Skortur á hjúkrunarfræðingum skapar plássleysi á Landspítalanum Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 11:30 Hér má sjá mynd frá bráðamóttöku Landspítalans í dag. Vísir/Vilhelm Þrjátíu sjúklingar sem lokið hafa heimsókn á bráðamóttöku á Landspítalanum og eru tilbúnir til innlagnar á legudeildir komast ekki þangað vegna plássleysis. Plássið er þó nóg á Landspítalanum en það vantar hjúkrunarfræðinga til að manna þau pláss. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í samtali við Vísi. Fyrr í dag sagði Bergur Stefánsson, vakthafandi sérfræðingur á bráðamóttökunni, í samtali við RÚV að skelfingarástand ríkti á bráðamóttökunni. „Það er ekki þannig að 30 sjúklingar eru göngunum en það eru 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni bráðamóttökuþjónustu og eru að bíða eftir að komast á legudeildir,“ segir Jón Magnús en hann segir álagið á bráðamóttökunni hafa farið hægt vaxandi síðustu vikur. Hann segir 34 rúm á bráðamóttökunni en hluti af sjúklingunum eru á göngunum. Veikustu sjúklingarnir sem þurfa sérstakt eftirlit eru inni í stofum en minna veikir sjúklingar frekar á göngum.Fólk hvatt til að leita á heilsugæsluna Jón Magnús hvetur þá sem eru ekki með mjög bráð vandamál að leita á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sé farin að veita mjög góða þjónustu vega minna alvarlegra bráðatilvika. „Þú getur labbað inn á hvaða heilsugæslustöð sem er þó þú eigir ekki bókaðan tíma. Þeir veita mjög góða þjónustu fyrir minna alvarlegri mál. Það er fólk sem leitar hingað á bráðamóttökuna vegna þess að það þekkir ekki til þessara þjónustu heilsugæslunnar og mundi hafa notað sér hana ef það vissi af henni,“ segir Jón Magnús. Hann segir að allir sem leita til bráðamóttökunnar með bráð og aðkallandi vandamál fái þjónustu strax. „Fólk á ekki að hætta að koma til okkar ef það telur sig þurfa. En í sumum tilvikum getur verið að við vísum því í eitthvað annað úrræði heldur en að fara inn á bráðamóttökuna.“Minna veikir sjúklingar eru látnir liggja á göngum bráðamóttökunnar.Vísir/VilhelmTvennt orsakar ástandið Hann segir tvennt orsaka ástandið sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans í dag. Annars vegar er skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur leitt til þess að það hefur þurft að loka fjölda rúma á Landspítalanum. Búið er að loka á þriðja tug rúma á spítalanum. „Ef þau væru opin gætu flest allir þessir sjúklingar sem eru hérna núna fengið inni. Það skortir ekki pláss en það vantar starfsfólk.“ Hann segir að enn í dag séu sjúklingar á Landspítalanum sem hafa fengið leyfi til að fara á hjúkrunar- og dvalarheimili en komast ekki þangað sökum skorts hjá hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur sé á hjúkrunarrýmum og vantar að byggja fleiri pláss fyrir aldraða. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Skýrsla komin til ráðherra sem þarf að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Sjá meira
Þrjátíu sjúklingar sem lokið hafa heimsókn á bráðamóttöku á Landspítalanum og eru tilbúnir til innlagnar á legudeildir komast ekki þangað vegna plássleysis. Plássið er þó nóg á Landspítalanum en það vantar hjúkrunarfræðinga til að manna þau pláss. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í samtali við Vísi. Fyrr í dag sagði Bergur Stefánsson, vakthafandi sérfræðingur á bráðamóttökunni, í samtali við RÚV að skelfingarástand ríkti á bráðamóttökunni. „Það er ekki þannig að 30 sjúklingar eru göngunum en það eru 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni bráðamóttökuþjónustu og eru að bíða eftir að komast á legudeildir,“ segir Jón Magnús en hann segir álagið á bráðamóttökunni hafa farið hægt vaxandi síðustu vikur. Hann segir 34 rúm á bráðamóttökunni en hluti af sjúklingunum eru á göngunum. Veikustu sjúklingarnir sem þurfa sérstakt eftirlit eru inni í stofum en minna veikir sjúklingar frekar á göngum.Fólk hvatt til að leita á heilsugæsluna Jón Magnús hvetur þá sem eru ekki með mjög bráð vandamál að leita á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sé farin að veita mjög góða þjónustu vega minna alvarlegra bráðatilvika. „Þú getur labbað inn á hvaða heilsugæslustöð sem er þó þú eigir ekki bókaðan tíma. Þeir veita mjög góða þjónustu fyrir minna alvarlegri mál. Það er fólk sem leitar hingað á bráðamóttökuna vegna þess að það þekkir ekki til þessara þjónustu heilsugæslunnar og mundi hafa notað sér hana ef það vissi af henni,“ segir Jón Magnús. Hann segir að allir sem leita til bráðamóttökunnar með bráð og aðkallandi vandamál fái þjónustu strax. „Fólk á ekki að hætta að koma til okkar ef það telur sig þurfa. En í sumum tilvikum getur verið að við vísum því í eitthvað annað úrræði heldur en að fara inn á bráðamóttökuna.“Minna veikir sjúklingar eru látnir liggja á göngum bráðamóttökunnar.Vísir/VilhelmTvennt orsakar ástandið Hann segir tvennt orsaka ástandið sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans í dag. Annars vegar er skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur leitt til þess að það hefur þurft að loka fjölda rúma á Landspítalanum. Búið er að loka á þriðja tug rúma á spítalanum. „Ef þau væru opin gætu flest allir þessir sjúklingar sem eru hérna núna fengið inni. Það skortir ekki pláss en það vantar starfsfólk.“ Hann segir að enn í dag séu sjúklingar á Landspítalanum sem hafa fengið leyfi til að fara á hjúkrunar- og dvalarheimili en komast ekki þangað sökum skorts hjá hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur sé á hjúkrunarrýmum og vantar að byggja fleiri pláss fyrir aldraða.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Skýrsla komin til ráðherra sem þarf að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent