Fjöldi framboða gæti gert talningu seinlegri Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. maí 2018 07:00 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í Smáralind í gær og stendur allt fram á kjördag. Fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkur telur að atkvæðagreiðsla og talning geti orðið flóknari. Vísir/Stefán Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum í Reykjavík fluttist yfir í Smáralind í gær og verður þar fram á kjördag, þann 26. maí. Sextán framboð verða með lista á kjörseðlinum í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, telur að þessi mikli fjöldi framboða gæti valdið því að meira yrði af vafaatkvæðum en ella. Þetta eigi þó jafnvel enn frekar við um atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar. Utankjörfundaratkvæði eru greidd þannig að stimplar fyrir hvert framboð eiga að vera tiltækir. Kjósandi velur þá stimpilinn og stimplar á kjörseðilinn, í stað þess að merkja x í tiltekinn reit. „Voru komnir stimplar fyrir öll framboð þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslan byrjaði? Eru þeir stimplar til alls staðar?“ spyr Þórunn og minnir á að utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram um allan heim.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu.Þrátt fyrir þennan mikla fjölda framboða, bæði í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum, er Þórunn ekki viss um að breyta skuli kosningalöggjöfinni, til dæmis með því að krefjast fleiri meðmælenda með hverjum lista. „Þetta vegast alltaf á, það er að segja lýðræðið og að þeir sem vilji bjóða fram geti boðið fram og hins vegar praktíski hlutinn. Ég er nú svo mikill lýðræðissinni að ég vil að sem flestir komist að. En það er spurning hvort fjöldi meðmælenda eigi ekki að vera hlutfall af íbúafjölda. Þetta virðist hafa verið hugsað þannig í upphafi,“ segir Þórunn. Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningarinnar að kvöldi 26. maí kann líka að verða flóknari en áður. Hingað til hefur hverju framboði verið gefið sex sentimetra breidd á hverjum kjörseðli. Í Reykjavík eru 16 framboð sem þýðir að framboðin munu í heild fá 96 sentimetra á kjörseðlinum. Þannig má búast við að kjörseðillinn verði einna helst líkastur landakorti. Þórunn bendir líka á að kosningalöggjöfin geri ráð fyrir að hverjum og einum lista sé gefinn kostur á að hafa umboðsmann við talningu. „Þá ertu kominn með meðalstórt sveitaball inni í talningasalnum,“ segir hún og bætir við að það verði flóknara að flokka atkvæðin í sextán bunka. Þetta geti gert talninguna seinlegri og tölur gætu því hugsanlega borist seinna á kosninganótt en ella. „Auðvitað ertu lengur að flokka þegar þú ert með marga bunka fyrir framan þig.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum í Reykjavík fluttist yfir í Smáralind í gær og verður þar fram á kjördag, þann 26. maí. Sextán framboð verða með lista á kjörseðlinum í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, telur að þessi mikli fjöldi framboða gæti valdið því að meira yrði af vafaatkvæðum en ella. Þetta eigi þó jafnvel enn frekar við um atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar. Utankjörfundaratkvæði eru greidd þannig að stimplar fyrir hvert framboð eiga að vera tiltækir. Kjósandi velur þá stimpilinn og stimplar á kjörseðilinn, í stað þess að merkja x í tiltekinn reit. „Voru komnir stimplar fyrir öll framboð þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslan byrjaði? Eru þeir stimplar til alls staðar?“ spyr Þórunn og minnir á að utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram um allan heim.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu.Þrátt fyrir þennan mikla fjölda framboða, bæði í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum, er Þórunn ekki viss um að breyta skuli kosningalöggjöfinni, til dæmis með því að krefjast fleiri meðmælenda með hverjum lista. „Þetta vegast alltaf á, það er að segja lýðræðið og að þeir sem vilji bjóða fram geti boðið fram og hins vegar praktíski hlutinn. Ég er nú svo mikill lýðræðissinni að ég vil að sem flestir komist að. En það er spurning hvort fjöldi meðmælenda eigi ekki að vera hlutfall af íbúafjölda. Þetta virðist hafa verið hugsað þannig í upphafi,“ segir Þórunn. Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningarinnar að kvöldi 26. maí kann líka að verða flóknari en áður. Hingað til hefur hverju framboði verið gefið sex sentimetra breidd á hverjum kjörseðli. Í Reykjavík eru 16 framboð sem þýðir að framboðin munu í heild fá 96 sentimetra á kjörseðlinum. Þannig má búast við að kjörseðillinn verði einna helst líkastur landakorti. Þórunn bendir líka á að kosningalöggjöfin geri ráð fyrir að hverjum og einum lista sé gefinn kostur á að hafa umboðsmann við talningu. „Þá ertu kominn með meðalstórt sveitaball inni í talningasalnum,“ segir hún og bætir við að það verði flóknara að flokka atkvæðin í sextán bunka. Þetta geti gert talninguna seinlegri og tölur gætu því hugsanlega borist seinna á kosninganótt en ella. „Auðvitað ertu lengur að flokka þegar þú ert með marga bunka fyrir framan þig.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira