Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 19:17 Ættingjar hinna látnu harmi slegnir, framan við Al-Shifa sjúkrahúsið í Gaza-borg. Vísir / AFP Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. Ísraelsher beitti í dag piparúða, byssum sem skjóta gúmmíkúlum og skotvopnum gegn mótmælendum. Palestínumenn hafa haldið fjölmenn mótmæli nú fimm vikur í röð. Í dag var mótmælt á fimm stöðum þar sem landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins liggja. Kröfur mótmælenda eru að fá til baka það land sem þeim tilheyrir, land sem forfeður þeirra og formæður byggðu. Yfirvöld í Ísrael hafa á móti sagt að mótmælin séu aðeins yfirskin og að Hamas-samtökin, sem fara með stjórn Gaza-svæðisins, vilji gera árásir á Ísrael. Ísraelsher hafi aðeins verið að vernda landamærin gegn mótmælendum sem brotið hafi sér leið í gegn um landamæravarnir þeirra. Ísraelskir hermenn hafa drepið 40 manns síðan að mótmælin hófust. Meira en 5000 manns hafa slasast. Aðgerðir mótmælenda eiga að ná hámarki 15. maí. Þá verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að hundruð þúsunda Palestínumanna þurftu að yfirgefa heimili sín og gerast flóttafólk í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag viðbrögð Ísraelsmanna við mótmælunum og sagði viðbrögð hersins vera úr hófi fram og að fjöldi slasaðra væri gífurlegur. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að ríki heims setji vopnasölubann á Ísraelsríki.BBC greinir frá. Erlent Tengdar fréttir Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40 Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. Ísraelsher beitti í dag piparúða, byssum sem skjóta gúmmíkúlum og skotvopnum gegn mótmælendum. Palestínumenn hafa haldið fjölmenn mótmæli nú fimm vikur í röð. Í dag var mótmælt á fimm stöðum þar sem landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins liggja. Kröfur mótmælenda eru að fá til baka það land sem þeim tilheyrir, land sem forfeður þeirra og formæður byggðu. Yfirvöld í Ísrael hafa á móti sagt að mótmælin séu aðeins yfirskin og að Hamas-samtökin, sem fara með stjórn Gaza-svæðisins, vilji gera árásir á Ísrael. Ísraelsher hafi aðeins verið að vernda landamærin gegn mótmælendum sem brotið hafi sér leið í gegn um landamæravarnir þeirra. Ísraelskir hermenn hafa drepið 40 manns síðan að mótmælin hófust. Meira en 5000 manns hafa slasast. Aðgerðir mótmælenda eiga að ná hámarki 15. maí. Þá verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að hundruð þúsunda Palestínumanna þurftu að yfirgefa heimili sín og gerast flóttafólk í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag viðbrögð Ísraelsmanna við mótmælunum og sagði viðbrögð hersins vera úr hófi fram og að fjöldi slasaðra væri gífurlegur. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að ríki heims setji vopnasölubann á Ísraelsríki.BBC greinir frá.
Erlent Tengdar fréttir Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40 Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40
Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39