Barnavernd, ekki grýla! Rannveig Ernudóttir skrifar 17. maí 2018 10:45 Ég sem foreldri og manneskja, geri þá kröfu að öryggi barna sé alltaf í fyrirrúmi. Þau eiga alltaf að njóta vafans, skilyrðislaust. Ég geri þá kröfu að börn njóti verndar gegn ofbeldi. Það er eðlileg krafa. Við þurfum svo öll einnig að geta rætt það, af heiðarleika, hvað gerist ef foreldrar bregðast börnunum sínum, að þá sé til staðar öryggisnet sem hægt er að treysta á. Þegar ég horfi á börnin mín, sem eru þónokkur, (á aldursbilinu 5-22 ára), þá geri ég mér grein fyrir því að ábyrgð mín, og pabba þeirra, á þeim er gríðarleg. Fyrir utan það að veita þeim ást og stuðning í lífinu, að þá þurfum við hjónin að sjá til þess að þau búi við öryggi. Hvað þýðir það? Jú þau þurfa að hafa aðgang að öruggu heimili og á því heimili þurfa þau að komast í næringarríka fæðu, geta hvílt sig og við fjölskyldan þurfum að geta átt saman gæðastundir. Við þurfum líka að sjá til þess að þau eigi viðeigandi fatnað og allt sem þarf fyrir skólagöngu. Börnin okkar eiga að geta stundað þær tómstundir sem höfða til þeirra, eða fara á ýmsar skemmtanir og að geta mætt í bekkjarafmæli. Því miður er það fyrir of mörg börn lúxus sem ekki er í boði, það er með öllu, ólíðandi. Hvað þarf til að samfélag sé uppfullt af hamingjusömum einstaklingum? Jú það þarf að vera heilbrigt, nærandi, hvetjandi og uppbyggilegt. Það þarf líka að búa yfir traustri stjórnsýslu sem styður borgara sína og er öryggisnet. Barnaverndarnefndir eiga ekki að vera grýlur. Þetta eiga að vera stofnanir sem hafa það hlutverk að koma börnum og fjölskyldum þeirra til aðstoðar. Enginn á að þurfa óttast athygli þeirra, í rauninni þvert á móti. Ég sem foreldri ætti að finna fyrir trausti og vilja til að leita til þeirra ef eitthvað kemur upp á. Börn eiga geta treyst á að ef eitthvað er í ólagi heima fyrir, að þá sé til úrræði sem komi og hjálpi þeim. Þau þurfa líka að geta treyst því að hvorki kerfið né starfsmenn þess, vinni gegn hagsmunum þeirra, ólíkt því sem við erum að verða vitni að í dag. Barnaverndarstofa og velferðarráðnuneytið eiga svo að vera síðasta vígið. Það eru stofnanir sem mega aldrei gera mistök. Sama má segja um sýslumann, sem ber mikla ábyrgð í deilum foreldra. Þessar stofnanir eiga að taka mark á fagfólkinu sem vinnur með foreldrum og börnum þeirra, hlusta, trúa og sjá til þess að starfsfólk barnaverndanefnda, hafi stuðning og leiðsögn við vinnu sína. Börn eiga rétt á að alast upp í tengslum við báða foreldra sína, nema brýn þörf sé á að skerða tengslin, þá erum við auðvitað að meina í þeim tilfellum sem þau eru beitt ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hagsmunir barna verða alltaf að vera í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á að samfélagið þeirra beri hag þeirra fyrir brjósti, að heimilið sé griðarstaður og að stjórnsýslan sé öryggisnetið sem aldrei gefur sig.Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Rannveig Ernudóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sem foreldri og manneskja, geri þá kröfu að öryggi barna sé alltaf í fyrirrúmi. Þau eiga alltaf að njóta vafans, skilyrðislaust. Ég geri þá kröfu að börn njóti verndar gegn ofbeldi. Það er eðlileg krafa. Við þurfum svo öll einnig að geta rætt það, af heiðarleika, hvað gerist ef foreldrar bregðast börnunum sínum, að þá sé til staðar öryggisnet sem hægt er að treysta á. Þegar ég horfi á börnin mín, sem eru þónokkur, (á aldursbilinu 5-22 ára), þá geri ég mér grein fyrir því að ábyrgð mín, og pabba þeirra, á þeim er gríðarleg. Fyrir utan það að veita þeim ást og stuðning í lífinu, að þá þurfum við hjónin að sjá til þess að þau búi við öryggi. Hvað þýðir það? Jú þau þurfa að hafa aðgang að öruggu heimili og á því heimili þurfa þau að komast í næringarríka fæðu, geta hvílt sig og við fjölskyldan þurfum að geta átt saman gæðastundir. Við þurfum líka að sjá til þess að þau eigi viðeigandi fatnað og allt sem þarf fyrir skólagöngu. Börnin okkar eiga að geta stundað þær tómstundir sem höfða til þeirra, eða fara á ýmsar skemmtanir og að geta mætt í bekkjarafmæli. Því miður er það fyrir of mörg börn lúxus sem ekki er í boði, það er með öllu, ólíðandi. Hvað þarf til að samfélag sé uppfullt af hamingjusömum einstaklingum? Jú það þarf að vera heilbrigt, nærandi, hvetjandi og uppbyggilegt. Það þarf líka að búa yfir traustri stjórnsýslu sem styður borgara sína og er öryggisnet. Barnaverndarnefndir eiga ekki að vera grýlur. Þetta eiga að vera stofnanir sem hafa það hlutverk að koma börnum og fjölskyldum þeirra til aðstoðar. Enginn á að þurfa óttast athygli þeirra, í rauninni þvert á móti. Ég sem foreldri ætti að finna fyrir trausti og vilja til að leita til þeirra ef eitthvað kemur upp á. Börn eiga geta treyst á að ef eitthvað er í ólagi heima fyrir, að þá sé til úrræði sem komi og hjálpi þeim. Þau þurfa líka að geta treyst því að hvorki kerfið né starfsmenn þess, vinni gegn hagsmunum þeirra, ólíkt því sem við erum að verða vitni að í dag. Barnaverndarstofa og velferðarráðnuneytið eiga svo að vera síðasta vígið. Það eru stofnanir sem mega aldrei gera mistök. Sama má segja um sýslumann, sem ber mikla ábyrgð í deilum foreldra. Þessar stofnanir eiga að taka mark á fagfólkinu sem vinnur með foreldrum og börnum þeirra, hlusta, trúa og sjá til þess að starfsfólk barnaverndanefnda, hafi stuðning og leiðsögn við vinnu sína. Börn eiga rétt á að alast upp í tengslum við báða foreldra sína, nema brýn þörf sé á að skerða tengslin, þá erum við auðvitað að meina í þeim tilfellum sem þau eru beitt ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hagsmunir barna verða alltaf að vera í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á að samfélagið þeirra beri hag þeirra fyrir brjósti, að heimilið sé griðarstaður og að stjórnsýslan sé öryggisnetið sem aldrei gefur sig.Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Reykjavík
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun