Saksóknari í Svíþjóð fer fram á að Úsbekinn Rakhmat Akilov verði dæmdur í ævilangt fangelsi. Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra.
Réttarhöldunum yfir Úsbekanum fertuga lauk í gær. Sagði saksóknari Akilov hættulegan samfélaginu og yrði það í framtíðinni ef skoðanir hans gagnvart trúlausum myndu ekki breytast. Úsbekinn hefur sagt árásina hafa beinst að trúlausum Svíum en ekki hafi verið ætlunin að drepa ferðamenn. Akilov hefur ekki sýnt neina iðrun við réttarhöldin.
Reiknað er með því að dómur verði kveðinn upp snemmsumars.
Krefjast ævilangs fangelsis yfir Akilov

Tengdar fréttir

Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið
Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag.

Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS
Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum.

Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi
Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum.

Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni
Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl.