Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 18:08 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag ekki ætla í keppni við Halldóru Mogensen, þingmann Pírata, um hvoru þeirra þyki vænna um ljósmæður. Halldóra hafði beint fyrirspurn til Bjarna vegna stöðunnar sem upp er komin vegna kjarabaráttu ljósmæðra sem Halldóra sagði að hefðu sagt upp í tugatali á síðastliðnum vikum. Sagði hún harðlínustefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum bitna verulega á þessari mikilvægu stétt og þeim mikilvægu deildum Landspítalans sem þær vinna á. Halldóra sagði fjármálaráðherra bera ábyrgð á starfsmanna- og kjaramálum ríkisins og spurði hvort hann beri þá ekki endanlega ábyrgð á því neyðarástandi sem blasir við. Bjarni Benediktsson sagðist vera einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa farið upp á fæðingardeild, alls fjórum sinnum, þar sem mjög hefur reynt á þá þjónustu sem hér er vísað til.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Ég held að fari ekki vel á því að við förum í einhverja keppni um hvert okkar kunni best að meta þá sem hér eiga undir.“ Bjarni sagði að að í miðri kjaralotunni, þegar kjaraviðræður stóðu ágætlega og stutt á milli manna, hafi verið skipt um kúrs hjá viðmælendum samninganefndar ríkisins og færðar fram á samningaborðið allt aðrar og nýjar kröfur. Þess vegna hafi ekki tekist að ljúka samningalotunni. Halldóra sagðist ekki vera í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Hún ítrekaði spurningu sína til Bjarna og vildi fá að vita hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið. Bjarni sagði Alþingi skipa samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Um tvíeggjað sverð sé að ræða að mati Bjarna. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki geti það verið mikill ábyrgðarhluti sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám. Bjarni sagði að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna séu fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algert uppnám. Kjaramál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag ekki ætla í keppni við Halldóru Mogensen, þingmann Pírata, um hvoru þeirra þyki vænna um ljósmæður. Halldóra hafði beint fyrirspurn til Bjarna vegna stöðunnar sem upp er komin vegna kjarabaráttu ljósmæðra sem Halldóra sagði að hefðu sagt upp í tugatali á síðastliðnum vikum. Sagði hún harðlínustefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum bitna verulega á þessari mikilvægu stétt og þeim mikilvægu deildum Landspítalans sem þær vinna á. Halldóra sagði fjármálaráðherra bera ábyrgð á starfsmanna- og kjaramálum ríkisins og spurði hvort hann beri þá ekki endanlega ábyrgð á því neyðarástandi sem blasir við. Bjarni Benediktsson sagðist vera einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa farið upp á fæðingardeild, alls fjórum sinnum, þar sem mjög hefur reynt á þá þjónustu sem hér er vísað til.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Ég held að fari ekki vel á því að við förum í einhverja keppni um hvert okkar kunni best að meta þá sem hér eiga undir.“ Bjarni sagði að að í miðri kjaralotunni, þegar kjaraviðræður stóðu ágætlega og stutt á milli manna, hafi verið skipt um kúrs hjá viðmælendum samninganefndar ríkisins og færðar fram á samningaborðið allt aðrar og nýjar kröfur. Þess vegna hafi ekki tekist að ljúka samningalotunni. Halldóra sagðist ekki vera í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Hún ítrekaði spurningu sína til Bjarna og vildi fá að vita hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið. Bjarni sagði Alþingi skipa samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Um tvíeggjað sverð sé að ræða að mati Bjarna. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki geti það verið mikill ábyrgðarhluti sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám. Bjarni sagði að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna séu fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algert uppnám.
Kjaramál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira