Dapurlegt sameiningarafl Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. maí 2018 08:30 Einn af hverjum fimm einstaklingum á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára segist oft eða mjög oft finna fyrir einkennum sjúkdóms sem tengdur er við 26 prósent auknar líkur á ótímabæru dauðsfalli. Þessi sjúkdómur hefur verið tengdur við þunglyndi og skapgerðarbreytingar ásamt auknum líkum á heilablóðfalli og hjartasjúkdómum. Sjúkdóminn er að finna á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Hann er ekki bundinn við ákveðin einkenni tiltekins hóps. Þeir sem berjast við sjúkdóminn eru oft jaðarsettir og veigra sér við því að ræða um veikindi sín af ótta við frekari útskúfun. Orðið heimsfaraldur hefur verið notað þegar rætt er um útbreiðslu sjúkdómsins, þó slík lýsing hjálpi lítið í baráttunni við hann. Sjúkdómur þessi er auðvitað einmanaleiki, nánar tiltekið sú tilfinning sem hlýst af félagslegri einangrun. Erfiðlega hefur gengið að henda reiður á raunverulegri útbreiðslu einmanaleika í heiminum, því það er sannarlega munur á mikilvægri þörf okkar fyrir einsemd og næði og þeirri kennd sem sprettur af félagslegri einangrun og er til umræðu hér. Það sem flækir vandamál einmanaleika í nútímasamfélagi er sú ákvörðun sem við stöndum frammi fyrir og óttumst að taka þegar við raunverulega þörfnumst þess að spegla okkur í öðrum. Valið stendur á milli þess að taka vafasamt trúarstökk og greina frá einsemd okkar, eða að halda þessum tilfinningum leyndum, gegn því að eiga greiðari og þægilegri leið inn í þann félagslega strúktúr sem er okkur nauðsynlegur. Seinni valmöguleikinn er auðvitað ákjósanlegri. Þetta er viðhorfið sem þarf að breyta. Á undanförnum árum höfum við brotið á bak aftur marga bannhelgi sem kúgað hefur jaðarsetta samfélagshópa áratugum saman. Einmanaleikinn er hins vegar af öðrum toga en réttindabarátta þessara mismunandi hópa. Einmanaleikinn er dapurlegt sameiningarafl allra hópa samfélagsins, en sameiningarafl engu að síður. Þannig er vafasamt að ræða um einmanaleika sem heimsfaraldur. Slíkt færir athyglina frá þeim breytingum sem þörf er á í viðmóti okkar og viðhorfi gagnvart nágrönnum okkar og leggur þess í stað áherslur á læknisfræðilegar, eða sálfræðilegar, hliðar vandamálsins. Lausnin á þessu vandamáli fellst í miklu átaki gegn félagslegu óréttlæti. Hún tekur til baráttu gegn gegn ójöfnuði og bannhelgi einmanaleikans, til efldrar líkamlegrar og andlegrar heilsu almennings, og að öllum séu tryggð jöfn tækifæri í lífinu. Risavaxið vandamál eins og einmanaleikinn krefst þannig stórra lausna sem, þegar allt kemur til alls, færa okkur bætt, betra og blíðara samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Tengdar fréttir Margir íhugað sjálfsvíg Fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu hafa haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum. Vandinn er meiri hjá tekjulágum og einhleypum. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Sjá meira
Einn af hverjum fimm einstaklingum á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára segist oft eða mjög oft finna fyrir einkennum sjúkdóms sem tengdur er við 26 prósent auknar líkur á ótímabæru dauðsfalli. Þessi sjúkdómur hefur verið tengdur við þunglyndi og skapgerðarbreytingar ásamt auknum líkum á heilablóðfalli og hjartasjúkdómum. Sjúkdóminn er að finna á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Hann er ekki bundinn við ákveðin einkenni tiltekins hóps. Þeir sem berjast við sjúkdóminn eru oft jaðarsettir og veigra sér við því að ræða um veikindi sín af ótta við frekari útskúfun. Orðið heimsfaraldur hefur verið notað þegar rætt er um útbreiðslu sjúkdómsins, þó slík lýsing hjálpi lítið í baráttunni við hann. Sjúkdómur þessi er auðvitað einmanaleiki, nánar tiltekið sú tilfinning sem hlýst af félagslegri einangrun. Erfiðlega hefur gengið að henda reiður á raunverulegri útbreiðslu einmanaleika í heiminum, því það er sannarlega munur á mikilvægri þörf okkar fyrir einsemd og næði og þeirri kennd sem sprettur af félagslegri einangrun og er til umræðu hér. Það sem flækir vandamál einmanaleika í nútímasamfélagi er sú ákvörðun sem við stöndum frammi fyrir og óttumst að taka þegar við raunverulega þörfnumst þess að spegla okkur í öðrum. Valið stendur á milli þess að taka vafasamt trúarstökk og greina frá einsemd okkar, eða að halda þessum tilfinningum leyndum, gegn því að eiga greiðari og þægilegri leið inn í þann félagslega strúktúr sem er okkur nauðsynlegur. Seinni valmöguleikinn er auðvitað ákjósanlegri. Þetta er viðhorfið sem þarf að breyta. Á undanförnum árum höfum við brotið á bak aftur marga bannhelgi sem kúgað hefur jaðarsetta samfélagshópa áratugum saman. Einmanaleikinn er hins vegar af öðrum toga en réttindabarátta þessara mismunandi hópa. Einmanaleikinn er dapurlegt sameiningarafl allra hópa samfélagsins, en sameiningarafl engu að síður. Þannig er vafasamt að ræða um einmanaleika sem heimsfaraldur. Slíkt færir athyglina frá þeim breytingum sem þörf er á í viðmóti okkar og viðhorfi gagnvart nágrönnum okkar og leggur þess í stað áherslur á læknisfræðilegar, eða sálfræðilegar, hliðar vandamálsins. Lausnin á þessu vandamáli fellst í miklu átaki gegn félagslegu óréttlæti. Hún tekur til baráttu gegn gegn ójöfnuði og bannhelgi einmanaleikans, til efldrar líkamlegrar og andlegrar heilsu almennings, og að öllum séu tryggð jöfn tækifæri í lífinu. Risavaxið vandamál eins og einmanaleikinn krefst þannig stórra lausna sem, þegar allt kemur til alls, færa okkur bætt, betra og blíðara samfélag.
Margir íhugað sjálfsvíg Fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu hafa haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum. Vandinn er meiri hjá tekjulágum og einhleypum. 1. maí 2018 07:00
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun