Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. maí 2018 06:00 Riyad Mansour sendiherra Palestínu hjá SÞ, ofarlega á myndinni, og Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels, tókust á fyrir Öryggisráðinu í gær. Vísir/epa Útfarir Palestínumanna sem féllu fyrir kúlum Ísraelshers í fyrradag fóru flestar fram í gær. Minnst tveir til viðbótar féllu í gær í áframhaldandi mótmælum. Minnst 58 palestínskir mótmælendur féllu í mótmælum á Gazaströndinni í fyrradag og um 2.700 særðust. Meðal hinna látnu voru átta börn yngri en sextán ára, þar af eitt átta mánaða að aldri. Fólkið hafði komið saman við öryggisgirðinguna við landamæri Ísraels og kveikt í dekkjum, kastað grjóti, lausamunum og smásprengjum yfir girðinguna. Því var svarað með byssukúlum úr rifflum ísraelskra hermanna. Viðbrögð Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Bretar, Frakkar og Rússar eru meðal þeirra sem fordæmt hafa aðgerðirnar. Ísraelar hafa borið því við að þeir hafi verið að svara mótmælendum í sömu mynt. Bandaríkin hafa stutt sjálfsvarnarrétt Ísraela. Mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gaza frá lokum marsmánaðar en síðan þá hafa 109 Palestínumenn hið minnsta fallið og áætlað er að um 12 þúsund hafi særst. Mótmælin náðu hámarki í fyrradag en þá var sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael formlega flutt frá höfuðborginni Tel Avív til Jerúsalem. Borgin helga hefur lengi verið bitbein þjóðanna tveggja og telja Palestínumenn að tilfærslan styrki tilkall Ísraela til hennar. Málið var rætt í Öryggisráði SÞ í gær en fulltrúi Kúveits lagði fram drög að yfirlýsingu sem kvað á um yfirlýsingu um reiði og sorg vegna dauða Palestínumannanna. Þar var einnig kveðið á um sjálfstæða rannsókn á atvikinu og að aðildarríki SÞ virtu ályktun Öryggisráðsins um að setja ekki upp sendiskrifstofur í Jerúsalem. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu þegar greidd voru atkvæði um tillöguna.Byrjað var að bera Palestínumenn sem voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa til grafar í gær.Vísir/AFPDagurinn í gær markaði 70 ára afmæli Nakba, eða katastrófunnar, en 15. maí 1948 neyddust hundruð þúsunda Palestínumanna til að yfirgefa heimili sín vegna hins nýstofnaða Ísraels. „Ég skal tala alveg hreint út. Þegar Palestínumenn tala um réttinn til að snúa aftur, þá meina þeir í raun eyðingu Ísraels,“ sagði Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels hjá SÞ, þegar málið var rætt í Öryggisráðinu. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við SÞ, sakaði Ísraela á móti um stríðsglæpi. „Síðustu átta vikur höfum við grátbeðið ykkur um að koma í veg fyrir fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum. Gæti verið að ekki hafi verið hlustað á okkur og aðvaranir ekki teknar alvarlega?“ sagði Mansour. Fatou Bensouda, aðalsaksóknari Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag, sendi AFP-fréttastofunni yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hún hefði atvikið til rannsóknar. „Starfsfólk mitt fylgist náið með vendingum stöðunnar og kannar hvort heimild sé til saksóknar vegna mögulegra brota sem falla innan lögsögu dómstólsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hún bætti því við að ofbeldinu yrði að linna og hvatti stríðandi aðila til að láta af aðgerðum sem gætu haft frekari dauðsföll í för með sér. Þá brýndi Bensouda fyrir Ísraelsmönnum að gæta hófs í aðgerðum sínum og að láta af gegndarlausri valdbeitingu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Útfarir Palestínumanna sem féllu fyrir kúlum Ísraelshers í fyrradag fóru flestar fram í gær. Minnst tveir til viðbótar féllu í gær í áframhaldandi mótmælum. Minnst 58 palestínskir mótmælendur féllu í mótmælum á Gazaströndinni í fyrradag og um 2.700 særðust. Meðal hinna látnu voru átta börn yngri en sextán ára, þar af eitt átta mánaða að aldri. Fólkið hafði komið saman við öryggisgirðinguna við landamæri Ísraels og kveikt í dekkjum, kastað grjóti, lausamunum og smásprengjum yfir girðinguna. Því var svarað með byssukúlum úr rifflum ísraelskra hermanna. Viðbrögð Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Bretar, Frakkar og Rússar eru meðal þeirra sem fordæmt hafa aðgerðirnar. Ísraelar hafa borið því við að þeir hafi verið að svara mótmælendum í sömu mynt. Bandaríkin hafa stutt sjálfsvarnarrétt Ísraela. Mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gaza frá lokum marsmánaðar en síðan þá hafa 109 Palestínumenn hið minnsta fallið og áætlað er að um 12 þúsund hafi særst. Mótmælin náðu hámarki í fyrradag en þá var sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael formlega flutt frá höfuðborginni Tel Avív til Jerúsalem. Borgin helga hefur lengi verið bitbein þjóðanna tveggja og telja Palestínumenn að tilfærslan styrki tilkall Ísraela til hennar. Málið var rætt í Öryggisráði SÞ í gær en fulltrúi Kúveits lagði fram drög að yfirlýsingu sem kvað á um yfirlýsingu um reiði og sorg vegna dauða Palestínumannanna. Þar var einnig kveðið á um sjálfstæða rannsókn á atvikinu og að aðildarríki SÞ virtu ályktun Öryggisráðsins um að setja ekki upp sendiskrifstofur í Jerúsalem. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu þegar greidd voru atkvæði um tillöguna.Byrjað var að bera Palestínumenn sem voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa til grafar í gær.Vísir/AFPDagurinn í gær markaði 70 ára afmæli Nakba, eða katastrófunnar, en 15. maí 1948 neyddust hundruð þúsunda Palestínumanna til að yfirgefa heimili sín vegna hins nýstofnaða Ísraels. „Ég skal tala alveg hreint út. Þegar Palestínumenn tala um réttinn til að snúa aftur, þá meina þeir í raun eyðingu Ísraels,“ sagði Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels hjá SÞ, þegar málið var rætt í Öryggisráðinu. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við SÞ, sakaði Ísraela á móti um stríðsglæpi. „Síðustu átta vikur höfum við grátbeðið ykkur um að koma í veg fyrir fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum. Gæti verið að ekki hafi verið hlustað á okkur og aðvaranir ekki teknar alvarlega?“ sagði Mansour. Fatou Bensouda, aðalsaksóknari Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag, sendi AFP-fréttastofunni yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hún hefði atvikið til rannsóknar. „Starfsfólk mitt fylgist náið með vendingum stöðunnar og kannar hvort heimild sé til saksóknar vegna mögulegra brota sem falla innan lögsögu dómstólsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hún bætti því við að ofbeldinu yrði að linna og hvatti stríðandi aðila til að láta af aðgerðum sem gætu haft frekari dauðsföll í för með sér. Þá brýndi Bensouda fyrir Ísraelsmönnum að gæta hófs í aðgerðum sínum og að láta af gegndarlausri valdbeitingu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent