Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 19:17 Ættingjar hinna látnu harmi slegnir, framan við Al-Shifa sjúkrahúsið í Gaza-borg. Vísir / AFP Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. Ísraelsher beitti í dag piparúða, byssum sem skjóta gúmmíkúlum og skotvopnum gegn mótmælendum. Palestínumenn hafa haldið fjölmenn mótmæli nú fimm vikur í röð. Í dag var mótmælt á fimm stöðum þar sem landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins liggja. Kröfur mótmælenda eru að fá til baka það land sem þeim tilheyrir, land sem forfeður þeirra og formæður byggðu. Yfirvöld í Ísrael hafa á móti sagt að mótmælin séu aðeins yfirskin og að Hamas-samtökin, sem fara með stjórn Gaza-svæðisins, vilji gera árásir á Ísrael. Ísraelsher hafi aðeins verið að vernda landamærin gegn mótmælendum sem brotið hafi sér leið í gegn um landamæravarnir þeirra. Ísraelskir hermenn hafa drepið 40 manns síðan að mótmælin hófust. Meira en 5000 manns hafa slasast. Aðgerðir mótmælenda eiga að ná hámarki 15. maí. Þá verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að hundruð þúsunda Palestínumanna þurftu að yfirgefa heimili sín og gerast flóttafólk í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag viðbrögð Ísraelsmanna við mótmælunum og sagði viðbrögð hersins vera úr hófi fram og að fjöldi slasaðra væri gífurlegur. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að ríki heims setji vopnasölubann á Ísraelsríki.BBC greinir frá. Erlent Tengdar fréttir Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40 Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. Ísraelsher beitti í dag piparúða, byssum sem skjóta gúmmíkúlum og skotvopnum gegn mótmælendum. Palestínumenn hafa haldið fjölmenn mótmæli nú fimm vikur í röð. Í dag var mótmælt á fimm stöðum þar sem landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins liggja. Kröfur mótmælenda eru að fá til baka það land sem þeim tilheyrir, land sem forfeður þeirra og formæður byggðu. Yfirvöld í Ísrael hafa á móti sagt að mótmælin séu aðeins yfirskin og að Hamas-samtökin, sem fara með stjórn Gaza-svæðisins, vilji gera árásir á Ísrael. Ísraelsher hafi aðeins verið að vernda landamærin gegn mótmælendum sem brotið hafi sér leið í gegn um landamæravarnir þeirra. Ísraelskir hermenn hafa drepið 40 manns síðan að mótmælin hófust. Meira en 5000 manns hafa slasast. Aðgerðir mótmælenda eiga að ná hámarki 15. maí. Þá verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að hundruð þúsunda Palestínumanna þurftu að yfirgefa heimili sín og gerast flóttafólk í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag viðbrögð Ísraelsmanna við mótmælunum og sagði viðbrögð hersins vera úr hófi fram og að fjöldi slasaðra væri gífurlegur. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að ríki heims setji vopnasölubann á Ísraelsríki.BBC greinir frá.
Erlent Tengdar fréttir Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40 Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40
Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39