Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. apríl 2018 10:57 Stóru málin Eitt af stærstu áherslumálum Garðabæjarlistans eru velferðarmál. Velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg grunnstoð í hverju samfélagi. Það skiptir máli að okkar innsti kjarni sé styrkur, að við séum hvert og eitt okkar við góða líðan og heilsu líkamlega sem og andlega.Bjóðum upp á faglega þjónustu Þess vegna skiptir það okkur sem komum að Garðabæjarlistanum mjög miklu máli að í Garðabæ sé sérstaklega vandað til verka þegar kemur að viðkæmum málaflokki eins og velferðarmálum. Þegar einstaklingur þarf á aðstoð að halda frá samfélaginu þá skiptir máli að slík aðstoð fáist sem faglegustu og um leið að hún sé miðuð að þörfum hvers og eins. Líðan og velferð okkar alla skiptir máli og felur í sér gríðarleg lífsgæði. Þegar einstaklingur þarf á einhvers konar aðstoð eða stuðningi að halda þá þarf bæjarfélagið að vanda til verka og hafa ígrundað vel þá þjónustu sem í aðstoðinni felst.Stefnumótun með skýrri og metnaðarfullri framtíðarsýn Við í Garðabæjarlistanum viljum vandaða og metnaðarfulla stefnumótun í velferðarmálum. Við tökum einfaldlega ekki annað í mál en að bæjarfélag eins og Garðabær, sem stendur vel fjárhagslega, standi undir þeim kröfum sem við gerum sem samfélag. Við viljum að allir einstaklingar fái notið sín í samfélaginu sem þeir tilheyra og geri það með reisn. Til þess að svo megi vera þarf að hafa skýra sýn og fyrir fram mótaða stefnu um hvernig þjónustu er boðið upp á og hvernig hún er veitt til einstaklinga.Þjónustumiðuð stjórnsýsla er lykill Stjórnsýslan verður að þjóna tilgangi sínum sem er að vera fyrst og fremst í hlutverki þjónustu við íbúa. Við þurfum að byggja upp faglega þjónustu sem leiðir það af sér að hver einasti Garðbæingur upplifi sig heima. Félagsleg úrræði eru einn liður í heildstæðri velferðarþjónustu. Það skiptir máli að Garðabær geri ráð fyrir því að meðal Garðbæinga eru, eins og alls staðar annar staðar, einstaklingar sem munu þurfa á slíkum úrræðum að halda eða þurfa það nú þegar. Við þessari þörf verður að bregðast með faglegum hætti og af ábyrgð.Á tímamótum Við stöndum á ákveðnum tímamótum í kjölfar löggildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann felur m.a. í sér ákveðnar breytingar á viðmóti í velferðarþjónustu almennt sem gengur einfaldlega út á það að gera betur og bera virðingu fyrir rétti einstaklingsins til sjálfstæðs lífs óháð aðstöðu eða atgervi. Við erum einfaldlega komin á þann stað að við viðurkennum réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Í því felst m.a. sjálfstæð búseta, aðgengi að samfélaginu í sinni fjölbreyttustu mynd og stuðningur til athafna. Stuðningur bæjarfélagsins verður að taka tillit til misjafnra þarfa einstaklinga, því velferðarþjónusta snýst nefnilega um einstaklinga en ekki kerfi.Gerum betur Garðabær á að okkar mati að vera í fararbroddi í velferðarmálum. Við Garðbæingar eigum að geta verið stolt af því að standa vel að málum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu okkar. Garðabæjarlistinn vill hafa mennsku og samkennd í fyrirrúmi. Við munum beita okkur af öllum krafti í þágu velferðar og vellíðanar allra íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Stóru málin Eitt af stærstu áherslumálum Garðabæjarlistans eru velferðarmál. Velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg grunnstoð í hverju samfélagi. Það skiptir máli að okkar innsti kjarni sé styrkur, að við séum hvert og eitt okkar við góða líðan og heilsu líkamlega sem og andlega.Bjóðum upp á faglega þjónustu Þess vegna skiptir það okkur sem komum að Garðabæjarlistanum mjög miklu máli að í Garðabæ sé sérstaklega vandað til verka þegar kemur að viðkæmum málaflokki eins og velferðarmálum. Þegar einstaklingur þarf á aðstoð að halda frá samfélaginu þá skiptir máli að slík aðstoð fáist sem faglegustu og um leið að hún sé miðuð að þörfum hvers og eins. Líðan og velferð okkar alla skiptir máli og felur í sér gríðarleg lífsgæði. Þegar einstaklingur þarf á einhvers konar aðstoð eða stuðningi að halda þá þarf bæjarfélagið að vanda til verka og hafa ígrundað vel þá þjónustu sem í aðstoðinni felst.Stefnumótun með skýrri og metnaðarfullri framtíðarsýn Við í Garðabæjarlistanum viljum vandaða og metnaðarfulla stefnumótun í velferðarmálum. Við tökum einfaldlega ekki annað í mál en að bæjarfélag eins og Garðabær, sem stendur vel fjárhagslega, standi undir þeim kröfum sem við gerum sem samfélag. Við viljum að allir einstaklingar fái notið sín í samfélaginu sem þeir tilheyra og geri það með reisn. Til þess að svo megi vera þarf að hafa skýra sýn og fyrir fram mótaða stefnu um hvernig þjónustu er boðið upp á og hvernig hún er veitt til einstaklinga.Þjónustumiðuð stjórnsýsla er lykill Stjórnsýslan verður að þjóna tilgangi sínum sem er að vera fyrst og fremst í hlutverki þjónustu við íbúa. Við þurfum að byggja upp faglega þjónustu sem leiðir það af sér að hver einasti Garðbæingur upplifi sig heima. Félagsleg úrræði eru einn liður í heildstæðri velferðarþjónustu. Það skiptir máli að Garðabær geri ráð fyrir því að meðal Garðbæinga eru, eins og alls staðar annar staðar, einstaklingar sem munu þurfa á slíkum úrræðum að halda eða þurfa það nú þegar. Við þessari þörf verður að bregðast með faglegum hætti og af ábyrgð.Á tímamótum Við stöndum á ákveðnum tímamótum í kjölfar löggildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann felur m.a. í sér ákveðnar breytingar á viðmóti í velferðarþjónustu almennt sem gengur einfaldlega út á það að gera betur og bera virðingu fyrir rétti einstaklingsins til sjálfstæðs lífs óháð aðstöðu eða atgervi. Við erum einfaldlega komin á þann stað að við viðurkennum réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Í því felst m.a. sjálfstæð búseta, aðgengi að samfélaginu í sinni fjölbreyttustu mynd og stuðningur til athafna. Stuðningur bæjarfélagsins verður að taka tillit til misjafnra þarfa einstaklinga, því velferðarþjónusta snýst nefnilega um einstaklinga en ekki kerfi.Gerum betur Garðabær á að okkar mati að vera í fararbroddi í velferðarmálum. Við Garðbæingar eigum að geta verið stolt af því að standa vel að málum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu okkar. Garðabæjarlistinn vill hafa mennsku og samkennd í fyrirrúmi. Við munum beita okkur af öllum krafti í þágu velferðar og vellíðanar allra íbúa.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun