Guðni um nýjan Laugardalsvöll: „Mikilvægt að geta lokað þakinu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. apríl 2018 18:15 Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar voru kynntar í dag og undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd hefur verið stofnað. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir bjartsýnustu menn sjá flautað til leiks á nýjum velli árið 2020. Nýstofnuð Þjóðardeild UEFA og nýtt skipulag undankeppni komandi Evrópumóta gera ráð fyrir keppnisleikjum í nóvember og mars. Næsta ómögulegt er að spila leiki á Laugardalsvelli á þeim tíma eins og hann er í dag og því er ein helsta ástæða þess að grípa þurfi til framkvæmda eins fljótt og hægt er að Ísland geti spilað heimaleiki í þessum gluggum. „Hreyfanlegt þak er held ég það sem knattspyrnan vill einna helst því það gefur okkur möguleikan á því að spila á vellinum allan ársins hring,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum með skilgreindan vetrarvettvang, okkar leikvang, svo við getum ekki spilað okkar heimaleiki í mars og nóvember, sem gerir það að verkum að við getum ekki byrjað eða endað riðlakeppni og það er ekki nógu gott. Því teljum við mjög mikilvægt að fá leikvang þar sem hægt er að loka þakinu.“ Lokaður leikvangur býður upp á meiri fjölbreytni í notkun, hægt er að setja upp tónleika og aðra viðburði á vellinum, sem og mögulega útbúa hann þannig að aðrar íþróttagreinar geti einnig nýtt hann sem þjóðarleikvang. Hlaupabrautin og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir mun þó þurfa að víkja. „Eins og þetta er lagt upp þá verður hlaupabrautin tekin, hvort sem það verður opinn leikvangur eða með færanlegu þaki. Það er uppleggið í þessum plönum og þá fái frjálsar íþróttir sinn leikvang annars staðar.“ Hið nýja undirbúningsfélag mun ekki tefja framkvæmdir neitt að mati Guðna og á að liggja fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar fyrir lok árs 2018. Aðspurður hvenar flautað verði til leiks á nýjum þjóðarleikvangi sagði Guðni bjartsýnustu menn segja 2020 en raunhæft markmið sé snemma árs 2021. Viðtalið við Guðna í heild sinni má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar voru kynntar í dag og undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd hefur verið stofnað. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir bjartsýnustu menn sjá flautað til leiks á nýjum velli árið 2020. Nýstofnuð Þjóðardeild UEFA og nýtt skipulag undankeppni komandi Evrópumóta gera ráð fyrir keppnisleikjum í nóvember og mars. Næsta ómögulegt er að spila leiki á Laugardalsvelli á þeim tíma eins og hann er í dag og því er ein helsta ástæða þess að grípa þurfi til framkvæmda eins fljótt og hægt er að Ísland geti spilað heimaleiki í þessum gluggum. „Hreyfanlegt þak er held ég það sem knattspyrnan vill einna helst því það gefur okkur möguleikan á því að spila á vellinum allan ársins hring,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum með skilgreindan vetrarvettvang, okkar leikvang, svo við getum ekki spilað okkar heimaleiki í mars og nóvember, sem gerir það að verkum að við getum ekki byrjað eða endað riðlakeppni og það er ekki nógu gott. Því teljum við mjög mikilvægt að fá leikvang þar sem hægt er að loka þakinu.“ Lokaður leikvangur býður upp á meiri fjölbreytni í notkun, hægt er að setja upp tónleika og aðra viðburði á vellinum, sem og mögulega útbúa hann þannig að aðrar íþróttagreinar geti einnig nýtt hann sem þjóðarleikvang. Hlaupabrautin og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir mun þó þurfa að víkja. „Eins og þetta er lagt upp þá verður hlaupabrautin tekin, hvort sem það verður opinn leikvangur eða með færanlegu þaki. Það er uppleggið í þessum plönum og þá fái frjálsar íþróttir sinn leikvang annars staðar.“ Hið nýja undirbúningsfélag mun ekki tefja framkvæmdir neitt að mati Guðna og á að liggja fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar fyrir lok árs 2018. Aðspurður hvenar flautað verði til leiks á nýjum þjóðarleikvangi sagði Guðni bjartsýnustu menn segja 2020 en raunhæft markmið sé snemma árs 2021. Viðtalið við Guðna í heild sinni má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn