Óttast að Ebóla kunni að breiðast út Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. maí 2018 06:32 Talið er að um 23 hafa látið lífið af völdum Ebólu í Kongó á síðustu dögum. Vísir/getty Sérfræðingar óttast að Ebólufaraldurinn kunni að vera að taka sig upp á ný í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um 43 smittilfelli í landinu og hefur Ebólan dregið um helming hinna smituðu til dauða. Tilfelli hafa til þessa verið bundin við dreifaðri byggðir Austur-Kongó en heilbrigðisráðherra landsins staðfesti í samtali við þarlenda fjölmiðla að læknar höfðu greint nokkur smit í borginni Mbandaka fyrr í þessum mánuði. Það þykir mikið áhyggjuefni, borgin sé ekki aðeins mjög þéttbýl heldur er hún fjölfarin áningarstaður á leiðinni til höfuðborgarinnar Kinshasa. Því er óttast að ef ekki tekst að einangra tilfellin geti þau dreifst mjög hratt um Austur-Kongó, jafnvel alla Vestur-Afríku. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir í samtali við breska ríkisútvarpið að 430 einstaklingar séu til rannsóknar vegna gruns um að hafa komist í návígi við smitbera. Stofnunin hafi sent rúmlega 4000 skammta af tilraunalyfi til Austur-Kongó á síðustu dögum og von sé á fleiri skömmtum á næstunni. Lyfið er sagt hafa gefið góða raun í síðasta Ebólu-faraldri, sem reið yfir Vestur-Afríku frá upphafi árs 2014 til 2016. Talið er að Ebólan hafi dregið um 11.300 manns til dauða á tímabilinu. Hins vegar sé hægara sagt en gert að koma lyfinu til þeirra sem þurfa á því að halda. Sem fyrr segir eru flest tilfellin í dreifaðri byggðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Lyfið sé mjög viðkvæmt og þurfi að vera geymt í þartilgerðum kælum, sem sé erfitt að stinga í samband þegar ekkert er rafmagnið. Ebóla Tengdar fréttir Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Sérfræðingar óttast að Ebólufaraldurinn kunni að vera að taka sig upp á ný í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um 43 smittilfelli í landinu og hefur Ebólan dregið um helming hinna smituðu til dauða. Tilfelli hafa til þessa verið bundin við dreifaðri byggðir Austur-Kongó en heilbrigðisráðherra landsins staðfesti í samtali við þarlenda fjölmiðla að læknar höfðu greint nokkur smit í borginni Mbandaka fyrr í þessum mánuði. Það þykir mikið áhyggjuefni, borgin sé ekki aðeins mjög þéttbýl heldur er hún fjölfarin áningarstaður á leiðinni til höfuðborgarinnar Kinshasa. Því er óttast að ef ekki tekst að einangra tilfellin geti þau dreifst mjög hratt um Austur-Kongó, jafnvel alla Vestur-Afríku. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir í samtali við breska ríkisútvarpið að 430 einstaklingar séu til rannsóknar vegna gruns um að hafa komist í návígi við smitbera. Stofnunin hafi sent rúmlega 4000 skammta af tilraunalyfi til Austur-Kongó á síðustu dögum og von sé á fleiri skömmtum á næstunni. Lyfið er sagt hafa gefið góða raun í síðasta Ebólu-faraldri, sem reið yfir Vestur-Afríku frá upphafi árs 2014 til 2016. Talið er að Ebólan hafi dregið um 11.300 manns til dauða á tímabilinu. Hins vegar sé hægara sagt en gert að koma lyfinu til þeirra sem þurfa á því að halda. Sem fyrr segir eru flest tilfellin í dreifaðri byggðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Lyfið sé mjög viðkvæmt og þurfi að vera geymt í þartilgerðum kælum, sem sé erfitt að stinga í samband þegar ekkert er rafmagnið.
Ebóla Tengdar fréttir Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54