Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Árni Sæberg skrifar 27. október 2025 10:55 Konan mætti í viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, áður en hún fór í skýrslutöku hjá lögreglu. NEL telur að tryggja þurfi betra flæði upplýsinga frá Bjarkarhlíð til lögreglu. Vísir/Hanna Lögmaður konu, sem taldi sig hafa lagt fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum í ágúst árið 2024, fékk þau svör í apríl árið eftir að engin rannsókn hefði verið hafin á meintu heimilisofbeldi mannsins í garð konunnar. Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ljóst að mistök hafi verið gerð við skýrslutöku yfir konunni. Í ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, segir að nefndinni hafi borist erindi frá lögmanni, fyrir hönd konunnar, í lok apríl þessa árs. Í erindinu hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð starfsmanna embættis Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem konan telji vera ámælisverð og ekki í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Engin rannsókn hafin sjö mánuðum seinna Fram hafi komið að konan hafi lagt fram kæru þann 28. ágúst 2024, vegna brota í nánu sambandi og í upphafi þeirrar skýrslutöku hefði hún óskað eftir að lögmaðurinn yrði tilnefndur sem réttargæslumaður hennar vegna málsins og skrifað hafi verið undir eyðublað þess efnis. Þann 22. apríl 2025, hafi lögmaður konunnar sent tölvupóst á lögreglumanninn sem stýrði skýrslutökunni og óskað eftir upplýsingum um hvernig rannsókn málsins stæði. Í kjölfarið hafi hann fengið þær upplýsingar að engin rannsókn hefði farið af stað vegna málsins, en það yrði þá gert. Hafði mætt í viðtal í Bjarkarhlíð Í ákvörðuninni segir að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi svarað erindi nefndarinnar í lok maí síðastliðnum. Þar hafi meðal annars komið fram að „einhvers misskilnings“ virðist hafa gætt í samskiptum embættisins við konuna og lögmann hennar. Ekki hafi verið alveg ljóst hvað konan hafi viljað kæra. Í máli sem sé titlað Bjarkarhlíð-viðtal hafi rannsókn vegna heimilisofbeldis verið opnuð og rannsóknarlögregla muni fara yfir málið og taka ákvörðun um framvindu þess. Um tilefni viðtals konunna hjá Bjarkarhlíð komi fram í dagbókarfærslu lögreglu dagsettri 28. ágúst 2024 að konan hafi mætt í viðtal og ráðgjöf hjá lögreglumanni í Bjarkarhlíð í tengslum við umferðarslys sem varð árið 2023. Einnig að konan segðist sjá atburðinn í öðru ljósi eftir að hún sleit samvistum við sambýlismann sinn og vildi leggja fram formlega kæru vegna málsins. Þá komi fram að hringt hefði verið í konuna þann 26. ágúst 2024 og hún beðin að mæta í kærumóttöku daginn eftir. Maðurinn hafi neytt hana til að gefa rangan framburð Í samantekt vegna skýrslutökunnar, sem fram fór þann 27. ágúst 2024 hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, komi fram að konunni hafi verið kynnt tilefni skýrslutökunnar, sem hafi verið rangur framburður. Í dagbókarfærslu embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi komi fram að konan hafi komið þann 27. ágúst 2024, á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu til þess að gefa framburð sinn í máli sem hafi verið til rannsóknar er hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi og varði umferðarslys. Konan hafi sagt sambýlismann sinn hafa þvingað sig til að gefa rangan framburð hjá lögreglu um atvik umferðarslyssins en ótilgreindur einstaklingur hafi slasast nokkuð alvarlega í slysinu. Af hljóðupptöku af skýrslutökunni komi skýrt fram að tilefni skýrslutökunnar hafi verið rangur framburður konnunnar. Þá megi ráða af tölvupóstssamskiptum á milli lögmanns konunnar og lögreglumannsins sem framkvæmdi skýrslutökuna að tvö mál væru til meðferðar, annars vegar umferðarslysið og hins vegar mál sem varðar áreitni. Þá bendi dagbók lögreglu til þess að konan hafi verið í góðri trú um að hún væri mætt til að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum. Skýr misskilningur Loks segir að eftir yfirferð nefndarinnar á erindinu og gögnum málsins telji nefndin að mistök hafi átt sér stað þegar konan mætti til skýrslutöku þann 27.ágúst 2024. Í kjölfar viðtals við lögreglumann hjá Bjarkarhlíð þann 23. ágúst sama árs hafi konan verið í góðri trú um að hún væri mætt til skýrslutöku til að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum. Sá lögreglumaður sem tók á móti henni virðist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að tilefni skýrslutökunnar væri eingöngu rangur framburður konunnar., þar sem hún hafi verið með stöðu sakbornings. „Ber skýrslutakan skýrt með sér þennan misskilning og er óheppilegt að kvartandi, eða lögmaður hennar sem var viðstaddur skýrslutökuna, hafi ekki leiðrétt þennan misskilning. Í kjölfar skýrslutökunnar var lögmaður kvartanda í samskiptum við lögreglu og áframsendi gögn vegna málsins. Ekki sé tilefni til þess að aðhafast frekar vegna málsins en nefndin beini þeim tilmælum til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að ganga úr skugga um að tryggt sé að upplýsingar sem fram koma í skýrslutökum hjá Bjarkarhlíð skili sér til lögreglumanna í kærumóttöku með fullnægjandi hætti. Lögreglan Lögreglumál Úrskurðar- og kærunefndir Heimilisofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, segir að nefndinni hafi borist erindi frá lögmanni, fyrir hönd konunnar, í lok apríl þessa árs. Í erindinu hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð starfsmanna embættis Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem konan telji vera ámælisverð og ekki í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Engin rannsókn hafin sjö mánuðum seinna Fram hafi komið að konan hafi lagt fram kæru þann 28. ágúst 2024, vegna brota í nánu sambandi og í upphafi þeirrar skýrslutöku hefði hún óskað eftir að lögmaðurinn yrði tilnefndur sem réttargæslumaður hennar vegna málsins og skrifað hafi verið undir eyðublað þess efnis. Þann 22. apríl 2025, hafi lögmaður konunnar sent tölvupóst á lögreglumanninn sem stýrði skýrslutökunni og óskað eftir upplýsingum um hvernig rannsókn málsins stæði. Í kjölfarið hafi hann fengið þær upplýsingar að engin rannsókn hefði farið af stað vegna málsins, en það yrði þá gert. Hafði mætt í viðtal í Bjarkarhlíð Í ákvörðuninni segir að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi svarað erindi nefndarinnar í lok maí síðastliðnum. Þar hafi meðal annars komið fram að „einhvers misskilnings“ virðist hafa gætt í samskiptum embættisins við konuna og lögmann hennar. Ekki hafi verið alveg ljóst hvað konan hafi viljað kæra. Í máli sem sé titlað Bjarkarhlíð-viðtal hafi rannsókn vegna heimilisofbeldis verið opnuð og rannsóknarlögregla muni fara yfir málið og taka ákvörðun um framvindu þess. Um tilefni viðtals konunna hjá Bjarkarhlíð komi fram í dagbókarfærslu lögreglu dagsettri 28. ágúst 2024 að konan hafi mætt í viðtal og ráðgjöf hjá lögreglumanni í Bjarkarhlíð í tengslum við umferðarslys sem varð árið 2023. Einnig að konan segðist sjá atburðinn í öðru ljósi eftir að hún sleit samvistum við sambýlismann sinn og vildi leggja fram formlega kæru vegna málsins. Þá komi fram að hringt hefði verið í konuna þann 26. ágúst 2024 og hún beðin að mæta í kærumóttöku daginn eftir. Maðurinn hafi neytt hana til að gefa rangan framburð Í samantekt vegna skýrslutökunnar, sem fram fór þann 27. ágúst 2024 hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, komi fram að konunni hafi verið kynnt tilefni skýrslutökunnar, sem hafi verið rangur framburður. Í dagbókarfærslu embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi komi fram að konan hafi komið þann 27. ágúst 2024, á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu til þess að gefa framburð sinn í máli sem hafi verið til rannsóknar er hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi og varði umferðarslys. Konan hafi sagt sambýlismann sinn hafa þvingað sig til að gefa rangan framburð hjá lögreglu um atvik umferðarslyssins en ótilgreindur einstaklingur hafi slasast nokkuð alvarlega í slysinu. Af hljóðupptöku af skýrslutökunni komi skýrt fram að tilefni skýrslutökunnar hafi verið rangur framburður konnunnar. Þá megi ráða af tölvupóstssamskiptum á milli lögmanns konunnar og lögreglumannsins sem framkvæmdi skýrslutökuna að tvö mál væru til meðferðar, annars vegar umferðarslysið og hins vegar mál sem varðar áreitni. Þá bendi dagbók lögreglu til þess að konan hafi verið í góðri trú um að hún væri mætt til að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum. Skýr misskilningur Loks segir að eftir yfirferð nefndarinnar á erindinu og gögnum málsins telji nefndin að mistök hafi átt sér stað þegar konan mætti til skýrslutöku þann 27.ágúst 2024. Í kjölfar viðtals við lögreglumann hjá Bjarkarhlíð þann 23. ágúst sama árs hafi konan verið í góðri trú um að hún væri mætt til skýrslutöku til að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum. Sá lögreglumaður sem tók á móti henni virðist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að tilefni skýrslutökunnar væri eingöngu rangur framburður konunnar., þar sem hún hafi verið með stöðu sakbornings. „Ber skýrslutakan skýrt með sér þennan misskilning og er óheppilegt að kvartandi, eða lögmaður hennar sem var viðstaddur skýrslutökuna, hafi ekki leiðrétt þennan misskilning. Í kjölfar skýrslutökunnar var lögmaður kvartanda í samskiptum við lögreglu og áframsendi gögn vegna málsins. Ekki sé tilefni til þess að aðhafast frekar vegna málsins en nefndin beini þeim tilmælum til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að ganga úr skugga um að tryggt sé að upplýsingar sem fram koma í skýrslutökum hjá Bjarkarhlíð skili sér til lögreglumanna í kærumóttöku með fullnægjandi hætti.
Lögreglan Lögreglumál Úrskurðar- og kærunefndir Heimilisofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira