Einn af lífvörðum boxarans Floyd Mayweather varð fyrir skoti er ráðist var á bílalest boxarans í Atlanta í gær.
Mayweather og félagar voru að keyra um í þremur bílum er árásin var gerð. Mayweather var ekki í bílnum sem skotið var á og er ómeiddur. Sá er var skotinn er laus af spítala. Hann fékk skotið í fótinn og slapp vel.
Talsmaður lögreglunnar í Atlanta segir að svo virðist vera sem þessi skotárás hafi ekki verið handahófskennd.
Mayweather og félagar voru á leið af næturklúbbi upp á hótel er bíll, sem var við hlið þeirra, hóf skothríð. Árásarmennirnir eltu svo bílalest Mayweather í nokkurn tíma áður en þeir létu sig hverfa.
Skotið á bílalest Mayweather
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti




„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn


