Guðni um nýjan Laugardalsvöll: „Mikilvægt að geta lokað þakinu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. apríl 2018 18:15 Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar voru kynntar í dag og undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd hefur verið stofnað. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir bjartsýnustu menn sjá flautað til leiks á nýjum velli árið 2020. Nýstofnuð Þjóðardeild UEFA og nýtt skipulag undankeppni komandi Evrópumóta gera ráð fyrir keppnisleikjum í nóvember og mars. Næsta ómögulegt er að spila leiki á Laugardalsvelli á þeim tíma eins og hann er í dag og því er ein helsta ástæða þess að grípa þurfi til framkvæmda eins fljótt og hægt er að Ísland geti spilað heimaleiki í þessum gluggum. „Hreyfanlegt þak er held ég það sem knattspyrnan vill einna helst því það gefur okkur möguleikan á því að spila á vellinum allan ársins hring,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum með skilgreindan vetrarvettvang, okkar leikvang, svo við getum ekki spilað okkar heimaleiki í mars og nóvember, sem gerir það að verkum að við getum ekki byrjað eða endað riðlakeppni og það er ekki nógu gott. Því teljum við mjög mikilvægt að fá leikvang þar sem hægt er að loka þakinu.“ Lokaður leikvangur býður upp á meiri fjölbreytni í notkun, hægt er að setja upp tónleika og aðra viðburði á vellinum, sem og mögulega útbúa hann þannig að aðrar íþróttagreinar geti einnig nýtt hann sem þjóðarleikvang. Hlaupabrautin og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir mun þó þurfa að víkja. „Eins og þetta er lagt upp þá verður hlaupabrautin tekin, hvort sem það verður opinn leikvangur eða með færanlegu þaki. Það er uppleggið í þessum plönum og þá fái frjálsar íþróttir sinn leikvang annars staðar.“ Hið nýja undirbúningsfélag mun ekki tefja framkvæmdir neitt að mati Guðna og á að liggja fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar fyrir lok árs 2018. Aðspurður hvenar flautað verði til leiks á nýjum þjóðarleikvangi sagði Guðni bjartsýnustu menn segja 2020 en raunhæft markmið sé snemma árs 2021. Viðtalið við Guðna í heild sinni má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar voru kynntar í dag og undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd hefur verið stofnað. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir bjartsýnustu menn sjá flautað til leiks á nýjum velli árið 2020. Nýstofnuð Þjóðardeild UEFA og nýtt skipulag undankeppni komandi Evrópumóta gera ráð fyrir keppnisleikjum í nóvember og mars. Næsta ómögulegt er að spila leiki á Laugardalsvelli á þeim tíma eins og hann er í dag og því er ein helsta ástæða þess að grípa þurfi til framkvæmda eins fljótt og hægt er að Ísland geti spilað heimaleiki í þessum gluggum. „Hreyfanlegt þak er held ég það sem knattspyrnan vill einna helst því það gefur okkur möguleikan á því að spila á vellinum allan ársins hring,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum með skilgreindan vetrarvettvang, okkar leikvang, svo við getum ekki spilað okkar heimaleiki í mars og nóvember, sem gerir það að verkum að við getum ekki byrjað eða endað riðlakeppni og það er ekki nógu gott. Því teljum við mjög mikilvægt að fá leikvang þar sem hægt er að loka þakinu.“ Lokaður leikvangur býður upp á meiri fjölbreytni í notkun, hægt er að setja upp tónleika og aðra viðburði á vellinum, sem og mögulega útbúa hann þannig að aðrar íþróttagreinar geti einnig nýtt hann sem þjóðarleikvang. Hlaupabrautin og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir mun þó þurfa að víkja. „Eins og þetta er lagt upp þá verður hlaupabrautin tekin, hvort sem það verður opinn leikvangur eða með færanlegu þaki. Það er uppleggið í þessum plönum og þá fái frjálsar íþróttir sinn leikvang annars staðar.“ Hið nýja undirbúningsfélag mun ekki tefja framkvæmdir neitt að mati Guðna og á að liggja fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar fyrir lok árs 2018. Aðspurður hvenar flautað verði til leiks á nýjum þjóðarleikvangi sagði Guðni bjartsýnustu menn segja 2020 en raunhæft markmið sé snemma árs 2021. Viðtalið við Guðna í heild sinni má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira