Í hvert einasta sinn segi ég mér að þetta sé búið Magnús Guðmundsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Anton Lachky danshöfundur segir mikilvægt að vinna með styrkleika dansara en leggja þó einnig fyrir þá áskoranir. Vísir/stefán Slóvakinn Anton Lachky byrjaði ungur að dansa en ólíkt mörgum kollega hans í Vestur-Evrópu hóf hann dansferilinn í þjóðdönsum. Hann segir að í heimalandi sínu séu vinsældir þjóðdansa miklar og hefðin sterk. „Þetta er kannski ekki eins vinsælt hjá krökkum í dag og það var þegar ég var gutti, ég er fæddur 1982, en mín kynslóð var mjög heilluð af þessum dönsum. Auðvitað var það hjá okkur eins og víða að það var alltaf ákveðinn þrýstingur á stráka að vera í fótbolta eða júdó, að vera íþróttum frekar en í dansi, en það var samt vinsælt að vera í dansinum. Vegna þess að það var fullt af strákum í dansinum þá hafði maður þar líka félaga og vini sem voru í þessu með manni og það breytti ótrúlega miklu. Veitti manni mikilvægan stuðning.“ Lachky bendir á að þjóðdansarnir í Austur-Evrópu eigi það allir sameiginlegt að fela í sér gríðarlega líkamlega áskorun. „Það er sama hvert litið er, til Ungverjalands, Rúmeníu, Transilvaníu og svo framvegis, þetta er allt mjög erfitt og má nánast segja að erfiðleikastigið aukist eftir því sem austar dregur því þá bætast kósakkastökkin við. En alltaf á dansinn sínar sömu rætur þar sem ástæða þess að fólk byrjar að dansa er ein og hin sama, hvort sem horft er heim eða til Afríku og þannig mætti áfram telja. Fólk byrjar að dansa til þess að létta sér lífið. Fólk sem stritaði á ökrunum alla daga dansaði svo um það líf og þannig tengist dansinn alltaf veruleika fólks í þjóðdönsum. Það finnst mér vera mjög heillandi og þó svo ég hafi svo valið að gerast atvinnudansari og færa mig yfir í ballettinn á sínum tíma þá hefur þessi hugsun fylgt mér á ferli mínum.“Bjuggum á bílastæðinu Þegar Lachky var um fjórtán ára gamall tók hann þá ákvörðun að gera dansinn að lifibrauði. Í framhaldinu fór hann og stundaði nám við J.L. Bellu Conservatory í Banská Bystrica, í M.A.P.A. (Moving Academy for Performing Arts), Háskólann í Bratislava og svo að lokum við P.A.R.T.S. í Belgíu. Hann segir að fyrst um sinn hafi þjóðdansarnir haldið áfram að vera hluti af náminu til helminga á móti klassíska og nútíma hlutanum. „Fljótlega fór ég þá að átta mig á því hvað ég gæti gert sem dansari og hvað ekki. Að byrja að dansa klassískan ballett fjórtán ára er ansi seint og þá er erfitt að ná þeim líkamsstöðum sem þurfa að vera orðnar hluti af manni á því stigi.“Úr sýningunni Hin lánsömu sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í Borgarleikhúsinu annað kvöld.Jónatan GrétarssonLachky segir að á ákveðnum tímapunkti hafi honum fundist að hann þyrfti að leita út fyrir landsteinana til þess að halda áfram með nám sitt og feril. „Við vorum nokkrir félagarnir sem fréttum af þessum skóla, P.A.R.T.S í Brussel, sem við vorum mjög spenntir fyrir. Við gerðum okkur ekki miklar vonir um að komast inn en ákváðum samt að láta á það reyna, keyrðum til Belgíu og bjuggum á bílastæði við skólann. Við vorum bara fátækir strákar frá Slóvakíu og það brá nú sumum aðeins við að sjá okkur þarna á morgnana að bursta tennurnar. En ég og fleiri komumst þó inn og ég var við í skólann í eitt ár og komst í framhaldi á minn fyrsta samning sem dansari. En þegar ég horfi til baka þá finnst mér að samvinnan með æskuvinum mínum úr dansinum hafi mótað mig og minn feril ótrúlega mikið. Núna eru þetta orðin sautján ár sem ég hef búið og starfað í Brussel, fyrir utan tvö ár sem ég var í London, en þetta er orðið að minni heimaborg. Þar er ég með minn dansflokk og það er svona miðjan en svo er ég óneitanlega mikið á faraldsfæti við vinnu mína.“Nýtir styrkleikana Anton er einnig mjög eftirsóttur sem bæði danskennari og höfundur en hann hefur þróað sitt eigið kerfi sem hann kallar Anton Lachky – Puzzle Work sem hann nýtir bæði við kennslu og þegar hann er að vinna að eigin verkum. Lachky segir að sér finnist erfitt að lýsa því hvernig kerfið er byggt upp og það þrátt fyrir að hafa unnið með um þúsund manns innan þessa kerfis. „Markmiðið með kerfinu er að hámarka getu og færni hvers dansara fyrir sig með því að nýta styrkleika viðkomandi. Þannig að þegar ég kem að dansaranum þá reyni ég ekki endilega að hafa áhrif á stíl hans heldur reyni ég frekar að vinna mig áfram eftir möguleikunum sem viðkomandi býr yfir. Styrkleikunum. Þannig að ég byrja á því að biðja dansarana mína um að skapa eitthvað sem þeim líður vel með – eitthvað sem þeir gera í sátt við eigin færni. Ég tek það inn og stend með þeim og gæti þess að þvinga ekki upp á þá einhverjum sporum eða hreyfingum sem þeim líður ekki vel með. Það er svona grunnurinn að þessu. Í framhaldinu þarf viðkomandi dansari þó að takast á við áskoranir og halda áfram að þróa sig út frá þeim grunni sem hann skapaði. Þróast og þroskast innan sinna styrkleika. Alla jafna skilar þetta frábærum árangri vegna þess að í þessu umhverfi, þar sem dansara líður vel, er hann tilbúinn til að leggja mikið á sig. Tilbúinn til að gera tilraunir og takast á við sjálfan sig og sína vinnu og tilbúinn til að taka við áskorunum, láta gera til sín kröfur og vilja ná árangri. Auðvitað er þetta ekki einhlítt því sumir eru þannig gerðir að þeir elska áskoranir en fyrir aðra er þetta erfiðara. Kerfi Anton Lachky hámarkar færni dansaranna.Jónatan GrétarssonÞeir sem eiga erfiðara með þetta eru stundum fullir efasemda um hvert þetta muni leiða þá og hvað gerist næst. Þá þarf maður bara að sýna svolitla þolinmæði og hvetja fólk til þess að halda áfram að takast á við áskoranir. Það leiðir alltaf til þess að fólk tekur þessa nálgun í sátt af þeirri einföldu ástæðu að þetta ber árangur. Viðkomandi dansari nær árangri og öðlast styrkleika umfram allar persónulegar væntingar og það er alltaf gleðilegt. Lykillinn að árangri er að halda áfram og þá mun árangurinn skila sér þó svo það taki stundum tíma en ég hika ekkert við að setja pressu á dansarana vegna þess að það skilar þeim fram á við. Það skilar þér litlu sem engu ef þér líður alltaf vel og þægilega með allt sem þú gerir.“Rofar til Lachky segir að í ferlinu sé alltaf haldið áfram, jafnvel þó svo að komið sé að því þeim punkti sem þjónar sýningunni best, vegna þess að það sé alltaf hægt að leita til baka. Koma aftur að því sem er orðið að styrkleika. Þetta sé líka einfaldlega í samræmi við það sköpunarferli sem hann vill að eigi sér stað þegar nýtt verk sé skapað. „Þegar ég er að byrja að vinna verk þá er ég ekki með einhverja endastöð í hausnum. Í hvert einasta sinn sem ég kem á nýjan stað til þess að skapa eitthvað nýtt, þá er ég algjörlega óundirbúinn. Og í hvert einasta sinn segi ég við sjálfan mig að nú sé þetta búið og í hvert einasta skipti skrifa ég konunni minni og segi henni að hugmyndirnar séu búnar og ég búinn að vera. Hún fær alltaf þessi skilaboð og svarar mér með sama æðruleysinu og minnir mig á að þetta verði nú allt í lagi. Minnir mig á hvað ég er búinn að gera. Á sjöunda eða áttunda degi byrjar svo að rofa til. Þá gerist eitthvað smávegis sem færir mér aftur vonina og þá fyllist ég af hugmyndum og allt fer að gerast. Rétt eins og dansararnir þarf ég að hafa trú á kerfinu og fyrr eða síðar skilar það sér,“ segir Lachky og hlær við tilhugsunina. Billjónerar og svanur Aðspurður um verkið sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir annað kvöld og þá staðreynd að það sé mótað inni í ákveðnum söguheimi segir Lachky að það hafi ekki verið markmiðið. „Þetta er ferli, rétt eins og að skrifa, sem þarf að fá að fara í sínar áttir. Í þá átt sem mér finnst að verkið þurfi að fara. Þess vegna nálgast ég mín verk aldrei línulega sem feril frá upphafi til enda, heldur púsla saman því sem passar saman og finn flæðið. Skapa kafla og raða þeim svo saman og leita að því sem mér finnst vanta í söguna.“ Lachky segir að Hin lánsömu séu í sjálfu sér ágætis dæmi um þessa nálgun. En þar er sögð kraftmikil og kómísk saga átta systkina sem lifa velmegunarlífi. Með því að fylgja settum reglum er þeim tryggt hamingjuríkt og gæfusamt líf. „Hin lánsömu eru fjölskylda sem segist vera ríkasta fjölskylda allra tíma. Átta billjónerar sem búa saman í einu húsi sem verða að fylgja ákveðnum reglum til að halda ríkidæminu. Hver setur reglurnar er óvíst en ein af reglunum er til dæmis að þau mega ekki fara út úr húsinu. Þar með erum við komin með ákveðinn ramma sem við getum unnið með og svo eiga ólíkir einstaklingar sínar ólíku sögur. Þannig er til að mynda einn bróðirinn sannfærður um að honum hafi verið ætlað að fæðast sem svanur en því miður fæddist hann sem maður. Þannig að á hverri nóttu laumast hann út og verður að svani í dálitla stund. Þetta er svona dæmi um hvernig sögur eru innan rammans sem við sköpum.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Slóvakinn Anton Lachky byrjaði ungur að dansa en ólíkt mörgum kollega hans í Vestur-Evrópu hóf hann dansferilinn í þjóðdönsum. Hann segir að í heimalandi sínu séu vinsældir þjóðdansa miklar og hefðin sterk. „Þetta er kannski ekki eins vinsælt hjá krökkum í dag og það var þegar ég var gutti, ég er fæddur 1982, en mín kynslóð var mjög heilluð af þessum dönsum. Auðvitað var það hjá okkur eins og víða að það var alltaf ákveðinn þrýstingur á stráka að vera í fótbolta eða júdó, að vera íþróttum frekar en í dansi, en það var samt vinsælt að vera í dansinum. Vegna þess að það var fullt af strákum í dansinum þá hafði maður þar líka félaga og vini sem voru í þessu með manni og það breytti ótrúlega miklu. Veitti manni mikilvægan stuðning.“ Lachky bendir á að þjóðdansarnir í Austur-Evrópu eigi það allir sameiginlegt að fela í sér gríðarlega líkamlega áskorun. „Það er sama hvert litið er, til Ungverjalands, Rúmeníu, Transilvaníu og svo framvegis, þetta er allt mjög erfitt og má nánast segja að erfiðleikastigið aukist eftir því sem austar dregur því þá bætast kósakkastökkin við. En alltaf á dansinn sínar sömu rætur þar sem ástæða þess að fólk byrjar að dansa er ein og hin sama, hvort sem horft er heim eða til Afríku og þannig mætti áfram telja. Fólk byrjar að dansa til þess að létta sér lífið. Fólk sem stritaði á ökrunum alla daga dansaði svo um það líf og þannig tengist dansinn alltaf veruleika fólks í þjóðdönsum. Það finnst mér vera mjög heillandi og þó svo ég hafi svo valið að gerast atvinnudansari og færa mig yfir í ballettinn á sínum tíma þá hefur þessi hugsun fylgt mér á ferli mínum.“Bjuggum á bílastæðinu Þegar Lachky var um fjórtán ára gamall tók hann þá ákvörðun að gera dansinn að lifibrauði. Í framhaldinu fór hann og stundaði nám við J.L. Bellu Conservatory í Banská Bystrica, í M.A.P.A. (Moving Academy for Performing Arts), Háskólann í Bratislava og svo að lokum við P.A.R.T.S. í Belgíu. Hann segir að fyrst um sinn hafi þjóðdansarnir haldið áfram að vera hluti af náminu til helminga á móti klassíska og nútíma hlutanum. „Fljótlega fór ég þá að átta mig á því hvað ég gæti gert sem dansari og hvað ekki. Að byrja að dansa klassískan ballett fjórtán ára er ansi seint og þá er erfitt að ná þeim líkamsstöðum sem þurfa að vera orðnar hluti af manni á því stigi.“Úr sýningunni Hin lánsömu sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í Borgarleikhúsinu annað kvöld.Jónatan GrétarssonLachky segir að á ákveðnum tímapunkti hafi honum fundist að hann þyrfti að leita út fyrir landsteinana til þess að halda áfram með nám sitt og feril. „Við vorum nokkrir félagarnir sem fréttum af þessum skóla, P.A.R.T.S í Brussel, sem við vorum mjög spenntir fyrir. Við gerðum okkur ekki miklar vonir um að komast inn en ákváðum samt að láta á það reyna, keyrðum til Belgíu og bjuggum á bílastæði við skólann. Við vorum bara fátækir strákar frá Slóvakíu og það brá nú sumum aðeins við að sjá okkur þarna á morgnana að bursta tennurnar. En ég og fleiri komumst þó inn og ég var við í skólann í eitt ár og komst í framhaldi á minn fyrsta samning sem dansari. En þegar ég horfi til baka þá finnst mér að samvinnan með æskuvinum mínum úr dansinum hafi mótað mig og minn feril ótrúlega mikið. Núna eru þetta orðin sautján ár sem ég hef búið og starfað í Brussel, fyrir utan tvö ár sem ég var í London, en þetta er orðið að minni heimaborg. Þar er ég með minn dansflokk og það er svona miðjan en svo er ég óneitanlega mikið á faraldsfæti við vinnu mína.“Nýtir styrkleikana Anton er einnig mjög eftirsóttur sem bæði danskennari og höfundur en hann hefur þróað sitt eigið kerfi sem hann kallar Anton Lachky – Puzzle Work sem hann nýtir bæði við kennslu og þegar hann er að vinna að eigin verkum. Lachky segir að sér finnist erfitt að lýsa því hvernig kerfið er byggt upp og það þrátt fyrir að hafa unnið með um þúsund manns innan þessa kerfis. „Markmiðið með kerfinu er að hámarka getu og færni hvers dansara fyrir sig með því að nýta styrkleika viðkomandi. Þannig að þegar ég kem að dansaranum þá reyni ég ekki endilega að hafa áhrif á stíl hans heldur reyni ég frekar að vinna mig áfram eftir möguleikunum sem viðkomandi býr yfir. Styrkleikunum. Þannig að ég byrja á því að biðja dansarana mína um að skapa eitthvað sem þeim líður vel með – eitthvað sem þeir gera í sátt við eigin færni. Ég tek það inn og stend með þeim og gæti þess að þvinga ekki upp á þá einhverjum sporum eða hreyfingum sem þeim líður ekki vel með. Það er svona grunnurinn að þessu. Í framhaldinu þarf viðkomandi dansari þó að takast á við áskoranir og halda áfram að þróa sig út frá þeim grunni sem hann skapaði. Þróast og þroskast innan sinna styrkleika. Alla jafna skilar þetta frábærum árangri vegna þess að í þessu umhverfi, þar sem dansara líður vel, er hann tilbúinn til að leggja mikið á sig. Tilbúinn til að gera tilraunir og takast á við sjálfan sig og sína vinnu og tilbúinn til að taka við áskorunum, láta gera til sín kröfur og vilja ná árangri. Auðvitað er þetta ekki einhlítt því sumir eru þannig gerðir að þeir elska áskoranir en fyrir aðra er þetta erfiðara. Kerfi Anton Lachky hámarkar færni dansaranna.Jónatan GrétarssonÞeir sem eiga erfiðara með þetta eru stundum fullir efasemda um hvert þetta muni leiða þá og hvað gerist næst. Þá þarf maður bara að sýna svolitla þolinmæði og hvetja fólk til þess að halda áfram að takast á við áskoranir. Það leiðir alltaf til þess að fólk tekur þessa nálgun í sátt af þeirri einföldu ástæðu að þetta ber árangur. Viðkomandi dansari nær árangri og öðlast styrkleika umfram allar persónulegar væntingar og það er alltaf gleðilegt. Lykillinn að árangri er að halda áfram og þá mun árangurinn skila sér þó svo það taki stundum tíma en ég hika ekkert við að setja pressu á dansarana vegna þess að það skilar þeim fram á við. Það skilar þér litlu sem engu ef þér líður alltaf vel og þægilega með allt sem þú gerir.“Rofar til Lachky segir að í ferlinu sé alltaf haldið áfram, jafnvel þó svo að komið sé að því þeim punkti sem þjónar sýningunni best, vegna þess að það sé alltaf hægt að leita til baka. Koma aftur að því sem er orðið að styrkleika. Þetta sé líka einfaldlega í samræmi við það sköpunarferli sem hann vill að eigi sér stað þegar nýtt verk sé skapað. „Þegar ég er að byrja að vinna verk þá er ég ekki með einhverja endastöð í hausnum. Í hvert einasta sinn sem ég kem á nýjan stað til þess að skapa eitthvað nýtt, þá er ég algjörlega óundirbúinn. Og í hvert einasta sinn segi ég við sjálfan mig að nú sé þetta búið og í hvert einasta skipti skrifa ég konunni minni og segi henni að hugmyndirnar séu búnar og ég búinn að vera. Hún fær alltaf þessi skilaboð og svarar mér með sama æðruleysinu og minnir mig á að þetta verði nú allt í lagi. Minnir mig á hvað ég er búinn að gera. Á sjöunda eða áttunda degi byrjar svo að rofa til. Þá gerist eitthvað smávegis sem færir mér aftur vonina og þá fyllist ég af hugmyndum og allt fer að gerast. Rétt eins og dansararnir þarf ég að hafa trú á kerfinu og fyrr eða síðar skilar það sér,“ segir Lachky og hlær við tilhugsunina. Billjónerar og svanur Aðspurður um verkið sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir annað kvöld og þá staðreynd að það sé mótað inni í ákveðnum söguheimi segir Lachky að það hafi ekki verið markmiðið. „Þetta er ferli, rétt eins og að skrifa, sem þarf að fá að fara í sínar áttir. Í þá átt sem mér finnst að verkið þurfi að fara. Þess vegna nálgast ég mín verk aldrei línulega sem feril frá upphafi til enda, heldur púsla saman því sem passar saman og finn flæðið. Skapa kafla og raða þeim svo saman og leita að því sem mér finnst vanta í söguna.“ Lachky segir að Hin lánsömu séu í sjálfu sér ágætis dæmi um þessa nálgun. En þar er sögð kraftmikil og kómísk saga átta systkina sem lifa velmegunarlífi. Með því að fylgja settum reglum er þeim tryggt hamingjuríkt og gæfusamt líf. „Hin lánsömu eru fjölskylda sem segist vera ríkasta fjölskylda allra tíma. Átta billjónerar sem búa saman í einu húsi sem verða að fylgja ákveðnum reglum til að halda ríkidæminu. Hver setur reglurnar er óvíst en ein af reglunum er til dæmis að þau mega ekki fara út úr húsinu. Þar með erum við komin með ákveðinn ramma sem við getum unnið með og svo eiga ólíkir einstaklingar sínar ólíku sögur. Þannig er til að mynda einn bróðirinn sannfærður um að honum hafi verið ætlað að fæðast sem svanur en því miður fæddist hann sem maður. Þannig að á hverri nóttu laumast hann út og verður að svani í dálitla stund. Þetta er svona dæmi um hvernig sögur eru innan rammans sem við sköpum.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira