegar myndbandið hefst var Nyantakyi að nálgast bíl Peters og sagði hann í talstöð sína að Peters virðist vera í ójafnvægi. Þá stökk Peters úr bíl sínum og hljóp út á hraðbraut. Þar varð hann fyrir bíl og velti hann sér fram og til baka á veginum. Að endingu stóð hann upp og nálgaðist Nyantakyi. „Leggðu frá þér rafbyssuna eða ég drep þig,“ sagði hann. Lögregluþjónninn skaut úr rafbyssunni en skotið virkaði ekki sem skyldi. Stutt átök þeirra enduðu með því að Nyantakyi skaut Peters tvisvar sinnum. Þegar aðrir lögregluþjónar komu á vettvang sagði Nyantakyi að líklega væri þörf á frekari valdbeitingu. Peters dó á sjúkrahúsi skömmu síðar. Eins og áður segir stendur rannsókn enn yfir og felur hún meðal annars í sér krufningu og efnarannsókn. Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Ekkert sé vitað hvað hafi gengið á hótelinu.Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira