Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fara ört fjölgandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 20:00 Andrzej stodulski flutti til Íslands árið 2006 til að vinna. Vísir/Skjáskot Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fjölga ört á næstu áratugum en um er að ræða afar jaðarsettan hóp sem oft býr við skert lífeyrisréttindi að sögn félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Eldri innflytjandi sem hefur um 120 þúsund í mánaðartekjur segir að bæta mætti upplýsingagjöf um þau réttindi og þjónustu sem þessum hópi standi til boða. Samkvæmt tölum Hagstofunar eru rétt rúmlega þrjú þúsund innflytjendur á aldrinum 60-100 ára búsettir á Íslandi sem koma frá yfir 100 löndum. Flestir þeirra komu hingað til lands til að sameinast fjölskyldu og hafa margir búið á Íslandi í svo skamman tíma að þeir eiga takmarkaðan lífeyris- og bótarétt og eru margir háðir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Í dag er þetta í raun og veru lítill hópur, aldraðir af erlendum uppruna, en í framtíðinni er þetta hópur sem á eftir að fara ört stækkandi. Það hafa orðið miklar samfélagsbreytingar, hingað streymir fólk alls staðar að úr heiminum sem ætlar að setjast hérna að, þannig að við þurfum að huga að þjónustu fyrir þennan hóp,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þessari þróun verði að bregðast við enda sé um einstaklega viðkvæman hóp að ræða. „Þetta er jaðarsettur, viðkvæmur hópur sem þarf að huga sérstaklega að og veita þjónustu út frá því, því að þau eru líka einangruð, við vitum að það eru margir einangraðir þarna úti," segir Edda. Pólskur maður sem kom hingað til lands árið 2006 segist vera heppnari en margir aðrir í hans stöðu. „Ég er að leigja herbergi í miðbænum, það er lítið herbergi, 3x4 metar og það er uppi á háalofti og ég borga fyrir það 50 þúsund á mánuði. Svo eftir það á ég í kringum 70 þúsund til að lifa af en þarf samt að spara því ég er listamaður og þarf peninga til að kaupa hluti til að skapa,“ segir Andrzje Stodulski, en hann deildi reynslu sinni á málþingi um stöðu eldra fólks af erlendum uppruna sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hann lætur aftur á móti vel af reynslu sinni af íslensku velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustu en hann greindist með krabbamein nokkrum árum eftir að hann fluttist hingað til lands. Helst mætti þó bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem standi til boða. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fjölga ört á næstu áratugum en um er að ræða afar jaðarsettan hóp sem oft býr við skert lífeyrisréttindi að sögn félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Eldri innflytjandi sem hefur um 120 þúsund í mánaðartekjur segir að bæta mætti upplýsingagjöf um þau réttindi og þjónustu sem þessum hópi standi til boða. Samkvæmt tölum Hagstofunar eru rétt rúmlega þrjú þúsund innflytjendur á aldrinum 60-100 ára búsettir á Íslandi sem koma frá yfir 100 löndum. Flestir þeirra komu hingað til lands til að sameinast fjölskyldu og hafa margir búið á Íslandi í svo skamman tíma að þeir eiga takmarkaðan lífeyris- og bótarétt og eru margir háðir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Í dag er þetta í raun og veru lítill hópur, aldraðir af erlendum uppruna, en í framtíðinni er þetta hópur sem á eftir að fara ört stækkandi. Það hafa orðið miklar samfélagsbreytingar, hingað streymir fólk alls staðar að úr heiminum sem ætlar að setjast hérna að, þannig að við þurfum að huga að þjónustu fyrir þennan hóp,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þessari þróun verði að bregðast við enda sé um einstaklega viðkvæman hóp að ræða. „Þetta er jaðarsettur, viðkvæmur hópur sem þarf að huga sérstaklega að og veita þjónustu út frá því, því að þau eru líka einangruð, við vitum að það eru margir einangraðir þarna úti," segir Edda. Pólskur maður sem kom hingað til lands árið 2006 segist vera heppnari en margir aðrir í hans stöðu. „Ég er að leigja herbergi í miðbænum, það er lítið herbergi, 3x4 metar og það er uppi á háalofti og ég borga fyrir það 50 þúsund á mánuði. Svo eftir það á ég í kringum 70 þúsund til að lifa af en þarf samt að spara því ég er listamaður og þarf peninga til að kaupa hluti til að skapa,“ segir Andrzje Stodulski, en hann deildi reynslu sinni á málþingi um stöðu eldra fólks af erlendum uppruna sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hann lætur aftur á móti vel af reynslu sinni af íslensku velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustu en hann greindist með krabbamein nokkrum árum eftir að hann fluttist hingað til lands. Helst mætti þó bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem standi til boða.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira