Trump og Kim funda 12. júní Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 15:20 Donald Trump og Kim Jong-un. Vísir/AFP Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun fara fram í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn sagði frá þessu í tísti nú fyrir skömmu og tók hann fram að fundarins væri beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna munu hittast. Trump kom heiminum í opna skjöldu í byrjun apríl þegar hann samþykkti fundarboð frá Norður-Kóreu, án þess að ræða við ráðgjafa sína, eftir að honum barst boðið í gegnum erindreka frá Suður-Kóreu.The highly anticipated meeting between Kim Jong Un and myself will take place in Singapore on June 12th. We will both try to make it a very special moment for World Peace!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2018 Kim kom þó heiminum meira á óvart með boði sínu og viðleitni til viðræðna eftir margra ára hótanir um stríðsrekstur og hefur hann jafnvel hótað því að beita kjarnorkuvopnum sínum gegn Bandaríkjunum. Nú virðist hann tilbúinn til að láta vopn sín af hendi gegn samkomulagi um að Bandaríkin muni ekki reyna að velta honum úr sessi og niðurfellingu viðskiptaþvingana. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Singapúr er valið sem vettvangur viðkvæmra viðræðna en árið 2016 hittust leiðtogar Kína og Taívan þar í fyrsta sinn í rúm 60 ár. Singapúr á í nánum samskiptum við Bandaríkin og hefur lengi átt í samskiptum og viðskiptum við Norður-Kóreu. Singapúr batt þó enda á viðskiptasamband ríkjanna í nóvember í fyrra þegar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins, voru hertar. Vert er að hafa í huga að ekki er langt síðan Trump og Kim voru að hóta hvorum öðrum árásum og að móðga hvorn annan.Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun fara fram í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn sagði frá þessu í tísti nú fyrir skömmu og tók hann fram að fundarins væri beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna munu hittast. Trump kom heiminum í opna skjöldu í byrjun apríl þegar hann samþykkti fundarboð frá Norður-Kóreu, án þess að ræða við ráðgjafa sína, eftir að honum barst boðið í gegnum erindreka frá Suður-Kóreu.The highly anticipated meeting between Kim Jong Un and myself will take place in Singapore on June 12th. We will both try to make it a very special moment for World Peace!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2018 Kim kom þó heiminum meira á óvart með boði sínu og viðleitni til viðræðna eftir margra ára hótanir um stríðsrekstur og hefur hann jafnvel hótað því að beita kjarnorkuvopnum sínum gegn Bandaríkjunum. Nú virðist hann tilbúinn til að láta vopn sín af hendi gegn samkomulagi um að Bandaríkin muni ekki reyna að velta honum úr sessi og niðurfellingu viðskiptaþvingana. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Singapúr er valið sem vettvangur viðkvæmra viðræðna en árið 2016 hittust leiðtogar Kína og Taívan þar í fyrsta sinn í rúm 60 ár. Singapúr á í nánum samskiptum við Bandaríkin og hefur lengi átt í samskiptum og viðskiptum við Norður-Kóreu. Singapúr batt þó enda á viðskiptasamband ríkjanna í nóvember í fyrra þegar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins, voru hertar. Vert er að hafa í huga að ekki er langt síðan Trump og Kim voru að hóta hvorum öðrum árásum og að móðga hvorn annan.Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira