Fjöldi framboða gæti gert talningu seinlegri Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. maí 2018 07:00 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í Smáralind í gær og stendur allt fram á kjördag. Fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkur telur að atkvæðagreiðsla og talning geti orðið flóknari. Vísir/Stefán Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum í Reykjavík fluttist yfir í Smáralind í gær og verður þar fram á kjördag, þann 26. maí. Sextán framboð verða með lista á kjörseðlinum í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, telur að þessi mikli fjöldi framboða gæti valdið því að meira yrði af vafaatkvæðum en ella. Þetta eigi þó jafnvel enn frekar við um atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar. Utankjörfundaratkvæði eru greidd þannig að stimplar fyrir hvert framboð eiga að vera tiltækir. Kjósandi velur þá stimpilinn og stimplar á kjörseðilinn, í stað þess að merkja x í tiltekinn reit. „Voru komnir stimplar fyrir öll framboð þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslan byrjaði? Eru þeir stimplar til alls staðar?“ spyr Þórunn og minnir á að utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram um allan heim.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu.Þrátt fyrir þennan mikla fjölda framboða, bæði í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum, er Þórunn ekki viss um að breyta skuli kosningalöggjöfinni, til dæmis með því að krefjast fleiri meðmælenda með hverjum lista. „Þetta vegast alltaf á, það er að segja lýðræðið og að þeir sem vilji bjóða fram geti boðið fram og hins vegar praktíski hlutinn. Ég er nú svo mikill lýðræðissinni að ég vil að sem flestir komist að. En það er spurning hvort fjöldi meðmælenda eigi ekki að vera hlutfall af íbúafjölda. Þetta virðist hafa verið hugsað þannig í upphafi,“ segir Þórunn. Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningarinnar að kvöldi 26. maí kann líka að verða flóknari en áður. Hingað til hefur hverju framboði verið gefið sex sentimetra breidd á hverjum kjörseðli. Í Reykjavík eru 16 framboð sem þýðir að framboðin munu í heild fá 96 sentimetra á kjörseðlinum. Þannig má búast við að kjörseðillinn verði einna helst líkastur landakorti. Þórunn bendir líka á að kosningalöggjöfin geri ráð fyrir að hverjum og einum lista sé gefinn kostur á að hafa umboðsmann við talningu. „Þá ertu kominn með meðalstórt sveitaball inni í talningasalnum,“ segir hún og bætir við að það verði flóknara að flokka atkvæðin í sextán bunka. Þetta geti gert talninguna seinlegri og tölur gætu því hugsanlega borist seinna á kosninganótt en ella. „Auðvitað ertu lengur að flokka þegar þú ert með marga bunka fyrir framan þig.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum í Reykjavík fluttist yfir í Smáralind í gær og verður þar fram á kjördag, þann 26. maí. Sextán framboð verða með lista á kjörseðlinum í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, telur að þessi mikli fjöldi framboða gæti valdið því að meira yrði af vafaatkvæðum en ella. Þetta eigi þó jafnvel enn frekar við um atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar. Utankjörfundaratkvæði eru greidd þannig að stimplar fyrir hvert framboð eiga að vera tiltækir. Kjósandi velur þá stimpilinn og stimplar á kjörseðilinn, í stað þess að merkja x í tiltekinn reit. „Voru komnir stimplar fyrir öll framboð þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslan byrjaði? Eru þeir stimplar til alls staðar?“ spyr Þórunn og minnir á að utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram um allan heim.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu.Þrátt fyrir þennan mikla fjölda framboða, bæði í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum, er Þórunn ekki viss um að breyta skuli kosningalöggjöfinni, til dæmis með því að krefjast fleiri meðmælenda með hverjum lista. „Þetta vegast alltaf á, það er að segja lýðræðið og að þeir sem vilji bjóða fram geti boðið fram og hins vegar praktíski hlutinn. Ég er nú svo mikill lýðræðissinni að ég vil að sem flestir komist að. En það er spurning hvort fjöldi meðmælenda eigi ekki að vera hlutfall af íbúafjölda. Þetta virðist hafa verið hugsað þannig í upphafi,“ segir Þórunn. Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningarinnar að kvöldi 26. maí kann líka að verða flóknari en áður. Hingað til hefur hverju framboði verið gefið sex sentimetra breidd á hverjum kjörseðli. Í Reykjavík eru 16 framboð sem þýðir að framboðin munu í heild fá 96 sentimetra á kjörseðlinum. Þannig má búast við að kjörseðillinn verði einna helst líkastur landakorti. Þórunn bendir líka á að kosningalöggjöfin geri ráð fyrir að hverjum og einum lista sé gefinn kostur á að hafa umboðsmann við talningu. „Þá ertu kominn með meðalstórt sveitaball inni í talningasalnum,“ segir hún og bætir við að það verði flóknara að flokka atkvæðin í sextán bunka. Þetta geti gert talninguna seinlegri og tölur gætu því hugsanlega borist seinna á kosninganótt en ella. „Auðvitað ertu lengur að flokka þegar þú ert með marga bunka fyrir framan þig.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira