Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 07:59 Jafnlaunavottun var ætlað að koma á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og vinna gegn kynbundnum launamun. Vísir/Getty Jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2016 var til umfjöllunar í áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna um helgina. Kanadískur sálfræðingur sem hefur notið hylli hægrimanna spáir því að vottunin falli um sjálfa sig innan fimmtán ára með miklum fjárhagslegum kostnaði. Rætt er við Þorstein Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um jafnlaunavottunina í fréttaskýringu þáttarins um kynbundinn launamun á milli karla og kvenna. Hann segir að alla Íslendinga hagnast á því að halda konum á vinnumarkaði. Meginröksemdin sem Þorsteinn segist hafa heyrt gegn jafnalaunavottun hafi verið að hún væri of kostnaðarsöm. Raunverulegi kostnaðurinn felist hins vegar ekki í því að framfylgja vottuninni heldur að hækka laun kvenna. „Mín rök voru þau að ef það er kostnaðurinn þá ættu konur ekki að standa straum af honum, fyrirtæki ættu að gera það,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson var félagsmála- og jafnréttisráðherra þegar jafnlaunavottun var lögfest fyrir tveimur árum.Vísir/Vilhelm„Slæm hugmynd“ að stefna að jöfnum launum Í þættinum er einnig rætt við Jordan Peterson, kanadískan sálfræðing, sem hefur öðlast vinsældir á hægri væng stjórnmálanna vegna málflutnings hans um að náttúrulegar líffræðilegar ástæður komi í veg fyrir að fullt jafnrétti geti verið á milli karla og kvenna á vinnumarkaði. Hann fullyrðir í þættinum að það sé slæm hugmynd af stefna að jöfnu launum karla og kvenna. Peterson gefur lítið fyrir tilraun Íslands með jafnlaunavottun. Ekki sé hægt að fullyrða að munur sé á launum karla og kvenna vegna kynferðis þeirra. Þá spáir hann að jafnlaunavottunin muni bíða skipbrot á næstu áratugum. „Ég myndi segja að það taki líklega fimmtán ár og það mun leiða til gífurlegs efnahagslegs kostnaðar vegna þess að það er ekki hægt að leysa fjölþætt vandamál á þennan hátt. Það er tæknilega ómögulegt,“ fullyrðir Peterson sem getur þess þó ekki á hverju hann byggi þá spá sína. Peterson þessi er væntanlegur til Íslands. Hann mun halda tvo fyrirlestra í Hörpu í byrjun júní.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra Peterson gera lítið úr tilraunum íslensks orkufyrirtækis til þess að jafna hlut kynjanna á vinnustaðnum. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2016 var til umfjöllunar í áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna um helgina. Kanadískur sálfræðingur sem hefur notið hylli hægrimanna spáir því að vottunin falli um sjálfa sig innan fimmtán ára með miklum fjárhagslegum kostnaði. Rætt er við Þorstein Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um jafnlaunavottunina í fréttaskýringu þáttarins um kynbundinn launamun á milli karla og kvenna. Hann segir að alla Íslendinga hagnast á því að halda konum á vinnumarkaði. Meginröksemdin sem Þorsteinn segist hafa heyrt gegn jafnalaunavottun hafi verið að hún væri of kostnaðarsöm. Raunverulegi kostnaðurinn felist hins vegar ekki í því að framfylgja vottuninni heldur að hækka laun kvenna. „Mín rök voru þau að ef það er kostnaðurinn þá ættu konur ekki að standa straum af honum, fyrirtæki ættu að gera það,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson var félagsmála- og jafnréttisráðherra þegar jafnlaunavottun var lögfest fyrir tveimur árum.Vísir/Vilhelm„Slæm hugmynd“ að stefna að jöfnum launum Í þættinum er einnig rætt við Jordan Peterson, kanadískan sálfræðing, sem hefur öðlast vinsældir á hægri væng stjórnmálanna vegna málflutnings hans um að náttúrulegar líffræðilegar ástæður komi í veg fyrir að fullt jafnrétti geti verið á milli karla og kvenna á vinnumarkaði. Hann fullyrðir í þættinum að það sé slæm hugmynd af stefna að jöfnu launum karla og kvenna. Peterson gefur lítið fyrir tilraun Íslands með jafnlaunavottun. Ekki sé hægt að fullyrða að munur sé á launum karla og kvenna vegna kynferðis þeirra. Þá spáir hann að jafnlaunavottunin muni bíða skipbrot á næstu áratugum. „Ég myndi segja að það taki líklega fimmtán ár og það mun leiða til gífurlegs efnahagslegs kostnaðar vegna þess að það er ekki hægt að leysa fjölþætt vandamál á þennan hátt. Það er tæknilega ómögulegt,“ fullyrðir Peterson sem getur þess þó ekki á hverju hann byggi þá spá sína. Peterson þessi er væntanlegur til Íslands. Hann mun halda tvo fyrirlestra í Hörpu í byrjun júní.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra Peterson gera lítið úr tilraunum íslensks orkufyrirtækis til þess að jafna hlut kynjanna á vinnustaðnum.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira