Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 19:17 Ættingjar hinna látnu harmi slegnir, framan við Al-Shifa sjúkrahúsið í Gaza-borg. Vísir / AFP Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. Ísraelsher beitti í dag piparúða, byssum sem skjóta gúmmíkúlum og skotvopnum gegn mótmælendum. Palestínumenn hafa haldið fjölmenn mótmæli nú fimm vikur í röð. Í dag var mótmælt á fimm stöðum þar sem landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins liggja. Kröfur mótmælenda eru að fá til baka það land sem þeim tilheyrir, land sem forfeður þeirra og formæður byggðu. Yfirvöld í Ísrael hafa á móti sagt að mótmælin séu aðeins yfirskin og að Hamas-samtökin, sem fara með stjórn Gaza-svæðisins, vilji gera árásir á Ísrael. Ísraelsher hafi aðeins verið að vernda landamærin gegn mótmælendum sem brotið hafi sér leið í gegn um landamæravarnir þeirra. Ísraelskir hermenn hafa drepið 40 manns síðan að mótmælin hófust. Meira en 5000 manns hafa slasast. Aðgerðir mótmælenda eiga að ná hámarki 15. maí. Þá verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að hundruð þúsunda Palestínumanna þurftu að yfirgefa heimili sín og gerast flóttafólk í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag viðbrögð Ísraelsmanna við mótmælunum og sagði viðbrögð hersins vera úr hófi fram og að fjöldi slasaðra væri gífurlegur. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að ríki heims setji vopnasölubann á Ísraelsríki.BBC greinir frá. Erlent Tengdar fréttir Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40 Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. Ísraelsher beitti í dag piparúða, byssum sem skjóta gúmmíkúlum og skotvopnum gegn mótmælendum. Palestínumenn hafa haldið fjölmenn mótmæli nú fimm vikur í röð. Í dag var mótmælt á fimm stöðum þar sem landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins liggja. Kröfur mótmælenda eru að fá til baka það land sem þeim tilheyrir, land sem forfeður þeirra og formæður byggðu. Yfirvöld í Ísrael hafa á móti sagt að mótmælin séu aðeins yfirskin og að Hamas-samtökin, sem fara með stjórn Gaza-svæðisins, vilji gera árásir á Ísrael. Ísraelsher hafi aðeins verið að vernda landamærin gegn mótmælendum sem brotið hafi sér leið í gegn um landamæravarnir þeirra. Ísraelskir hermenn hafa drepið 40 manns síðan að mótmælin hófust. Meira en 5000 manns hafa slasast. Aðgerðir mótmælenda eiga að ná hámarki 15. maí. Þá verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að hundruð þúsunda Palestínumanna þurftu að yfirgefa heimili sín og gerast flóttafólk í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag viðbrögð Ísraelsmanna við mótmælunum og sagði viðbrögð hersins vera úr hófi fram og að fjöldi slasaðra væri gífurlegur. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að ríki heims setji vopnasölubann á Ísraelsríki.BBC greinir frá.
Erlent Tengdar fréttir Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40 Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40
Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39