Eru samræmd próf brot á jafnræðisreglu Barnasáttmála? Rakel Sölvadóttir skrifar 25. apríl 2018 07:00 Samkvæmt jafnræðisreglu 2. gr. Barnasáttmála, þá eiga öll börn að njóta sömu réttinda án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns. Það eru mjög skiptar skoðanir um ágæti samræmdra prófa á Íslandi. Sumir telja mikilvægt að ná mælingum á grunnþáttum náms með þessu móti og bera saman milli skóla, sveitarfélaga og milli ára. Allt gott og blessað með það en verður þá ekki að gæta jafnræðis í fyrirlögn? Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá því að taka prófin vegna til dæmis námsörðugleika. En eru niðurstöður þá ekki skekktar? Eru niðurstöður þá að gefa rétta sýn á námsárangur eins og prófin eru sett upp til að mæla? Einnig er hægt að sækja um stuðningsúrræði og má þar nefna lengri próftíma og/eða upplestur á prófi. Þetta er gert með það að markmiði að nemendur eigi auðveldara með að sýna færni sína þrátt fyrir fötlun eða sérstakar aðstæður samkvæmt reglum um fyrirlögn samræmdra prófa. Þarna hélt ég að verið væri að gæta jafnræðis en nei, alls ekki. Þarna er verið að stilla börnunum upp fyrir höfnun og óréttlæti þar sem þau geta ekki klárað prófið. Úrræðið má nefnilega ekki skarast við þá færni sem verið er að meta, til dæmis við mat á lestrarfærni samkvæmt blessuðum reglunum. Tökum sem dæmi barn með lesblindu. Sótt er um stuðningsúrræði og barnið fær því upplestur á prófi til að sýna færni sína. Því miður veitir þessi undanþága ekki jafnræði samkvæmt Barnasáttmála því að nemandinn fær einungis upplestur á hluta prófsins, yfirleitt helmingi eða tveimur þriðju af prófinu. Samkvæmt regluverkinu á nemandinn að hætta að vera lesblindur hinn hluta prófsins. Er ekki kominn tími á að endurskoða þessa fyrirlögn eða hreinlega leggja hana niður þar sem hún er barn síns tíma?Höfundur er verkefnisstjóri í HR, stofnandi Skema og FKAfélagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt jafnræðisreglu 2. gr. Barnasáttmála, þá eiga öll börn að njóta sömu réttinda án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns. Það eru mjög skiptar skoðanir um ágæti samræmdra prófa á Íslandi. Sumir telja mikilvægt að ná mælingum á grunnþáttum náms með þessu móti og bera saman milli skóla, sveitarfélaga og milli ára. Allt gott og blessað með það en verður þá ekki að gæta jafnræðis í fyrirlögn? Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá því að taka prófin vegna til dæmis námsörðugleika. En eru niðurstöður þá ekki skekktar? Eru niðurstöður þá að gefa rétta sýn á námsárangur eins og prófin eru sett upp til að mæla? Einnig er hægt að sækja um stuðningsúrræði og má þar nefna lengri próftíma og/eða upplestur á prófi. Þetta er gert með það að markmiði að nemendur eigi auðveldara með að sýna færni sína þrátt fyrir fötlun eða sérstakar aðstæður samkvæmt reglum um fyrirlögn samræmdra prófa. Þarna hélt ég að verið væri að gæta jafnræðis en nei, alls ekki. Þarna er verið að stilla börnunum upp fyrir höfnun og óréttlæti þar sem þau geta ekki klárað prófið. Úrræðið má nefnilega ekki skarast við þá færni sem verið er að meta, til dæmis við mat á lestrarfærni samkvæmt blessuðum reglunum. Tökum sem dæmi barn með lesblindu. Sótt er um stuðningsúrræði og barnið fær því upplestur á prófi til að sýna færni sína. Því miður veitir þessi undanþága ekki jafnræði samkvæmt Barnasáttmála því að nemandinn fær einungis upplestur á hluta prófsins, yfirleitt helmingi eða tveimur þriðju af prófinu. Samkvæmt regluverkinu á nemandinn að hætta að vera lesblindur hinn hluta prófsins. Er ekki kominn tími á að endurskoða þessa fyrirlögn eða hreinlega leggja hana niður þar sem hún er barn síns tíma?Höfundur er verkefnisstjóri í HR, stofnandi Skema og FKAfélagskona
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar