Árás á blaðamann skaði umsókn Svartfellinga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 11:00 Johannes Hahn hitti Oliveru Lakic á heimili hennar í gær. Vísir/EPA Skotárásin sem gerð var á þriðjudag á Oliveru Lakic, 49 ára blaðamann sem skrifar um skipulagða glæpastarfsemi í dagblaðið Vijesti, hefur teflt umsókn Svartfjallalands um aðild að Evrópusambandinu í hættu. Evrópusambandið hvatti Svartfellinga í gær til þess að rannsaka málið til hlítar. „Þetta hefur áhrif á stöðu og orðspor ríkisins. Við horfum til þessa máls og búumst við því að það verði rannsakað ofan í kjölinn,“ sagði Johannes Hahn, stækkunarstjóri ESB, við blaðamenn í gær eftir heimsókn sína á fréttastofu Vijesti. Fyrir liggur að skipulögð glæpastarfsemi og spilling standa Svartfellingum einna helst fyrir þrifum í umsóknarferlinu. Þremur köflum aðildarviðræðna hefur verið lokað en þrjátíu standa enn eftir. Umsóknarferlið hófst árið 2005, en þá var Svartfjallaland enn í ríkjasambandi við Serbíu. Eftir að Svartfellingar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2006 hófust aðildarviðræður á ný á byrjunarreit. Blaðamenn, aðgerðasinnar og stjórnarandstæðingar hafa mótmælt í höfuðborginni Podgorica undanfarna daga. Milo Djukanovic, nýkjörinn forseti, hefur fordæmt árásina. Lakic er nú komin heim af sjúkrahúsi eftir árás þriðjudagsins. Þetta var hins vegar ekki fyrsta skipti sem ráðist hefur verið á hana. Árið 2012 gekk árásarmaður í skrokk á henni fyrir utan heimili hennar í höfuðborginni. Hann fékk níu mánaða fangelsisdóm. Ráðist hefur verið á annan tug blaðamanna í Svartfjallalandi undanfarin fimmtán ár, samkvæmt Reuters. Til að mynda var Dusko Jovanovic, ritstjóri stjórnarandstöðublaðsins Dan, skotinn til bana þegar hann gekk út af fréttastofunni þann 27. maí árið 2004. – þea Birtist í Fréttablaðinu Serbía Svartfjallaland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Skotárásin sem gerð var á þriðjudag á Oliveru Lakic, 49 ára blaðamann sem skrifar um skipulagða glæpastarfsemi í dagblaðið Vijesti, hefur teflt umsókn Svartfjallalands um aðild að Evrópusambandinu í hættu. Evrópusambandið hvatti Svartfellinga í gær til þess að rannsaka málið til hlítar. „Þetta hefur áhrif á stöðu og orðspor ríkisins. Við horfum til þessa máls og búumst við því að það verði rannsakað ofan í kjölinn,“ sagði Johannes Hahn, stækkunarstjóri ESB, við blaðamenn í gær eftir heimsókn sína á fréttastofu Vijesti. Fyrir liggur að skipulögð glæpastarfsemi og spilling standa Svartfellingum einna helst fyrir þrifum í umsóknarferlinu. Þremur köflum aðildarviðræðna hefur verið lokað en þrjátíu standa enn eftir. Umsóknarferlið hófst árið 2005, en þá var Svartfjallaland enn í ríkjasambandi við Serbíu. Eftir að Svartfellingar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2006 hófust aðildarviðræður á ný á byrjunarreit. Blaðamenn, aðgerðasinnar og stjórnarandstæðingar hafa mótmælt í höfuðborginni Podgorica undanfarna daga. Milo Djukanovic, nýkjörinn forseti, hefur fordæmt árásina. Lakic er nú komin heim af sjúkrahúsi eftir árás þriðjudagsins. Þetta var hins vegar ekki fyrsta skipti sem ráðist hefur verið á hana. Árið 2012 gekk árásarmaður í skrokk á henni fyrir utan heimili hennar í höfuðborginni. Hann fékk níu mánaða fangelsisdóm. Ráðist hefur verið á annan tug blaðamanna í Svartfjallalandi undanfarin fimmtán ár, samkvæmt Reuters. Til að mynda var Dusko Jovanovic, ritstjóri stjórnarandstöðublaðsins Dan, skotinn til bana þegar hann gekk út af fréttastofunni þann 27. maí árið 2004. – þea
Birtist í Fréttablaðinu Serbía Svartfjallaland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira