Tókust á um ágæti tollasamnings við ESB Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 17:21 Í seinni hluta víglínunnar í dag tókust Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á um ágæti tollasamnings við ESB sem tók gildi 1. maí síðastliðinn. Miðflokkurinn óskaði eftir sérstakri umræði um tollasamninginn á Alþingi í vikunni. Birgir segir það nauðsynlegt vegna þess að margar forsendur hafi brostnað frá því að gengið var til samninga árið 2015. Ber þar hæst að nefna fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr ESB, en Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður Íslands. Birgir segir samninginn ekki nógu góðan. „Það hefði verið hægt að ná betri samningi. Ég tel að íslenska saminganefndin bara hafi ekki staðið sig í stykkinu.“ Birgir segir að alls ekki hafi verið nægilegt samráð haft við hagsmunaaðila hérlendis og engin úttekt liggi fyrir um hvaða áhrif samningurinn muni hafa á innlenda framleiðslu. Þá endurspeglist gífurlegt ójafnvægi milli Íslands og ESB í samningnum. Aðildarríki ESB fái að flytja hingað til lands 230 tonn af sérostum á meðan að það sem framleitt sé árlega hér á landi í Búðardal séu 240 tonn. „Það er ekkert að því að setjast yfir þetta með Evrópusambandinu og segja: Heyrðu við þurfum að fara yfir þetta.“ Ágúst segir núverandi kerfi í landbúnaði gallað. „Við búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi,“ svarar Ágúst. „Við erum að greiða eitt það hæsta matvælaverð í heimi og bændur hafa það margir hverjir mjög slæmt fjárhagslega. Líttu á sauðfjárbændur, þeir eru margir í sárustu fátækt.“ Ágúst segir tolla aldrei vera svarið, þeir komi niður á öllum hlutaðeigandi. Hann segir þó „sjálfsagt að styðja við íslenskan landbúnað en við eigum að gera það með öðrum leiðum heldur en tollum, við eigum að vera með beingreiðslur og við eigum að vera með græna styrki. Við eigum að ganga miklu lengra í að afnema tolla, því ef við gerum það þá bætum við hag bæði neytenda og bænda.“ Ágúst segir lykilinn vera að veita landbúnaðinum frelsi og leyfa honum að sérhæfa sig í því sem hann gerir vel. „Árið 2002 felldum við niður tolla á tómötum, gúrku og papriku og hvað gerðist? Sala á innlendu grænmeti jókst í kjölfarið. Framleiðni batnaði og laun í grænmetisframleiðslu hækkuðu meira en á öðrum sviðum landbúnaðarins.“ Birgir segir „allar þjóðir vernda sinn landbúnað með einhverjum hætti,“ og hann geti því ekki keypt þessi rök. Birgir segir tímabært að kanna kosti og galla EES-samningsins. „Þetta er 25 ára gamall samningur og það hefur margt breyst á þessum tíma. Það er ekkert launungarmál að þessi samningur er mikið breyttur, við erum að innleiða mun meira af löggjöf gegn um samninginn en áætlað var í upphafi.“ „Það sem ég sé fyrir mér núna er að við förum í þessa endurskoðun á þessum samningi og í framhaldi af því sé ég ekkert að því að við breytum þessum samning í viðskiptasamning.“ segir Birgir um framtíð Íslands innan EES. Evrópusambandið Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Í seinni hluta víglínunnar í dag tókust Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á um ágæti tollasamnings við ESB sem tók gildi 1. maí síðastliðinn. Miðflokkurinn óskaði eftir sérstakri umræði um tollasamninginn á Alþingi í vikunni. Birgir segir það nauðsynlegt vegna þess að margar forsendur hafi brostnað frá því að gengið var til samninga árið 2015. Ber þar hæst að nefna fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr ESB, en Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður Íslands. Birgir segir samninginn ekki nógu góðan. „Það hefði verið hægt að ná betri samningi. Ég tel að íslenska saminganefndin bara hafi ekki staðið sig í stykkinu.“ Birgir segir að alls ekki hafi verið nægilegt samráð haft við hagsmunaaðila hérlendis og engin úttekt liggi fyrir um hvaða áhrif samningurinn muni hafa á innlenda framleiðslu. Þá endurspeglist gífurlegt ójafnvægi milli Íslands og ESB í samningnum. Aðildarríki ESB fái að flytja hingað til lands 230 tonn af sérostum á meðan að það sem framleitt sé árlega hér á landi í Búðardal séu 240 tonn. „Það er ekkert að því að setjast yfir þetta með Evrópusambandinu og segja: Heyrðu við þurfum að fara yfir þetta.“ Ágúst segir núverandi kerfi í landbúnaði gallað. „Við búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi,“ svarar Ágúst. „Við erum að greiða eitt það hæsta matvælaverð í heimi og bændur hafa það margir hverjir mjög slæmt fjárhagslega. Líttu á sauðfjárbændur, þeir eru margir í sárustu fátækt.“ Ágúst segir tolla aldrei vera svarið, þeir komi niður á öllum hlutaðeigandi. Hann segir þó „sjálfsagt að styðja við íslenskan landbúnað en við eigum að gera það með öðrum leiðum heldur en tollum, við eigum að vera með beingreiðslur og við eigum að vera með græna styrki. Við eigum að ganga miklu lengra í að afnema tolla, því ef við gerum það þá bætum við hag bæði neytenda og bænda.“ Ágúst segir lykilinn vera að veita landbúnaðinum frelsi og leyfa honum að sérhæfa sig í því sem hann gerir vel. „Árið 2002 felldum við niður tolla á tómötum, gúrku og papriku og hvað gerðist? Sala á innlendu grænmeti jókst í kjölfarið. Framleiðni batnaði og laun í grænmetisframleiðslu hækkuðu meira en á öðrum sviðum landbúnaðarins.“ Birgir segir „allar þjóðir vernda sinn landbúnað með einhverjum hætti,“ og hann geti því ekki keypt þessi rök. Birgir segir tímabært að kanna kosti og galla EES-samningsins. „Þetta er 25 ára gamall samningur og það hefur margt breyst á þessum tíma. Það er ekkert launungarmál að þessi samningur er mikið breyttur, við erum að innleiða mun meira af löggjöf gegn um samninginn en áætlað var í upphafi.“ „Það sem ég sé fyrir mér núna er að við förum í þessa endurskoðun á þessum samningi og í framhaldi af því sé ég ekkert að því að við breytum þessum samning í viðskiptasamning.“ segir Birgir um framtíð Íslands innan EES.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00