500 daga bið, blákaldur veruleiki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 12. maí 2018 10:01 Gömul kona var lögð inn á sjúkrahús í mars. Hún er á biðlista eftir hjúkrunarheimili. Fram hefur komið hjá heilbrigðisráðherra að meðal biðtími væri 106 dagar (sjónvarpsviðtal 25. apríl sl.). Þessi kona er búin að bíða 5 sinnum þennan tíma svo ætla mætti að hún gæti nú flutt beint inn á hjúkrunarheimili þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Það gekk ekki eftir. Svona er blákaldur raunveruleikinn hjá fleirum en þessari gömlu konu. Flokkur fólksins vill að átak verði gert í að fjölga hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta þarf að vera algert forgangsatriði eins og húsnæðismálin í heild sinni í Reykjavík sem hafa hvergi nærri verið í forgangi síðastliðin ár. Húsnæðismarkaðurinn er löngu sprunginn, framboð í engum takti við eftirspurn. Hvað varðar gamalt fólk er barist um hvert dvalarrými á hjúkrunarheimili og hefur þetta gengið svo langt að dæmi eru um að fólk hefur verið flutt í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá hér í Reykjavík. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Eins og staðan er nú dvelja kringum 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim, á heimili sem þeir geta kallað sitt og þar sem þeir fá viðeigandi, fullnægjandi, einstaklingsbundna þjónustu. Biðin er allt að ár og enn lengri fyrir þá sem bíða í heimahúsum. Það þarf stórátak í húsnæðismálum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Styrkja þarf þá eldri borgara til að vera heima eins lengi og þeir geta og vilja en það þarf að byggja fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir þá sem ekki geta lengur búið heima. Engin á að þurfa að bíða í eitt til tvö ár ýmist á sjúkrastofnun eða í heimahúsi þar sem einstaklingurinn þarf að treysta alfarið á utanaðkomandi þjónustu fagaðila og fjölskyldu. Álagið á fjölskylduna alla er gríðarlegt og dæmi eru um að fólk sé einfaldlega að bugast við þessar aðstæður. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er m.a. ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Gömul kona var lögð inn á sjúkrahús í mars. Hún er á biðlista eftir hjúkrunarheimili. Fram hefur komið hjá heilbrigðisráðherra að meðal biðtími væri 106 dagar (sjónvarpsviðtal 25. apríl sl.). Þessi kona er búin að bíða 5 sinnum þennan tíma svo ætla mætti að hún gæti nú flutt beint inn á hjúkrunarheimili þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Það gekk ekki eftir. Svona er blákaldur raunveruleikinn hjá fleirum en þessari gömlu konu. Flokkur fólksins vill að átak verði gert í að fjölga hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta þarf að vera algert forgangsatriði eins og húsnæðismálin í heild sinni í Reykjavík sem hafa hvergi nærri verið í forgangi síðastliðin ár. Húsnæðismarkaðurinn er löngu sprunginn, framboð í engum takti við eftirspurn. Hvað varðar gamalt fólk er barist um hvert dvalarrými á hjúkrunarheimili og hefur þetta gengið svo langt að dæmi eru um að fólk hefur verið flutt í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá hér í Reykjavík. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Eins og staðan er nú dvelja kringum 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim, á heimili sem þeir geta kallað sitt og þar sem þeir fá viðeigandi, fullnægjandi, einstaklingsbundna þjónustu. Biðin er allt að ár og enn lengri fyrir þá sem bíða í heimahúsum. Það þarf stórátak í húsnæðismálum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Styrkja þarf þá eldri borgara til að vera heima eins lengi og þeir geta og vilja en það þarf að byggja fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir þá sem ekki geta lengur búið heima. Engin á að þurfa að bíða í eitt til tvö ár ýmist á sjúkrastofnun eða í heimahúsi þar sem einstaklingurinn þarf að treysta alfarið á utanaðkomandi þjónustu fagaðila og fjölskyldu. Álagið á fjölskylduna alla er gríðarlegt og dæmi eru um að fólk sé einfaldlega að bugast við þessar aðstæður. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er m.a. ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun