Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 20:07 Minnst 70 sprengjum og eldflaugum hefur verið skotið á Ísrael frá Gaza í dag og hafa Ísraelsmenn svarað fyrir sig og skotið á móti. Vísir/AP Minnst 70 sprengjum og eldflaugum hefur verið skotið á Ísrael frá Gaza í dag og hafa Ísraelsmenn svarað fyrir sig og skotið á móti. Ein sprengjan lenti á leikskólalóð í morgun en börn voru ekki mætt þangað og særðist einn starfsmaður lítillega. Ísraelsmenn segja að inn á milli séu eldflaugar sem framleiddar hafi verið í Íran en loftvarnakerfi Ísrael hefur skotið um fjórðung þeirra niður. Hamas og Islamic Jihad hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þeir segja þær vera viðbrögð við árásum Ísraelsmanna síðustu daga. Um er að ræða einhver umfangsmestu átök fylkinganna frá því í stríðinu á Gaza árið 2014. Bandaríkin hafa boðað til fundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun vegna málsins. Sendiherra Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði eftir því í kvöld að Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu árásirnar. Engar upplýsingar liggja fyrir um mannfall í Ísrael eða á Gaza-ströndinni en ótilgreindur fjöldi er sagður hafa særst í Ísrael, samkvæmt Times of Israel.Talsmaður herafla Ísrael sagði í dag að herinn myndi gera fleiri loftárásir á Gaza ef árásunum yrði ekki hætt og gaf hann í skyn að herinn gæti reynt að ráðast á leiðtoga Hamas. Í dag hefur herinn gert árásir á minnst 35 skotmörk á Gaza sem þeir segja að hafa verið í umsjón leiðtoga Hamas og Islamic Jihad. Yisrael Katz, ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í útvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. Ljóst væri að enginn vildi stríð en Ísraelsmenn hefðu sínar „rauðu línur“ sem þeir myndu ekki sætta sig við að Palestínumenn myndu stíga yfir. Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Minnst 70 sprengjum og eldflaugum hefur verið skotið á Ísrael frá Gaza í dag og hafa Ísraelsmenn svarað fyrir sig og skotið á móti. Ein sprengjan lenti á leikskólalóð í morgun en börn voru ekki mætt þangað og særðist einn starfsmaður lítillega. Ísraelsmenn segja að inn á milli séu eldflaugar sem framleiddar hafi verið í Íran en loftvarnakerfi Ísrael hefur skotið um fjórðung þeirra niður. Hamas og Islamic Jihad hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þeir segja þær vera viðbrögð við árásum Ísraelsmanna síðustu daga. Um er að ræða einhver umfangsmestu átök fylkinganna frá því í stríðinu á Gaza árið 2014. Bandaríkin hafa boðað til fundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun vegna málsins. Sendiherra Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði eftir því í kvöld að Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu árásirnar. Engar upplýsingar liggja fyrir um mannfall í Ísrael eða á Gaza-ströndinni en ótilgreindur fjöldi er sagður hafa særst í Ísrael, samkvæmt Times of Israel.Talsmaður herafla Ísrael sagði í dag að herinn myndi gera fleiri loftárásir á Gaza ef árásunum yrði ekki hætt og gaf hann í skyn að herinn gæti reynt að ráðast á leiðtoga Hamas. Í dag hefur herinn gert árásir á minnst 35 skotmörk á Gaza sem þeir segja að hafa verið í umsjón leiðtoga Hamas og Islamic Jihad. Yisrael Katz, ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í útvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. Ljóst væri að enginn vildi stríð en Ísraelsmenn hefðu sínar „rauðu línur“ sem þeir myndu ekki sætta sig við að Palestínumenn myndu stíga yfir.
Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira