Langlífi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 23. apríl 2018 07:00 „Líflína þín er óvenju stutt, þannig að þú verður ekkert voðalega gömul,“ sagði spákona mér þegar ég var tvítug. Hún sagði mér líka ýmislegt annað sem átti eftir að rætast. Því hefur það hvarflað að mér hvort endalok okkar séu fyrirfram ákveðin. En þegar saga langlífustu þjóðar heims er skoðuð má læra ýmislegt. Japanir voru ekki alltaf langlífastir. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru Japanir með eina hæstu dánartíðnina og árið 1980 voru íbúar Nagano-héraðs í japönsku ölpunum með hæstu tíðni heilablóðfalla. Ráðamenn leituðu skýringa og fundu hana í þjóðarréttinum tsukemono sem inniheldur mikið af salti og var vinsæll í héraðinu. Með öflugu fræðsluátaki tókst að draga úr neyslunni sem varð til þess að tíðni heilablóðfalla lækkaði hratt. Japanir hafa gert fleira til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Eftir að ævistarfinu lýkur taka margir upp hlutastarf á nýjum vettvangi. Þeir virkja hver annan í gönguferðir, nágranna og fjölskyldu. Þeir bera fram matinn á litlum diskum og innbyrða um þriðjung af hitaeiningunum sem Bandaríkjamenn neyta. Japanir hugsa um hreinlæti og heilbrigðiskerfið er gott. Fjölskyldan er náin og félagsleg tengsl sterk. Stjórnvöld leggja áherslu á forvarnir fyrir íbúa sína svo þeir lifi ekki einungis lengi heldur geti notið þess að eldast heilbrigðir. Fyrst eftir spádóminn hugsaði ég með mér að það væri nú bara helvíti gott ef ég næði fertugu. Svo varð ég fertug og mér fannst lífið rétt að byrja. Því er gott til þess að hugsa að við getum gert ýmislegt til að auka líkurnar á að við náum háum aldri. Það hafa Japanir kennt okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
„Líflína þín er óvenju stutt, þannig að þú verður ekkert voðalega gömul,“ sagði spákona mér þegar ég var tvítug. Hún sagði mér líka ýmislegt annað sem átti eftir að rætast. Því hefur það hvarflað að mér hvort endalok okkar séu fyrirfram ákveðin. En þegar saga langlífustu þjóðar heims er skoðuð má læra ýmislegt. Japanir voru ekki alltaf langlífastir. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru Japanir með eina hæstu dánartíðnina og árið 1980 voru íbúar Nagano-héraðs í japönsku ölpunum með hæstu tíðni heilablóðfalla. Ráðamenn leituðu skýringa og fundu hana í þjóðarréttinum tsukemono sem inniheldur mikið af salti og var vinsæll í héraðinu. Með öflugu fræðsluátaki tókst að draga úr neyslunni sem varð til þess að tíðni heilablóðfalla lækkaði hratt. Japanir hafa gert fleira til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Eftir að ævistarfinu lýkur taka margir upp hlutastarf á nýjum vettvangi. Þeir virkja hver annan í gönguferðir, nágranna og fjölskyldu. Þeir bera fram matinn á litlum diskum og innbyrða um þriðjung af hitaeiningunum sem Bandaríkjamenn neyta. Japanir hugsa um hreinlæti og heilbrigðiskerfið er gott. Fjölskyldan er náin og félagsleg tengsl sterk. Stjórnvöld leggja áherslu á forvarnir fyrir íbúa sína svo þeir lifi ekki einungis lengi heldur geti notið þess að eldast heilbrigðir. Fyrst eftir spádóminn hugsaði ég með mér að það væri nú bara helvíti gott ef ég næði fertugu. Svo varð ég fertug og mér fannst lífið rétt að byrja. Því er gott til þess að hugsa að við getum gert ýmislegt til að auka líkurnar á að við náum háum aldri. Það hafa Japanir kennt okkur.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun