Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2018 14:00 Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygering færði honum. Vísir/vilhelm Verðandi mæður mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun til að afhenda fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra. Ráðherra segir erfitt að semja um langt um betri kjör við þær en öðrum sé boðið nema heildarsamtök á vinnumarkaði sameinist um að bæta þurfi kjör ljósmæðra umfram aðra. Ekkert hefur gengið í viðræðum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en ljósmæður krefjast þess að grunnlaun þeirra séu leiðrétt þar sem tveggja ára viðbótarnám þeirra að loknu hjúkrunarnámi færi þeim lægri laun en hjúkrunarfræðingar hafi. Þrjár konur, tvær verðandi mæður og ein með nýfætt barn mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og færðu Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra köku með mynd af fóstri í móðurkviði að loknum ríkisstjórnarfundi. Vildu þær þannig hvetja ráðherra til að ganga að kröfum ljósmæðra.Sjá einnig: Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygenring færði honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. „Það er allt í lagi að skipta um skoðun þótt maður standi á einhverri skoðun. Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra,“ sagði Íris Tanja við Bjarna. „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ svaraði Bjarni.Bjarni Benediktsson með kökuna fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/VilhelmÍris Tanja sagðist vona að samningar næðust sem fyrst við ljósmæður því málið varðaði alla í þjóðfélaginu. En Bjarni hefur sagt að kröfur ljósmæðra séu óaðgengilegar. „Þó að þessar kröfur séu umfram aðrar eru þær langt á eftir í launum,“ sagði Íris Tanja. „Já, um leið og við fengjum skriflega yfirlýsingu frá heildarsamtökunum og öðrum stéttarfélögum um að þau sætti sig við að ljósmæður myndu hækka margfalt umfram aðra, þá myndi kannski margt breytast,“ sagði Bjarni. Þær kröfur sem síðast hafi komið fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám ef gengið yrði að þeim. Það breytti því ekki að hann væri bjartsýnn á að hægt verði að vinna með þær kröfur og til þess hefði samninganefnd ríkisins umboð. Íris Tanja var ekki sátt við svör fjármálaráðherra en hún var með níu mánaða dóttur sína Kolbrá Sögu með sér þegar hún hitti Bjarna. „Hún fæddist í lok júní í fyrra. Ég var þrjá daga að eiga hana og fór þarna (á fæðingardeildinni) í gegnum nokkrar vaktir. Meira að segja hitti ég eina konuna þrisvar,“Þannig að þú þekkir störf ljósmæðra vel?„Mjög og þær eru að vinna eitt merkilegasta og óeigingjarnasta starf sem til er,“ sagði Íris Tanja Flygenring. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Verðandi mæður mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun til að afhenda fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra. Ráðherra segir erfitt að semja um langt um betri kjör við þær en öðrum sé boðið nema heildarsamtök á vinnumarkaði sameinist um að bæta þurfi kjör ljósmæðra umfram aðra. Ekkert hefur gengið í viðræðum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en ljósmæður krefjast þess að grunnlaun þeirra séu leiðrétt þar sem tveggja ára viðbótarnám þeirra að loknu hjúkrunarnámi færi þeim lægri laun en hjúkrunarfræðingar hafi. Þrjár konur, tvær verðandi mæður og ein með nýfætt barn mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og færðu Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra köku með mynd af fóstri í móðurkviði að loknum ríkisstjórnarfundi. Vildu þær þannig hvetja ráðherra til að ganga að kröfum ljósmæðra.Sjá einnig: Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygenring færði honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. „Það er allt í lagi að skipta um skoðun þótt maður standi á einhverri skoðun. Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra,“ sagði Íris Tanja við Bjarna. „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ svaraði Bjarni.Bjarni Benediktsson með kökuna fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/VilhelmÍris Tanja sagðist vona að samningar næðust sem fyrst við ljósmæður því málið varðaði alla í þjóðfélaginu. En Bjarni hefur sagt að kröfur ljósmæðra séu óaðgengilegar. „Þó að þessar kröfur séu umfram aðrar eru þær langt á eftir í launum,“ sagði Íris Tanja. „Já, um leið og við fengjum skriflega yfirlýsingu frá heildarsamtökunum og öðrum stéttarfélögum um að þau sætti sig við að ljósmæður myndu hækka margfalt umfram aðra, þá myndi kannski margt breytast,“ sagði Bjarni. Þær kröfur sem síðast hafi komið fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám ef gengið yrði að þeim. Það breytti því ekki að hann væri bjartsýnn á að hægt verði að vinna með þær kröfur og til þess hefði samninganefnd ríkisins umboð. Íris Tanja var ekki sátt við svör fjármálaráðherra en hún var með níu mánaða dóttur sína Kolbrá Sögu með sér þegar hún hitti Bjarna. „Hún fæddist í lok júní í fyrra. Ég var þrjá daga að eiga hana og fór þarna (á fæðingardeildinni) í gegnum nokkrar vaktir. Meira að segja hitti ég eina konuna þrisvar,“Þannig að þú þekkir störf ljósmæðra vel?„Mjög og þær eru að vinna eitt merkilegasta og óeigingjarnasta starf sem til er,“ sagði Íris Tanja Flygenring.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08
Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30